Innlent

Leynigjá í Mývatnssveit

Sara Ósk í leynigjánni.
Sara Ósk í leynigjánni. Mynd/Vilhelm
Undanfarið hefur verið rætt um að dreifa verði ferðamönnum um landið. En svo margir eru leyndardómar þessa lands að alltaf verður farið á mis við einhverjar perlur þess.

Ein af þessum perlum er án efa þessi gjá sem ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, myndaði á dögunum.

Á myndinni sést Sara Ósk Stefánsdóttir að baða sig í gjánni sem örfáir þekkja. Í henni er heitt vatn, tíu metrar þar sem það er dýpst og önnur eins er hæðin frá brún og niður að vatni.

Ljósmyndarinn vill að einungis örfáir þekki gjánna áfram og gefur því ekki meira upp en að hana sé að finna í Mývatnssveit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×