Innlent

Með fíkniefni á hraðferð

Maðurinn var stöðvaður í Öxnadal.
Maðurinn var stöðvaður í Öxnadal.
Lögreglan á Akureyri stöðvaði bíl í Öxnadal aðfaranótt miðvikudagsins sem ekið var á rúmlega 130 kílómetra hraða á leið til Akureyrar.

Í bílnum var maður á þrítugsaldri og unglingspiltur. Maðurinn var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Engin fíkniefni fundust þó í bílnum en við leit á vettvangi fannst taska með 200 grömmum af maríjúana og 50 grömmum af amfetamíni sem maðurinn hafði náð að kasta úr bifreiðinni.

Maðurinn játaði við yfirheyrslu að eiga efnin og hafa verið að koma úr innkaupferð til Reykjavíkur að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×