Innlent

Sýning náttúruminja árið 2014

Svavar Hávarðsson skrifar
Margrét Hallgrímsdóttir, safnstjóri NÍ, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra auk þeirra Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, við undirritun í gær.
Margrét Hallgrímsdóttir, safnstjóri NÍ, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra auk þeirra Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, við undirritun í gær.
Grunnsýning Náttúruminjasafns Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014. Það var staðfest með undirritun leigusamnings á aðstöðu í Perlunni í gær. Leigusamningurinn er til fimmtán ára og ársleigan er áttatíu milljónir króna.

Efnt verður til samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar í húsinu á næstunni. Eins er ráðning nýs forstöðumanns við safnið fram undan, sem mun leiða mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin.

Uppbygging grunnsýningar Náttúruminjasafnsins er liður í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og er gert ráð fyrir að 500 milljónum króna verði varið til hönnunar og uppsetningar á sýningunni og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni.

Í tilkynningu segir að sýningunni sé ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, vera mikilvæg fyrir náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að því mikla fræðsluefni sem er í öðrum vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Þá er ótalið mikilvægi slíkrar sýningar í ferðaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×