Innlent

Elín Hirst sakar RÚV um hlutdrægni í gallabuxnamálinu

Jakob Bjarnar skrifar
Elín Hirst telur engan vafa leika á um hlutdrægni Ríkisútvarpsins í fréttaflutningi. Hún segir hlutlægnisbrotin tvö.
Elín Hirst telur engan vafa leika á um hlutdrægni Ríkisútvarpsins í fréttaflutningi. Hún segir hlutlægnisbrotin tvö.
„Mig langar að segja frá því að á dögunum var skrifuð afar hlutdræg frétt af svokölluðu gallabuxnamáli mínu inn á vef RÚV. Ég kvartaði að sjálfsögðu við fréttastofuna og fréttin var leiðrétt að hluta. Rúv var eini fjölmiðillinn sem sýndi hlutdrægni (vandlætingu) í þessu máli. Það er eins gott að vera vakandi.“

Svo skrifar Elín Hirst, alþingismaður og fyrrum starfsmaður Ríkisútvarpsins til margra ára, inn á Facebook-hóp sem Frosti Sigurjónsson alþingismaður stofnaði fyrir margt löngu en honum er ætlað að vaka yfir því að Ríkisútvarpið gæti fyllstu óhlutdrægni „í frásögn, túlkun, dagskrárgerð, fréttum og fréttaskýringum,“ eins og segir um hópinn á Facebook.

Elín telur engan vafa leika á um hlutdrægni Ríkisútvarpsins í fréttaflutningi. Hún segir hlutlægnisbrotin tvö: „Í upphafi fréttarinnar sagði að ég hefði notað tvær mínútur á síðasta degi þingsins til að ræða um gallabuxur. (Í þessu fellst ákveðin skoðun fréttastofunnar sem á ekkert skylt við fréttamennsku.) Síðara atriðið var að í lok fréttarinnar um mig og svokallað gallabuxnamál sagði: Næst sté Helgi Hjörvar í ræðustól og ræddi um Störf þingsins. Þessi setning var síðan felld brott úr fréttinni eftir að ég kvartaði, en augljóst hvað hún átti að fyrirstilla.“

Ekki náðist í Elínu nú í morgun, vegna þessara ásakana, sem hljóta teljast alvarlegar, ekki síst í ljósi þess að Elín gerþekkir til innan stofnunarinnar vegna fyrri starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×