Innlent

Tvær milljónir barna þurfa hjálp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börnin í Sýrlandi eiga sannarlega bágt.
Börnin í Sýrlandi eiga sannarlega bágt.
Átökin í Sýrlandi hafa umbreyst í borgarastríð sem hefur sett milljónir sýrlenskra barna í bráða hættu. Meira en 940 þúsund manns hafa flúið Sýrland sem flóttamenn samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna, sem Barnaheill vísar til. Innan landamæranna þurfa fjórar milljónir neyðaraðstoð, þar af hafa 2,5 milljónir flúið heimili sín. Börn eru að minnsta kosti 52% þeirra sem þurfa á hjálp að halda.

Börnin eiga á hættu sjúkdóma, dauða og misnotkun og eru vitni að hryllilegum atburðum. Mannúðarstarf skiptir miklu máli og er nauðsynlegt til að hjálpa sýrlenskum börnum og fjölskyldum þeirra að komast af.

Frá því hjálparstarf Save the Children hófst á svæðinu fyrir tæpum tveimur árum, hafa samtökin hjálpað 250 þúsund manns. Save the Children halda áfram að veita neyðaraðstoð og stefna á að hafa náð til 787 þúsund manns fyrir árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×