Innlent

Feministafélagið fagnar 10 ára afmæli

Þorgerður Einarsdóttir var leiðbenaindi Karenar Ástu Kristjánsdóttur og Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur við gerð verkefnisins.
Þorgerður Einarsdóttir var leiðbenaindi Karenar Ástu Kristjánsdóttur og Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur við gerð verkefnisins.
Femínistafélag Íslands fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni tíu góðra og afkastamikilla ára heldur félagið afmælisfagnað þann 14. mars, sem er afmælisdagur félagsins.

Til að undirstrika mikilvægi félagsins og feminískrar baráttu fær Kvennasögusafn Íslands afhenta sögu félagsins og gögn tengd henni. Sagan var skrásett af Karen Ástu Kristjánsdóttir og Rósu Björk Bergþórsdóttur undir handleiðslu Þorgerðar Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2012. Afhending verksins, „Femínistafélag Íslands 2003-2013" fer fram klukkan 17 á Kvennasögusafni Íslands á Þjóðarbókhlöðu. Af þvi tilefni munu núverandi talskona Femínistafélagsins Steinunn Rögnvaldsdóttir og fyrsta talskona félagsins, Katrín Anna Guðmundsdóttir segja nokkur orð.

Um kvöldið stendur Femínistafélagið í samstarfi við MARK, Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við HÍ, fyrir málþingi á Háskólatorgi undir yfirskriftinni „Á sömu bylgjulengd?" um tíðaranda og sögu kvenréttindabaráttu og femínisma á Íslandi, og að því loknu verða tónleikar í Stúdentakjallaranum þar sem að tónlistarkonurnar Lay Low og Adda troða upp. Ókeypis aðgangur og öll velkomin á bæði málþingið og tónleikana en hátíðahöldin eru styrkt af Hlaðvarpanum. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins, www.feministinn.is.

Afmælisdagskrá FÍ hófst 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, og lýkur með sögusýningu sem byggir á verkefninu „Femínistafélag Íslands 2003-2013" í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×