Hæð 13 vekur ýmist upp stolt eða ugg Stígur Helgason skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Í þessu húsi tekur fjórtánda hæðin við af þeirri tólftu. fréttablaðið/Anton Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira