Vaxandi steraneysla fólks sem fer á Vog 14. mars 2013 06:00 Tollgæslan lagði á fyrstu tveimur mánuðum ársins hald á rúmlega tvöfalt meira magn stera en allt síðasta ár. Tollgæslan lagði á fyrstu tveimur mánuðum ársins hald á rúmlega tvöfalt meira magn stera en allt síðasta ár. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Leifsstöð, segist óttast að aukningin endurspegli meiri notkun efnanna í samfélaginu. „Við teljum að þetta sé vaxandi vandamál og við sjáum ýmsar vísbendingar sem benda til þess. Okkur hefur fundist vera stígandi í þessu frá seinni hluta síðasta árs," segir Kári. Sterarnir berast að sögn Kára til landsins eftir hefðbundnum smyglleiðum. Efnin séu ýmist send með pósti eða vörusendingum. Einnig sé þekkt að þau séu falin í ferðatöskum eða fólk hafi þau innan klæða. „Það getur verið að efnin séu flutt í vörugámum og skipum líka en við höfum þá ekki verið að ná þeim. Okkur grunar að það sé ekki verið að fara neinar óhefðbundnar leiðir. Þetta kemur bara eins og annað smygl til landsins," segir Kári. Til þess að bregðast við þessari aukningu segir Kári tollayfirvöld sífellt leita leiða til að stemma stigu við innflutningi efna. „Við erum stöðugt að skoða okkar vinnubrögð og við leggjum mikla áherslu núna á að ná þessari tegund efna," segir hann. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, segir sífellt fleiri á Vogi hafa misnotað stera. Steranotkun sé yfirleitt tengd neyslu örvandi fíkniefna. „Þessir ungu menn sem nota örvandi efni eru líka á sterum og því koma þeir ekki hingað eingöngu út af þeim. Fólk þarf ekki að leggjast inn á sjúkrahús og fara í afeitrun út af sterunum," segir hún. Að sögn Valgerðar misnotar fólk ekki stera því þeir séu líkamlega ávanabindandi. Oft sé neyslan partur af útlitsdýrkun. Sjálfstraust aukist til muna. „Sterar eru allt öðruvísi efni en ávanabindandi fíkniefni. Það er engin fíkn sem fylgir sterum, heldur notar fólk þetta til þess að verða stærra og tilfinningin er sú að því finnst það verða öflugra og fá meira sjálfstraust. En aðalástæðan fyrir því að fólk notar þetta er til þess að stækka og þá er það bara að hugsa um útlitið. Þetta er bara útlitsdýrkun. Fólk vill fá vöðva og það á sem stystum tíma," segir Valgerður Rúnarsdóttir. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Tollgæslan lagði á fyrstu tveimur mánuðum ársins hald á rúmlega tvöfalt meira magn stera en allt síðasta ár. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Leifsstöð, segist óttast að aukningin endurspegli meiri notkun efnanna í samfélaginu. „Við teljum að þetta sé vaxandi vandamál og við sjáum ýmsar vísbendingar sem benda til þess. Okkur hefur fundist vera stígandi í þessu frá seinni hluta síðasta árs," segir Kári. Sterarnir berast að sögn Kára til landsins eftir hefðbundnum smyglleiðum. Efnin séu ýmist send með pósti eða vörusendingum. Einnig sé þekkt að þau séu falin í ferðatöskum eða fólk hafi þau innan klæða. „Það getur verið að efnin séu flutt í vörugámum og skipum líka en við höfum þá ekki verið að ná þeim. Okkur grunar að það sé ekki verið að fara neinar óhefðbundnar leiðir. Þetta kemur bara eins og annað smygl til landsins," segir Kári. Til þess að bregðast við þessari aukningu segir Kári tollayfirvöld sífellt leita leiða til að stemma stigu við innflutningi efna. „Við erum stöðugt að skoða okkar vinnubrögð og við leggjum mikla áherslu núna á að ná þessari tegund efna," segir hann. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, segir sífellt fleiri á Vogi hafa misnotað stera. Steranotkun sé yfirleitt tengd neyslu örvandi fíkniefna. „Þessir ungu menn sem nota örvandi efni eru líka á sterum og því koma þeir ekki hingað eingöngu út af þeim. Fólk þarf ekki að leggjast inn á sjúkrahús og fara í afeitrun út af sterunum," segir hún. Að sögn Valgerðar misnotar fólk ekki stera því þeir séu líkamlega ávanabindandi. Oft sé neyslan partur af útlitsdýrkun. Sjálfstraust aukist til muna. „Sterar eru allt öðruvísi efni en ávanabindandi fíkniefni. Það er engin fíkn sem fylgir sterum, heldur notar fólk þetta til þess að verða stærra og tilfinningin er sú að því finnst það verða öflugra og fá meira sjálfstraust. En aðalástæðan fyrir því að fólk notar þetta er til þess að stækka og þá er það bara að hugsa um útlitið. Þetta er bara útlitsdýrkun. Fólk vill fá vöðva og það á sem stystum tíma," segir Valgerður Rúnarsdóttir.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira