Fleiri fréttir

Fjörkippur í loðnuveiðunum eftir kvótaukningu

Mikill fjörkippur er enn og aftur hlaupinn í loðnuveiðarnar eftir atvinnuvegaráðherra jók loðnukvótann um 120 þúsund tonn í gær á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar.

Sést til grútarblautra arna í Kolgrafafirði

Náttúrustofa Vesturlands hefur fengið nokkrar tilkynningar um grútarblauta haferni í og við Kolgrafafjörð. Ekki er hægt að ná fuglunum þar sem þeir geta enn flogið. Allt að þrjátíu ernir eru á svæðinu af aðeins tæplega 300 fugla arnarstofni.

Stakk mann og var sleppt eftir játningu

Tveir piltar, sautján til átján ára, lentu í átökum í miðbæ Vestmannaeyja á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags sem lyktaði með því að annar þeirra stakk hinn með vasahníf.

Má krefjast skattframtals

Fjölskylduhjálp Íslands er heimilt að krefja þá sem leita matarstoðar hjá félaginu um afrit af skattframtali.

Munntóbakið valdi hrinu krabbameina

Krabbameinslæknir óttast að afleiðingar munntóbaksnotkunar ungmenna muni koma fram síðar í aukinni tíðni alvarlegra krabbameina hjá fólki á besta aldri. Umræðan nú sé eins og tíðkaðist um sígarettur fyrir þrjátíu árum.

Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn

Langþráð síðdegissólin skein loks á verönd Þóreyjar Þórðardóttur í Víðihvammi í Kópavogi þegar hálfrar aldar grenitré voru söguð niður eftir dóm Hæstaréttar.

Markmiðið hlýtur að vera að dæla upp olíu

Umhverfisráðherra sem og þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem til máls tóku lýstu efasemdum um olíuleit í þingumræðum í dag um Drekasvæðið. Einar K. Guðfinnsson, sem hóf umræðuna, spurði atvinnuvegaráðherra hvert markmiðið væri með olíuleitinni sem búið væri að leyfa. Steingrímur J. Sigfússon svaraði að markmiðið væri að kanna hvort líkur væru á að olíu eða gas væri að finna í vinnanlegu magni á íslenska landgrunninu. Formaður Framsóknarflokksins benti á að ráðherrann viðurkenndi ekki að markmiðið með sérleyfunum væri olíuvinnsla. "Þá hlýtur auðvitað markmiðið að vera það, ef slíkar lindir finnast, að fara að dæla upp olíunni og gasinu. Og það hlýtur að vera hægt að viðurkenna það."

Hlakkar til að faðma dætur sínar

Guðmundur Felix Grétarsson er til umfjöllunar á vefsíðu fréttastofunnar Reuters, en hann bíður nú eftir að komast í handaágræðslu í Frakklandi.

Hjúkrunarfræðingar fá tveggja daga frest

Frestur sem hjúkrunarfræðingum var gefinn til að draga uppsagnir sínar til baka var framlengdur til fimmtudags. Fundi hjúkrunarfræðinga með viðsemjendum sínum, sem fram fór í kvöld, hefur verið frestað til morguns. Dragi hjúkrunarfræðingarnir til baka uppsagnir sínar í tæka tíð munu þeir fá eingreiðslu upp á allt að 30 þúsund krónur fyrir þrjá mánuði.

„Við ætlum að lækka skatta“

"Það skiptir svo miklu máli að fá ný störf. Ekki bara fyrir hagsæld heimilanna heldur líka fyrir ríkissjóð,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Ákæruliðum vísað frá gegn manninum sem ætlaði að flytja inn í Ráðherrabústaðinn

Hæstiréttur Íslands staðfesti frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá þremur ákæruliðum af fjórum gegn karlmanni sem var ákærður fyrir að brjótast inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu árið 2011. Ástæðan er sú að frestur til þess að kæra manninn var liðinn nema í síðasta tilvikinu, sem var ágúst árið 2011.

Lögreglan lýsir eftir Piotr

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Piotr Burzykowski, 24 ára. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Piotr, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Tvær látnar eftir skotárás vestanhafs

Tvær konur létust í skotárás við dómshúsið í bænum Wilmington í Delaware fyrir stundu. Maður vopnaður byssu lést af skotskári skömmu síðar.

Nýr páfi valinn fyrir páska

Búist er við því að nýr páfi verði kjörinn fyrir páska. Þessar upplýsingar hefur BBC fréttastofan frá Vatíkaninu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Benedikt sextándi tilkynnt að hann muni segja af sér, en hann ætlar að hætta í lok febrúar. Páskadagur er síðasti dagurinn í mars.

Þarf að greiða 20 þúsund þökk sé einu símtali

Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði tvo ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Í báðum tilvikum var um að ræða ökumenn sem óku um götur Ísafjarðar.

Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun.

Fleiri ánægðir með störf forsetans

Almenningur er ánægðari með störf forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, samkvæmt nýjustu könnun MMR. Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að ánægjan jókst töluvert í kjölfar niðurstöðunnar í Icesave-málinu.

Yfir 80% hafa farið á námskeið í skyndihjálp

Tæplega 83 prósent hafa farið á námskeið í skyndihjálp, þar af tæplega 31 prósent á síðustu þremur árum. Tæplega fimmtungur hefur aldrei sótt námskeið í skyndihjálp. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Rauða krossinn í janúar. Niðurstöðurnar eru birtar í dag í tilefni af 112 deginum. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að þeir sem hafa farið á námskeið í skyndihjálp treysta sér miklu fremur en aðrir til að veita bráðveikum eða alvarlega slösuðum skyndihjálp. Það á sérstaklega við um þá sem hafa farið á námskeið á síðustu þremur árum.

Ísland í dag: Hingað koma börn sem geta ekki búið heima hjá mömmu og pabba

Um 350 börn eru í fóstri á Íslandi í dag, börn sem af einhverjum ástæðum geta ekki búið heima hjá mömmu og pabba og þau eru frá 0-18 ára. Það reynist eflaust mörgum erfitt að skilja að á okkar litla landi séu börn sem eiga enga aðstandendur sem geta annast þau, en það gerist. Og hvað þá? Við kynnum okkur Vistheimilið á Laugarásvegi í Íslandi í dag í kvöld.

Fékk svikapóst sendan frá póstfangi danska skattsins

Ung kona fékk bréf frá danska skattinum í morgun þar sem því var lofað hún fengi 25 þúsund íslenskar krónur endurgreiddar frá danska ríkinu. "Ég hélt að þetta væri svona tax refund,“ segir konan sem Vísir ræddi við en hún segist hafa farið til Danmerkur í helgarferð fyrir allnokkru og tengdi því póstinn við þá ferð.

Teknir með þrjú kíló af amfetamíni - Földu það í dós með barnamat

Tveir karlmenn á fertugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á smygli á þremur kílóum af amfetamíni til landsins. Tollgæslan stöðvaði för mannanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni með sér.

Eðlilegar aðstæður miðað við árstíma

Myndband sem tekið var úr lofti af öldugangi við Landeyjahöfn í síðustu viku vakti töluverða athygli. Forsvarsmenn Siglingastofnunar segja um eðlilegar aðstæður að ræða miðað við árstíma.

Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um síldardauðann

Síldardauðinn í Kolgrafafirði verður til umfjöllunar í Umhverfis- og samgöngunefnd í dag. Fulltrúar frá Hafrannsóknarstofnun og Umhverfisstofnun munu sitja fundinn. Hátt í fimmtíu þúsund tonn af síld drapst í firðinum, fyrst í desember á síðasta ári og aftur nú í febrúar. Niðurstöður úr rannsóknum Hafró benda til þess að súrefnisskortur hafi verið banamein síldarinnar.

Kvennaathvarfið flutt

Á laugardaginn flutti Kvennaathvarfið í nýtt hús sem keypt var og endurbætt fyrir gjafa- og söfnunarfé. Lengi hafði verið stefnt að flutningum en gamla húsið við Hverfisgötuna var fyrir nokkru hætt að rúma starfsemina á viðunandi hátt samkvæmt tilkynningu frá Kvennaathvarfinu.

Skartgripum stolið úr heimahúsi

Skartgripum og öðrum munum, að heildarverðmæti á aðra milljón króna, var stolið í innbroti í heimahús á Suðurnesjum á dögunum. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu spennt upp glugga á húsnæðinu sem snéri út að svölum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Húsráðandi kom að útidyrahurðinni ólæstri og grunaði þá þegar að ekki væri allt með felldu. Það fékk hann staðfest þegar inn var komið.

Biophilia fékk Grammy-verðlaunin fyrir hönnun

Biophilia, plata Bjarkar, fékk bandarísku Grammy-verðlaunin í nótt fyrir hönnun. Það voru þeir Michael Amzalag og Mathias Augstyniak sem fengu verðlaunin fyrir hönnunina.

Vilja byggja nýjar laugar í Fossvogi og Vatnsmýri

Útilaug við Sundhöllina ætti að rísa á næsta ári og hverfislaug fyrir Grafarholt og Úlfarsárdal árið 2015. Fjórar laugar til viðbótar ætti að byggja í borginni á næstu ellefu árum. Þetta er tillaga þverpólitísks starfshóps á vegum borgarinnar um framtíðarsýn sundlauganna í Reykjavík, sem skilað hefur skýrslu um málið.

Björn bíður eftir Elsu, og Elsa eftir Birni

„Við erum bara að bíða,“ sagði Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gærkvöld. „Við erum búin að spila út því sem við höfum og það er ekki tilboð heldur er þetta það sem við höfum í höndunum. Við höfum ekki úr meiru að spila.“

Ekki frétt af neinum sem beit á

Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið blekkjast af svikapósti sem barst á íslensk netpóstföng fyrir helgi, undir formerkjum Símans. Það segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, í samtali við Fréttablaðið.

Númerslausir bílar hrannast upp

Fjöldi númerslausra bíla er íbúum fjölbýlishúsa við Írabakka 2 til 34 þyrnir í augum. Íbúi sem samband hafði við blaðið segir ekkert gerast þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan hjá borgaryfirvöldum og lögreglu. Bílarnir hafi flestir verið óhreyfðir í stæðum fjölbýlishúsanna síðan í nóvember síðastliðnum og á þá hefur verið límdur viðvörunarmiði frá lögreglu.

Hæð 13 vekur ýmist upp stolt eða ugg

Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði.

Vilja hýsa erlenda leikmenn á Hlíðarenda

Knattspyrnufélagið Valur vill fá að byggja þúsund fermetra viðbyggingu við mannvirki sín á Hlíðarenda. Félagið hefur sent beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar.

Ákveðinn hluti hættir sama hvað býðst

Dæmi eru um hjúkrunarfræðinga sem ekki ætla að snúa aftur til starfa á Landspítalanum sama hvað kemur út úr viðleitni til að bæta kjör þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir