Vilja að réttarhöldum í Tyrklandi verði flýtt Brjánn Jónasson skrifar 14. mars 2013 06:00 Ferðalagið í Tyrklandi hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Davíð Örn og fjölskyldu hans. Hér er hann við rómverskar rústir í Tyrklandi ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur, sambýliskonu sinni. Íslenskur starfsmaður sendiráðs Íslands í Danmörku er nú kominn til Antalya í Tyrklandi þar sem Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um tilraun til smygls á fornmunum. Aðstoðarmaður ræðismanns Íslands í Ankara í Tyrklandi fékk að hitta Davíð í fangelsinu. Þá hefur lögmaður á hans vegum reynt að þrýsta á um að réttarhöldum í máli hans verði flýtt. Vonir standa til þess að Davíð verði látinn laus gegn tryggingu eftir að málið verður dómtekið. Dómurinn ákvað á föstudag að halda Davíð í varðhaldi þar sem miklar líkur voru taldar á því að hann hafi af yfirlögðu ráði ætlað að smygla steini sem fannst í farangri hans úr landi. Davíð var á leið frá Tyrklandi á föstudag ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur sambýliskonu sinni þegar tollverðir fundu steininn, sem nú hefur verið staðfest að er fornmunur sem ólöglegt er að flytja úr landi. Davíð og Þóra segja að steinninn hafi verið keyptur í góðri trú sem minjagripur á ferðamannamarkaði. Í þýddri lögregluskýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur kemur fram að Davíð neiti því ekki að hafa verið með steininn í farangri sínum, en honum hafi ekki komið til hugar að ólöglegt væri að flytja hann úr landi. „Ef ég hefði vitað að þetta væri ólöglegt hefði ég aldrei keypt steininn,“ er haft eftir Davíð í skýrslunni. Þar kemur fram að hann hafi greitt 30 evrur fyrir steininn, sem er um 20 sentímetra hár marmarasteinn með einhvers konar útskurði. Samkvæmt skýrslunni er Davíð ekki grunaður um aðra glæpi en tilraun til að smygla fornminjum. Við því liggur ýmist 8 til 24 milljón króna sekt eða þriggja til tíu ára fangelsisvist samkvæmt tyrkneskum lögum. Sendiráðunautur við sendiráð Íslands í Danmörku flaug til Tyrklands í gærmorgun til að hitta Davíð. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að starfsmaðurinn muni að öllum líkindum heimsækja Davíð í fangelsið í dag. Til stóð að hann hitti lögmann sem unnið hefur fyrir Davíð í Antalya í gærkvöldi. Þá mun hann einnig eiga fund með fulltrúa saksóknara sem fer með málið til að fá upplýsingar um stöðu þess. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Íslenskur starfsmaður sendiráðs Íslands í Danmörku er nú kominn til Antalya í Tyrklandi þar sem Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um tilraun til smygls á fornmunum. Aðstoðarmaður ræðismanns Íslands í Ankara í Tyrklandi fékk að hitta Davíð í fangelsinu. Þá hefur lögmaður á hans vegum reynt að þrýsta á um að réttarhöldum í máli hans verði flýtt. Vonir standa til þess að Davíð verði látinn laus gegn tryggingu eftir að málið verður dómtekið. Dómurinn ákvað á föstudag að halda Davíð í varðhaldi þar sem miklar líkur voru taldar á því að hann hafi af yfirlögðu ráði ætlað að smygla steini sem fannst í farangri hans úr landi. Davíð var á leið frá Tyrklandi á föstudag ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur sambýliskonu sinni þegar tollverðir fundu steininn, sem nú hefur verið staðfest að er fornmunur sem ólöglegt er að flytja úr landi. Davíð og Þóra segja að steinninn hafi verið keyptur í góðri trú sem minjagripur á ferðamannamarkaði. Í þýddri lögregluskýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur kemur fram að Davíð neiti því ekki að hafa verið með steininn í farangri sínum, en honum hafi ekki komið til hugar að ólöglegt væri að flytja hann úr landi. „Ef ég hefði vitað að þetta væri ólöglegt hefði ég aldrei keypt steininn,“ er haft eftir Davíð í skýrslunni. Þar kemur fram að hann hafi greitt 30 evrur fyrir steininn, sem er um 20 sentímetra hár marmarasteinn með einhvers konar útskurði. Samkvæmt skýrslunni er Davíð ekki grunaður um aðra glæpi en tilraun til að smygla fornminjum. Við því liggur ýmist 8 til 24 milljón króna sekt eða þriggja til tíu ára fangelsisvist samkvæmt tyrkneskum lögum. Sendiráðunautur við sendiráð Íslands í Danmörku flaug til Tyrklands í gærmorgun til að hitta Davíð. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að starfsmaðurinn muni að öllum líkindum heimsækja Davíð í fangelsið í dag. Til stóð að hann hitti lögmann sem unnið hefur fyrir Davíð í Antalya í gærkvöldi. Þá mun hann einnig eiga fund með fulltrúa saksóknara sem fer með málið til að fá upplýsingar um stöðu þess.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira