Innlent

Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæði gestkomandi börn og heimabörn undir átján ára eru á ábyrgð foreldra, ítrekar fjölskylduráð Vestmannaeyja.
Bæði gestkomandi börn og heimabörn undir átján ára eru á ábyrgð foreldra, ítrekar fjölskylduráð Vestmannaeyja. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Vestmannaeyjabær verður með barnaverndarfólk á bakvöktum meðan Þjóðhátíð stendur yfir. Eins og áður verða bakvaktirnar starfræktar frá fimmtudagskvöldi til mánudagskvölds.

Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs munu sinna bakvöktunum. Eins á að semja við aðila um greiðslur fyrir að vera til taks til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum ef þörf krefur.

„Fjölskyldu- og tómstundaráð beinir því til foreldra og forráðamanna að börn undir átján ára aldri eru ólögráða og á ábyrgð foreldra. Þetta gildir einnig um gestkomandi börn, þau þurfa að vera á ábyrgð fullorðinna einstaklinga,“ undirstrikar fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×