Þingmenn komnir í kosningaham Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. mars 2013 21:12 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, hlustar á umræðurnar í kvöld. Augljóst er á ummælum þingmanna í eldhúsdagsumræðum, sem fram fóru í kvöld að kosningar eru á næsta leyti. Vísir hlustaði á leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur í pontu og gerði skattaumhverfið að umtalsefni. „Skattar eru of háir og of flóknir. Það er 1501 dagur frá því að þessi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tók við. Á þeim tíma hefur hún gert hátt í 200 breytingar á skattkerfinu. Hækkað skatta, aukið flækjustig og lagt á ný gjöld," sagði Bjarni Benediktsson. Hann gagnrýndi líka hversu lítil fjárfesting væri og hversu mikill slaki væri í efnahagslífinu. „Stöðnun og verðbólga er einhver sá versti kokteill sem hægt er að bjóða upp á," sagði hann. Engu að síður væri það sá kokteill sem ríkisstjórnin virtist ætla að bjóða upp á við lok þessa kjörtímabils. Hann sagði að það þyrfti að lækka skatta bæði á einstaklinga og atvinnulíf. Þegar horft væri til atvinnulífsins væri tryggingagjald efst á lista. „Vegna þess að tryggingagjaldið er ekkert annað en skattur á atvinnulífið fyrir það að ráða til sín fólk," sagði Bjarni.Þjóðinni forðað frá efnahagslegu hyldýpi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ræddi þann árangur sem hefði náðst á kjörtímabilinu. „Ríkisstjórnin forðaði þjóðinni frá efnahagslegu hyldýpi, varði þá sem lakast standa fyrir afleiðingum efnahagshrunsins, náði tökum á ríkisfjármálum og innsiglaði margháttaða sigra í baráttunni fyrir jöfnum tækifærum, borgararéttindum og jafnrétti," sagði Árni Páll. Hann gerði líka gjaldmiðlamál að umfjöllunarefni og sagði að kostnaðurinn við krónuna næmi á hverju ári fimmföldum rekstrarkostnaði Landspítalans. Þá vakti hann athygli á orðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem skrifaði grein í Fréttablaðið í dag um að fyrirtækið gæti ekki búið við núverandi rekstrarskilyrði. „Þetta fyrirtæki hefur verið í fararbroddi á heimsvísu og iðnmenntun og verkþekking í landinu á engan glæsilegri fulltrúa. Viljum við missa það og önnur slík úr landi?," spurði Árni Páll.Raunhæfar lausnir í stað stjórnlyndis eða frjálshyggju Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að hvorki stjórnlyndi né frjálshyggja væru lausn við öllum vanda sem steðjaði að. Leita þyrfti raunhæfra lausna sem byggja á rökhyggju til þess að leysa þann vanda sem fyrir lægi hverju sinni. Sigmundur Davíð sagði að allir í samfélaginu væru sammála um markmiðið. „Við erum öll sammála um að við þurfum að byggja upp mannsæmandi samfélag þar sem allir geta lifað mannsæmandi lífi og enginn fellur í gegnum öryggisnetið," sagði Sigmundur Davíð. Hann talaði um að verkefnið á næsta kjörtímabili væri að fást við skuldamál heimilannna. Það þyrfti að þora að taka ákvarðanir til að leysa það verkefni.Mikilvægt að bæta orðræðuna Katrín Jakobsdóttir formaður VG benti á að við síðustu kosningar hafi hún sagt að skattar yrðu hækkaði og laun lækkuð. Ummælin hafi ekki fallið í góðan jarðveg. „En staðreyndin er sú að það er alltaf betra að fara í sérhvern leiðangur með raunhæft mat á stöðunni," sagði Katrín. En hún benti á að aðstæður væru betri núna en þær hefðu verið fyrir fjórum árum. Ekki yrði vikið framhjá þeim árangri sem hafi náðst við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármálum á síðustu fjórum árum. Þá sagði Katrín að mikilvægt væri að breyta orðræðunni í íslenskum stjórnmálum. Þetta hafi hún sagt fyrst þegar hún hafi verið kjörin á þing. En ekki lengur.Mistókst að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að hún myndi bjóða sig fram í næstu kosningum undir merkjum Dögunar. Hún sagði í ræðu sinni að kjör lífeyrisþegar hefðu verið rýrð á þessu kjörtímabili á meðan meira hefði verið hugsað um að verja hag fjármagnseigenda. Nefndi hún Dróma meðal annars í því skyni Margrét gerði líka auðlindamál að umtalsefni. Ekki hafi tekist að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Maður spyr sig hvers vegna stjórnarflokkarnir hafa ekki staðið við það loforð að kalla inn kvótann," sagði hún. Þá gerði hún líka stöðu stjórnarskrármálsins að umtalsefni og sagði að aldrei í sögunni hefðu niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu verið hundsaðar. „Munum hverjir stóðu að slíku," sagði Margrét. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Augljóst er á ummælum þingmanna í eldhúsdagsumræðum, sem fram fóru í kvöld að kosningar eru á næsta leyti. Vísir hlustaði á leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur í pontu og gerði skattaumhverfið að umtalsefni. „Skattar eru of háir og of flóknir. Það er 1501 dagur frá því að þessi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tók við. Á þeim tíma hefur hún gert hátt í 200 breytingar á skattkerfinu. Hækkað skatta, aukið flækjustig og lagt á ný gjöld," sagði Bjarni Benediktsson. Hann gagnrýndi líka hversu lítil fjárfesting væri og hversu mikill slaki væri í efnahagslífinu. „Stöðnun og verðbólga er einhver sá versti kokteill sem hægt er að bjóða upp á," sagði hann. Engu að síður væri það sá kokteill sem ríkisstjórnin virtist ætla að bjóða upp á við lok þessa kjörtímabils. Hann sagði að það þyrfti að lækka skatta bæði á einstaklinga og atvinnulíf. Þegar horft væri til atvinnulífsins væri tryggingagjald efst á lista. „Vegna þess að tryggingagjaldið er ekkert annað en skattur á atvinnulífið fyrir það að ráða til sín fólk," sagði Bjarni.Þjóðinni forðað frá efnahagslegu hyldýpi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ræddi þann árangur sem hefði náðst á kjörtímabilinu. „Ríkisstjórnin forðaði þjóðinni frá efnahagslegu hyldýpi, varði þá sem lakast standa fyrir afleiðingum efnahagshrunsins, náði tökum á ríkisfjármálum og innsiglaði margháttaða sigra í baráttunni fyrir jöfnum tækifærum, borgararéttindum og jafnrétti," sagði Árni Páll. Hann gerði líka gjaldmiðlamál að umfjöllunarefni og sagði að kostnaðurinn við krónuna næmi á hverju ári fimmföldum rekstrarkostnaði Landspítalans. Þá vakti hann athygli á orðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem skrifaði grein í Fréttablaðið í dag um að fyrirtækið gæti ekki búið við núverandi rekstrarskilyrði. „Þetta fyrirtæki hefur verið í fararbroddi á heimsvísu og iðnmenntun og verkþekking í landinu á engan glæsilegri fulltrúa. Viljum við missa það og önnur slík úr landi?," spurði Árni Páll.Raunhæfar lausnir í stað stjórnlyndis eða frjálshyggju Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að hvorki stjórnlyndi né frjálshyggja væru lausn við öllum vanda sem steðjaði að. Leita þyrfti raunhæfra lausna sem byggja á rökhyggju til þess að leysa þann vanda sem fyrir lægi hverju sinni. Sigmundur Davíð sagði að allir í samfélaginu væru sammála um markmiðið. „Við erum öll sammála um að við þurfum að byggja upp mannsæmandi samfélag þar sem allir geta lifað mannsæmandi lífi og enginn fellur í gegnum öryggisnetið," sagði Sigmundur Davíð. Hann talaði um að verkefnið á næsta kjörtímabili væri að fást við skuldamál heimilannna. Það þyrfti að þora að taka ákvarðanir til að leysa það verkefni.Mikilvægt að bæta orðræðuna Katrín Jakobsdóttir formaður VG benti á að við síðustu kosningar hafi hún sagt að skattar yrðu hækkaði og laun lækkuð. Ummælin hafi ekki fallið í góðan jarðveg. „En staðreyndin er sú að það er alltaf betra að fara í sérhvern leiðangur með raunhæft mat á stöðunni," sagði Katrín. En hún benti á að aðstæður væru betri núna en þær hefðu verið fyrir fjórum árum. Ekki yrði vikið framhjá þeim árangri sem hafi náðst við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármálum á síðustu fjórum árum. Þá sagði Katrín að mikilvægt væri að breyta orðræðunni í íslenskum stjórnmálum. Þetta hafi hún sagt fyrst þegar hún hafi verið kjörin á þing. En ekki lengur.Mistókst að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að hún myndi bjóða sig fram í næstu kosningum undir merkjum Dögunar. Hún sagði í ræðu sinni að kjör lífeyrisþegar hefðu verið rýrð á þessu kjörtímabili á meðan meira hefði verið hugsað um að verja hag fjármagnseigenda. Nefndi hún Dróma meðal annars í því skyni Margrét gerði líka auðlindamál að umtalsefni. Ekki hafi tekist að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Maður spyr sig hvers vegna stjórnarflokkarnir hafa ekki staðið við það loforð að kalla inn kvótann," sagði hún. Þá gerði hún líka stöðu stjórnarskrármálsins að umtalsefni og sagði að aldrei í sögunni hefðu niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu verið hundsaðar. „Munum hverjir stóðu að slíku," sagði Margrét.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira