Innlent

Hætta útgerð ef ekkert breytist

Svavar Hávarðsson skrifar
Hjörtur Gíslason, stjórnarformaður Ögurvíkur, segir einsýnt að verði ekki gerðar breytingar á álagningu veiðigjalda muni fyrirtæki hans ekki hafa rekstrargrundvöll til framtíðar. Álagning veiðigjalda fyrir árið 2010 tók allan hagnað fyrirtækisins það ár og 22 milljónum betur.

„Skatturinn mun knésetja okkur. Ef þetta módel verður keyrt svona áfram er ljóst að mörg félög heltast úr lestinni,“ segir Hjörtur í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Georg Gísli Andersen, framkvæmdastjóri Valafells í Ólafsvík, vék að þessu atriði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á dögunum. Hann tíundaði fleiri dæmi um það sem Hjörtur lýsir og benti enn fremur á að þegar lögin um veiðigjöld yrðu komin að fullu til framkvæmda myndi gjaldið hækka verulega, jafnvel um helming. Til marks um óvissuna sem væri til staðar gæti enginn reiknað hækkunina út enn sem komið væri, sagði Georg Gísli. Hann segir afleiðingar svo mikillar gjaldtöku og óvissu leiða til uppsagna og minni fjárfestinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×