Geislafræðingar vilja geta lifað af daglaunum sínum Þorgils Jónsson skrifar 30. júlí 2013 09:00 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga, segir stéttina haf setið eftir í kjörum, en tveir af hverjum þremur geislafræðingum við Landspítalann hafa sagt upp störfum og hætta á fimmtudaginn. Meginkrafa geislafræðinga við Landspítalann er sú að geta lifað af launum sínum fyrir venjulega vinnuviku. Þetta segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga í samtali við Fréttablaðið. Geislafræðingar og stjórnendur Landspítala hitta Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í dag til að ræða kjaradeiluna við Landspítalann. Uppsagnir um tveggja af hverjum þremur geislafræðingum við spítalann taka gildi á fimmtudaginn. „Við geislafræðingar höfum verið á lægri launum en aðrar stéttir með sambærilega menntun og viljum fá leiðréttingu á okkar kjörum,“ segir Katrín, en dagvinnulaun geislafræðinga eru að hennar sögn um 300 þúsund krónur. Geislafræði er fjögurra ára háskólanám. „Svo er þetta mjög sérhæft starf og verðmætt sem ætti að okkar mati að meta eftir því,“ segir hún. Annað atriði sem Katrín nefnir er vaktafyrirkomulag sem hún segir afar krefjandi. „Það felur í sér margar bakvaktir og mikið álag sem þýðir að fólk er alltaf að vinna. Við viljum bara 40 stunda vinnuviku eins og aðrir án þess botninn detti úr okkar launum.“ Katrín segist vera bjartsýn um að fundurinn í dag skili nokkrum árangri, þrátt fyrir að málið snúi fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu. „Ef menn fara að skoða málið ættu þeir að sjá að við höfum ýmislegt til okkar máls.“Kristján Þór JúlíussonRáðherra segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist hitta geislafræðinga og fulltrúa Landspítalans í dag til að glöggva sig á stöðu mála. Hann segist ekki vilja gefa sér að allt fari á versta veg. „Ég bind vonir við að aðilar málsins nái saman. Ég held að það sé öllum fyrir bestu,“ segir hann. „Mín nálgun á þetta mál er að hvetja aðila máls til að leggja sig fram um að ná lendingu og ég er tilbúinn til að leggja þeim lið við það, en fyrst og fremst er þetta útfærsla á stofnanasamningi milli starfsmanna og stjórnenda á Landspítalanum.“ Ekki hefur verið boðað til fleiri funda í deilunni milli geislafræðinga og Landspítalans. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku, en lítið þokaðist í samkomulagsátt. Tvær stéttir hafa þegar fengið hækkun Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir að kröfur geislafræðinga miði ekki við aðrar stéttir. Þó má nefna að Landspítalinn hefur á síðustu mánuðum samið um nýja stofnanasamninga við hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga. Þar fengu félagsmenn hækkun upp á einn til tvo launaflokka sem jafngildir fimm til tíu prósenta launahækkun.Í úttekt fjármálaráðuneytisins frá því fyrr á þessu ári kemur í ljós að meðaltal dagvinnulauna geislafræðinga var um 350.000 í marsmánuði og meðaltal heildarlauna með yfirvinnu og vaktaálagi var 550.000.Á sama tíma var meðaltal dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum um 413.000 og meðaltal heildarlauna var um 586.000. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Meginkrafa geislafræðinga við Landspítalann er sú að geta lifað af launum sínum fyrir venjulega vinnuviku. Þetta segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga í samtali við Fréttablaðið. Geislafræðingar og stjórnendur Landspítala hitta Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í dag til að ræða kjaradeiluna við Landspítalann. Uppsagnir um tveggja af hverjum þremur geislafræðingum við spítalann taka gildi á fimmtudaginn. „Við geislafræðingar höfum verið á lægri launum en aðrar stéttir með sambærilega menntun og viljum fá leiðréttingu á okkar kjörum,“ segir Katrín, en dagvinnulaun geislafræðinga eru að hennar sögn um 300 þúsund krónur. Geislafræði er fjögurra ára háskólanám. „Svo er þetta mjög sérhæft starf og verðmætt sem ætti að okkar mati að meta eftir því,“ segir hún. Annað atriði sem Katrín nefnir er vaktafyrirkomulag sem hún segir afar krefjandi. „Það felur í sér margar bakvaktir og mikið álag sem þýðir að fólk er alltaf að vinna. Við viljum bara 40 stunda vinnuviku eins og aðrir án þess botninn detti úr okkar launum.“ Katrín segist vera bjartsýn um að fundurinn í dag skili nokkrum árangri, þrátt fyrir að málið snúi fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu. „Ef menn fara að skoða málið ættu þeir að sjá að við höfum ýmislegt til okkar máls.“Kristján Þór JúlíussonRáðherra segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist hitta geislafræðinga og fulltrúa Landspítalans í dag til að glöggva sig á stöðu mála. Hann segist ekki vilja gefa sér að allt fari á versta veg. „Ég bind vonir við að aðilar málsins nái saman. Ég held að það sé öllum fyrir bestu,“ segir hann. „Mín nálgun á þetta mál er að hvetja aðila máls til að leggja sig fram um að ná lendingu og ég er tilbúinn til að leggja þeim lið við það, en fyrst og fremst er þetta útfærsla á stofnanasamningi milli starfsmanna og stjórnenda á Landspítalanum.“ Ekki hefur verið boðað til fleiri funda í deilunni milli geislafræðinga og Landspítalans. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku, en lítið þokaðist í samkomulagsátt. Tvær stéttir hafa þegar fengið hækkun Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir að kröfur geislafræðinga miði ekki við aðrar stéttir. Þó má nefna að Landspítalinn hefur á síðustu mánuðum samið um nýja stofnanasamninga við hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga. Þar fengu félagsmenn hækkun upp á einn til tvo launaflokka sem jafngildir fimm til tíu prósenta launahækkun.Í úttekt fjármálaráðuneytisins frá því fyrr á þessu ári kemur í ljós að meðaltal dagvinnulauna geislafræðinga var um 350.000 í marsmánuði og meðaltal heildarlauna með yfirvinnu og vaktaálagi var 550.000.Á sama tíma var meðaltal dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum um 413.000 og meðaltal heildarlauna var um 586.000.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira