Fleiri fréttir

Drukkinn skipstjóri handtekinn við komuna til landsins

Drukkinn skipstjóri á Skógarfossi, leiguskipi Eimskips, var handtekinn við komuna til Sundahafnar á þriðjudag. Hann verður leiddur fyrir dómara í dag og að líkindum sektaður og sviptur skipstjórnarréttindum.

Jóhanna og Bjarni takast á: Kjörtímabil hinna glötuðu tækifæra

Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tókust nokkuð harkaleg á á Alþingi í morgun í óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Bjarni spurði Jóhönnu hvað hefði brugðist í efnahagsstjórn ríkisstjórnar á síðasta ári.

Pétur hitti páfann

Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, er staddur í Róm og hann snæddi morgunverð með Bergoglio kardinála þann 1. mars síðastliðinn, en Bergolio var kjörinn páfi í gær. "Nýi páfinn er einn látlausasti og ljúfasti maður sem ég hef hitt og ég trúi því að heilagur andi hafi haft áhrif á þetta val," sagði Pétur þegar tilkynnt hafði verið um valið í gær. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fagnar kjöri páfans í pistli á vefsíðu Biskupsstofu.

Forseti Íslands sendi páfanum heillaóskir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun nýkjörnum páfa, Frans I, heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni. Í kveðjunni áréttaði forseti tengsl Íslendinga við hina kaþólsku kirkju, bæði á fyrri öldum og með vaxandi fjölda kaþólskra íbúa landsins á undanförnum árum. Ennfremur minntist forseti heimsóknar til Páfagarðs fyrir tveimur árum þegar hann ásamt Snæfellingum afhenti Páfagarði styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur, tákn um náin söguleg tengsl kirkju og þjóðar.

Feministafélagið fagnar 10 ára afmæli

Femínistafélag Íslands fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni tíu góðra og afkastamikilla ára heldur félagið afmælisfagnað þann 14. mars, sem er afmælisdagur félagsins.

Með fíkniefni á hraðferð

Lögreglan á Akureyri stöðvaði bíl í Öxnadal aðfaranótt miðvikudagsins sem ekið var á rúmlega 130 kílómetra hraða á leið til Akureyrar.

Jóhannes Gunnarsson: Ámælisvert að farfuglar fái óáreittir að fljúga til landsins

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í pistli á heimasíðu samtakanna að bréf Eftirlitsstofnunar EFTA til íslenskra stjórnvalda um að bann á innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti standist ekki reglur, ekki koma sér á óvart. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt þessum og sent rökstuðning til ESA þar sem þessum sjónarmiðum er haldið til haga.

Hvergi meiri netnotkun en hér

Ísland er með hæsta hlutfall netttengdra heimila í Evrópu og jafnframt hæsta hlutfall netnotenda. Í þrjátíu og tveimur Evrópulöndum eru árlega framkvæmdar rannsóknir á upplýsingatækninotkun einstaklinga og fyrirtækja. Niðurstöður fyrir Ísland voru birtar á vef Hagstofu Íslands í september, en í desember gaf Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, út helstu niðurstöður fyrir öll þau lönd sem tóku þátt í rannsókninni.

Innbrot í söluturn

Brotist var inn í söluturn í austurborginni í nótt og þaðan meðal annars stolið tóbaki.

Starfsfólk fær 4,3 milljarða

Starfsmenn Landsbankans munu eignast 1,9 prósenta hlut í bankanum miðað við stöðu svokallaðs skilyrts skuldabréfs í bókum hans. Miðað við innra virði hlutafjár Landsbankans er virði hlutarins 4,3 milljarðar króna. Það hefur farið stigvaxandi með auknum hagnaði bankans, en hann nam 25,5 milljörðum króna á síðasta ári. Komist erlendir sérfræðingar að því að skuldabréfið sé meira virði mun hlutur starfsmannanna hækka upp í tvö prósent og verða 4,5 milljarða króna virði. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Landsbankans.

Stigvaxandi tekjur af mengunarsköttum frá hruni

Tekjur ríkisins af sköttum og gjöldum tengdum mengun hafa aukist um sem nemur 15 prósentum frá hruni, uppreiknað miðað við verðlag síðasta árs. Að baki aukningunni eru tekjur af gjöldum á eldsneyti, vörugjöld af bensíni og olíuvörum og kolefnisgjald.

Brotnaði á rist og sköflungi

Tæplega sextugur starfsmaður álversins í Straumsvík meiddist illa í vinnuslysi þar aðfaranótt miðvikudags.

Neytendur ósáttir við eindagabreytingu ÍLS

Eindagar af lánum Íbúðalánasjóðs verða nú þremur dögum eftir gjalddaga. Færir sjóðnum 80 milljóna tekjuaukningu. Hertari innheimta að kröfu ríkisstjórnar. Stjórn Neytendasamtakanna fundar um málið vegna kvartana lántakenda.

Vaxandi steraneysla fólks sem fer á Vog

Læknir á Vogi segir steranotkun oft vera samhliða annarri fíkniefnaneyslu. Sífellt fleiri sjúklingar á Vogi noti stera. Neyslan sé tengd útlitsdýrkun. Yfirtollvörður segir sterainnflutning vaxandi. Hann óttist að það endurspegli aukna steraneyslu.

Vilja að réttarhöldum í Tyrklandi verði flýtt

Vonast er til að Davíð Örn Bjarnason verði látinn laus úr tyrknesku fangelsi gegn tryggingu á næstunni. Íslenskur sendiráðsstarfsmaður er kominn til Tyrklands til að vinna í máli hans. Hann fær líklega að heimsækja Davíð í fangelsið í dag.

Kvennalistinn 30 ára í gær

Þrjátíu ár voru liðin í gær, 13. mars, frá stofnun Samtaka um kvennalista. Þann dag árið 1983 bauð listinn fyrst fram í þremur kjördæmum við Alþingiskosningar og komust þrjár konur á þing. Þetta er fyrsti og eini stjórnmálaflokkurinn hér á landi sem hefur alfarið verið skipaður konum.

Rætt um rannsóknarheimildir

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, flytur erindi um rannsóknarheimildir lögreglu á hádegisfundi Varðbergs klukkan tólf í dag.

Hætta útgerð ef ekkert breytist

Hjörtur Gíslason, stjórnarformaður Ögurvíkur, segir einsýnt að verði ekki gerðar breytingar á álagningu veiðigjalda muni fyrirtæki hans ekki hafa rekstrargrundvöll til framtíðar. Álagning veiðigjalda fyrir árið 2010 tók allan hagnað fyrirtækisins það ár og 22 milljónum betur.

Sýning náttúruminja árið 2014

Grunnsýning Náttúruminjasafns Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014. Það var staðfest með undirritun leigusamnings á aðstöðu í Perlunni í gær. Leigusamningurinn er til fimmtán ára og ársleigan er áttatíu milljónir króna.

Framkvæmdin var mjög jákvæð

„Ég tel að þetta hafi verið rétt niðurstaða,“ segir Siv Friðleifsdóttir um þá ákvörðun sína sem umhverfisráðherra árið 2001 að ógilda synjun Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun.

Katrín Jakobs: Almenningur hefur ekki áhuga á bulli

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að umræðukúltúrinn í íslenskum stjórnmálum sé ekki góður. Hún segist ekki telja að almenningur hafi mikinn áhuga á lélegri umræðuhefð í þinginu. Þannig sé ekki eftirspurn eftir "bulli.“

Þingmenn komnir í kosningaham

Augljóst er á ummælum þingmanna í eldhúsdagsumræðum, sem fram fóru í kvöld að kosningar eru á næsta leyti. Vísir hlustaði á leiðtoga stjórnmálaflokkanna.

„Hryllilegt að lifa í slíkum ótta“

Tvær stúlkur sem þjást af séríslenskum sjúkdómi freista þess nú að koma upp rannsóknarsjóði svo rannsóknir á meðferðarúrræði geti loks hafist. Sjúkdómurinn herjar á ungt fólk og hefur dregið nokkur hundruð manns til bana

Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals

Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir ljósmóðir á Bíldudal tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax.

Segir skilning Björns Vals vitlausan - mátti hugsanlega orða hlutina skýrar

"Ég hafði nú ekki hugmyndaflug í að þetta yrði túlkað með þessum hætti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um ásakanir Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, sem sakaði Guðlaug um haugalygi þegar Guðlaugur lýsti fundi sínum með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Veist þú um Elfu Maríu?

Lögreglan leitar að Elfu Maríu Guðmundsdóttur 15 ára. Ekkert hefur heyrst til hennar frá því á sunnudaginn var.

Tæki lögreglumann fram yfir listamann

"Það er enginn að fylgjast með ölvunarakstri á þessum tíma sólarhrings og enginn að fylgjast með hraðakstri. Það er engin löggæsla á götum Vestmannaeyja á þessum tíma. Það er ástand sem getur ekki viðgengist," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi.

Tvær milljónir barna þurfa hjálp

Átökin í Sýrlandi hafa umbreyst í borgarastríð sem hefur sett milljónir sýrlenskra barna í bráða hættu. Meira en 940 þúsund manns hafa flúið Sýrland sem flóttamenn samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna, sem Barnaheill vísar til. Innan landamæranna þurfa fjórar milljónir neyðaraðstoð, þar af hafa 2,5 milljónir flúið heimili sín. Börn eru að minnsta kosti 52% þeirra sem þurfa á hjálp að halda.

Gunnlaugur neitaði sök - sakaður um meiriháttar skattalagabrot

Gunnlaugur Briem neitaði sök í fyrirtöku sakamáls gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en Gunnlaugur hefur verið ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á 60 milljónum króna skatti vegna afleiðuviðskipta við Landsbankann og Glitni á árunum 2006 til 2008.

Mary Luz verður orðin Íslendingur í lok vikunnar

"Hún verður orðin Íslendingur í vikulok,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, en nú er ljóst að Mary Luz, sem er frá Kólumbíu, fái ríkisborgararétt.

"Brúin er alveg örugg"

"Það er bara leiðinlegt að keyra yfir brúna. Hún er öll í bylgjum og menn þurfa að hægja vel á sér. Þannig hefur það verið lengi," segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar um einbreiðu brúna yfir Hornafjarðarfljót.

Gunnar krefst skaðabóta frá Krosskonum

Gunnar Þorsteinsson, oft kenndur við Krossinn, hefur krafið Pressuna og talskonur kvenna sem sökuðu hann um kynferðisbrot í samtali við Pressuna erindi þar sem hann fer fram á afsökunarbeiðni vegna ummæla. Þetta staðfestir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Gunnars. Einar Hugi staðfestir jafnframt í samtali við Vísi að Gunnar krefst skaðabóta vegna ummælanna.

Sautján slösuðust í umferðinni í síðustu viku

Sautján vegfarendur slösuðust í átta umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ekki hafa fleiri slasast á einni viku frá áramótum. Munar þar mestu um tvö slys í óveðrinu á miðvikudag þar sem samtals átta slösuðust.

Jónína Rós: Ekkert internet í sumum byggðum landsins

Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mjög mikilvægt að fyrirhuguð gjaldskráhækkun Íslandspósts kæmu ekki í veg fyrir það að héraðsfréttablöðin kæmu áfram út, en miklar áhyggjur eru vegna hækkunarinnar og vilja sumir útgefendur meina að hækkunin muni kippa rekstrargrundvellinum undan slíkri prentútgáfu.

Sjá næstu 50 fréttir