Innlent

Mikill kostnaður fyrir OR ef flugvöllur er byggður á Hólmsheiði

Orkuveita Reykjavíkur (OR) þyrfti að leggja í mikinn kostnað við að færa hluta heitavatnsleiðslunnar frá Nesjavöllum til borgarinnar, ef ráðist yrði í að leggja nýjan innanlandsflugvöll á Hólmsheiði, ofan við Geitháls.

Það helgast af því að flugbrautir myndu liggja yfir það svæði, sem leiðslan liggur núna um. Eins og við greindum frá í gær þyrfti Landsnet að leggja í nokkurra milljrað króna kostnað við að flytja spennivirkið á Hómsheiði eitthavð annað, ef flugvöllurinn yrði lagður þarna, auk þess sem flytja þyrfti mörg háspennumöstur úr stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×