Afdrifaríkt flipp söngpars á Grenivík Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. júlí 2013 22:00 Flippið þeirra á bryggjunni á Grenivík gæti endað í þýsku brúðkaupi á Mallorca. fréttablaðið/stefán Rómantísk og fumlaus framganga hjónanna Sigríðar Heiðu Hallsdóttur og Þórðar Björns Ágústssonar á bryggjunni á Grenivík varð til þess að þeirra er nú vænst til spilamennsku í þýsku brúðkaupi á Mallorca á næsta ári. Þau voru stödd á ættarsetrinu á Grenivík þegar par nokkurt á bryggjunni vakti athygli þeirra. „Við vorum annars ekkert að hugsa um það fyrr en einn krakkinn kemur inn og segir að karlinn hafi skellt sér á skeljarnar,“ rifjar Sigríður Heiða upp. Þetta var hann Tobias sem þarna bað Önju og hann hefði vart getað valið betri stund né stað því tómstundagaman hjónanna Sigríðar Heiðu og Þórðar Björns er að spila og syngja. Því varð úr að þau fóru niður að bátabryggju til að gæða bónorðsstundina frekari rómantík. Þórður tók gítarinn, Sigríður Heiða þandi raddböndin og rómantíski slagarinn hans Toms Waits, Little Trip to Heaven, ómaði um bryggjuna. „Þau vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið,“ rifjar Sigríður Heiða upp. „Og það var ekkert við tilfinningarnar ráðið svo þau grétu þarna á bryggjunni meðan við sungum lagið. Þau lýstu því síðar að þeim hefði fundist þetta nánast óraunverulegt. Við birtumst þeim eins og álfar, sögðu þau.“Væntanleg brúðhjón Þau Tobias og Anja vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Óreiða birtist á bryggjunni.Komu bæði af fjöllum Anja trúði því ekki að þetta hefði verið sjálfsprottið hjá tónlistarhjónunum og grunaði biðilinn sinn um að hafa skipulagt þetta á laun. „En hann kom náttúrlega alveg af fjöllum eins og hún,“ segir Sigríður Heiða. En nú er það væntanleg brúður sem hyggur á launráð til að koma brúðgumanum á óvart þegar þau verða gefin saman á Mallorca næsta sumar. „Nú vill hún að við komum til Mallorca og spilum lagið í brúðkaupinu þar án þess að láta hann vita,“ segir Sigríður Heiða. Enn hafa engin fastmæli verið bundin í þeim efnum en hjónin músíkölsku eru að hugsa málin. „En svona getur þetta verið, maður bregður á leik og flippar norður á Grenivík og það verður síðan til þess að okkar er vænst suður á Mallorca. Svona getur lífið verið skemmtilegt,“ segir hún. Þau eru ekki alveg óvön því að troða upp en dúett þeirra er kallaður Óreiða. Þau munu til dæmis taka nokkur lög á Kaffi Gæs í næsta mánuði en eins taka þau upp fræg lög og hlaða þeim niður á vefsíðu Soundcloud. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Rómantísk og fumlaus framganga hjónanna Sigríðar Heiðu Hallsdóttur og Þórðar Björns Ágústssonar á bryggjunni á Grenivík varð til þess að þeirra er nú vænst til spilamennsku í þýsku brúðkaupi á Mallorca á næsta ári. Þau voru stödd á ættarsetrinu á Grenivík þegar par nokkurt á bryggjunni vakti athygli þeirra. „Við vorum annars ekkert að hugsa um það fyrr en einn krakkinn kemur inn og segir að karlinn hafi skellt sér á skeljarnar,“ rifjar Sigríður Heiða upp. Þetta var hann Tobias sem þarna bað Önju og hann hefði vart getað valið betri stund né stað því tómstundagaman hjónanna Sigríðar Heiðu og Þórðar Björns er að spila og syngja. Því varð úr að þau fóru niður að bátabryggju til að gæða bónorðsstundina frekari rómantík. Þórður tók gítarinn, Sigríður Heiða þandi raddböndin og rómantíski slagarinn hans Toms Waits, Little Trip to Heaven, ómaði um bryggjuna. „Þau vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið,“ rifjar Sigríður Heiða upp. „Og það var ekkert við tilfinningarnar ráðið svo þau grétu þarna á bryggjunni meðan við sungum lagið. Þau lýstu því síðar að þeim hefði fundist þetta nánast óraunverulegt. Við birtumst þeim eins og álfar, sögðu þau.“Væntanleg brúðhjón Þau Tobias og Anja vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Óreiða birtist á bryggjunni.Komu bæði af fjöllum Anja trúði því ekki að þetta hefði verið sjálfsprottið hjá tónlistarhjónunum og grunaði biðilinn sinn um að hafa skipulagt þetta á laun. „En hann kom náttúrlega alveg af fjöllum eins og hún,“ segir Sigríður Heiða. En nú er það væntanleg brúður sem hyggur á launráð til að koma brúðgumanum á óvart þegar þau verða gefin saman á Mallorca næsta sumar. „Nú vill hún að við komum til Mallorca og spilum lagið í brúðkaupinu þar án þess að láta hann vita,“ segir Sigríður Heiða. Enn hafa engin fastmæli verið bundin í þeim efnum en hjónin músíkölsku eru að hugsa málin. „En svona getur þetta verið, maður bregður á leik og flippar norður á Grenivík og það verður síðan til þess að okkar er vænst suður á Mallorca. Svona getur lífið verið skemmtilegt,“ segir hún. Þau eru ekki alveg óvön því að troða upp en dúett þeirra er kallaður Óreiða. Þau munu til dæmis taka nokkur lög á Kaffi Gæs í næsta mánuði en eins taka þau upp fræg lög og hlaða þeim niður á vefsíðu Soundcloud.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira