Innlent

Pétur hitti páfann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Pétursson prófessor í guðfræði,.
Pétur Pétursson prófessor í guðfræði,.
Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, er staddur í Róm og hann snæddi morgunverð með Bergoglio kardinála þann 1. mars síðastliðinn, en Bergolio var kjörinn páfi í gær. „Nýi páfinn er einn látlausasti og ljúfasti maður sem ég hef hitt og ég trúi því að heilagur andi hafi haft áhrif á þetta val," sagði Pétur þegar tilkynnt hafði verið um valið í gær. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fagnar kjöri páfans í pistli á vefsíðu Biskupsstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×