Fréttir af Mærudögum of einhliða Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2013 13:20 Mærudagar hafa verið haldnir hátíðlegir frá árinu 1996. MYND/MÆRUDAGAR Framkvæmdastjóri Mærudaga á Húsavík telur að fréttaflutningur af dögunum hafi verið of einhliða út frá sjónarhóli lögreglunnar. Vissulega hafi lítill hópur ungmenna verið með drykkjulæti en hátíðin hafi meira og minna farið vel fram. Mærudagar á Húsavík er þriggja daga hátíð frá fimmtudegi til sunnudags og er löngu orðin rótgróin í bæjarlífinu enda verið haldin frá árinu 1996. Lögreglan á Húsavík kvartar undan drykkjulátum á hátíðinni um síðustu helgi og hafi fangageymslur verið fullar. Einar Gíslason framkvæmdastjóri Mærudaga segir rétt að vissulega hafi skapast ákveðin vandræði um og eftir miðnætti vegna drykkju ungs fólks. „Og þar þurfum við vissulega að gera betur í að tækla það vandamál," segir Einar. Hann telji að svipaður fjöldi ungmenna hafi verið á þessari hátíð og fyrri ár. "En ég held að við höfum verið óheppin með einstaklinga sem sóttu hátíðina," bætir hann við. Nú setjist menn niður og finni út hvernig leysa megi þetta vandamál fyrir næstu hátíð. Hátíðin í heild hafi farið mjög vel fram og verið hin glæsilegasta og bærinn skartað sínu fegursta með fjölbreyttri þjónustu og afrþeyringu fyrir þúsundir gesta. „Og mér þykir kannski fréttaflutningur til þessa hafi verið svolítið einhliða út frá sjónarhóli lögreglunnar. Eins og ég segi, við munum nú eftir hátíðina setjast niður með lögreglunni og íbúum í bænum og reyna að tækla þetta vandamál fyrir næstu hátíð," segir Einar. Eins og oft gerist þegar mikill fjöldi fólks komi saman geti nokkrir einstaklingar skemmt fyrir öðrum með hegðun sinni. Friður og ró hafi ríkt á tveimur fjölskyldutjaldstæðum en kannski megi efla gæslu á unglingatjaldstæðinu og breyta dagskránni um og eftir miðnætti. „Og við ætlum ekki að láta þessa nokkru tugi einstaklinga eyðileggja heila hátíð fyrir þeim þúsundum gesta sem sækja hátíðina. Þetta vandamál er mjög afmarkað við tímann upp úr miðnætti eða eftir klukkan eitt og við ætlum ekki að fara að breyta hátíðinni út af því," segir Einar. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Mærudaga á Húsavík telur að fréttaflutningur af dögunum hafi verið of einhliða út frá sjónarhóli lögreglunnar. Vissulega hafi lítill hópur ungmenna verið með drykkjulæti en hátíðin hafi meira og minna farið vel fram. Mærudagar á Húsavík er þriggja daga hátíð frá fimmtudegi til sunnudags og er löngu orðin rótgróin í bæjarlífinu enda verið haldin frá árinu 1996. Lögreglan á Húsavík kvartar undan drykkjulátum á hátíðinni um síðustu helgi og hafi fangageymslur verið fullar. Einar Gíslason framkvæmdastjóri Mærudaga segir rétt að vissulega hafi skapast ákveðin vandræði um og eftir miðnætti vegna drykkju ungs fólks. „Og þar þurfum við vissulega að gera betur í að tækla það vandamál," segir Einar. Hann telji að svipaður fjöldi ungmenna hafi verið á þessari hátíð og fyrri ár. "En ég held að við höfum verið óheppin með einstaklinga sem sóttu hátíðina," bætir hann við. Nú setjist menn niður og finni út hvernig leysa megi þetta vandamál fyrir næstu hátíð. Hátíðin í heild hafi farið mjög vel fram og verið hin glæsilegasta og bærinn skartað sínu fegursta með fjölbreyttri þjónustu og afrþeyringu fyrir þúsundir gesta. „Og mér þykir kannski fréttaflutningur til þessa hafi verið svolítið einhliða út frá sjónarhóli lögreglunnar. Eins og ég segi, við munum nú eftir hátíðina setjast niður með lögreglunni og íbúum í bænum og reyna að tækla þetta vandamál fyrir næstu hátíð," segir Einar. Eins og oft gerist þegar mikill fjöldi fólks komi saman geti nokkrir einstaklingar skemmt fyrir öðrum með hegðun sinni. Friður og ró hafi ríkt á tveimur fjölskyldutjaldstæðum en kannski megi efla gæslu á unglingatjaldstæðinu og breyta dagskránni um og eftir miðnætti. „Og við ætlum ekki að láta þessa nokkru tugi einstaklinga eyðileggja heila hátíð fyrir þeim þúsundum gesta sem sækja hátíðina. Þetta vandamál er mjög afmarkað við tímann upp úr miðnætti eða eftir klukkan eitt og við ætlum ekki að fara að breyta hátíðinni út af því," segir Einar.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira