Innlent

Skrifað undir leigusamning um Perluna í dag

Skrifað var undir samning um leigu á aðstöðu í Perlunni í dag klukkan þrjú. Með því hefur Náttúruminjasafn Íslands fengið varanlegt húsnæði.

Grunnsýning Náttúruminjasafns Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014. Sýningunni er ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, vera mikilvæg fyrir náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að því mikla fræðsluefni sem er í öðrum vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins.

Menntamálaráðuneytið telur að náttúrusýningar séu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og séu víðast hvar meðal fjölsóttustu ferðamannastaða. Sýningin muni því styrkja upplifun ferðamanna af íslenskri náttúru. Perlan sé spennandi kostur fyrir slíka sýningu enda ein mest áberandi bygging í borgarlandslaginu með útsýni til allra átta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×