Innlent

Amfetamíni smyglað í dósum

Amfetamín Tveir menn sæta gæsluvarðhaldi vegna smygls á amfetamíni.
Amfetamín Tveir menn sæta gæsluvarðhaldi vegna smygls á amfetamíni.
Lögreglumál Tveir pólskir menn á fertugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi fyrir smygl á samtals þremur kílóum af amfetamíni til landsins í janúar.

Fyrri maðurinn kom til landsins í byrjun janúar. Tollverðir í Leifsstöð grunuðu hann um að vera með fíkniefni meðferðis og við leit í farangri hans komu í ljós um tvö kíló af amfetamíni, sem falin voru í dósum undan barnamjólkurdufti, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sá síðari kom hingað 29. janúar og í farangri hans fannst um eitt kíló af amfetamíni, sem hafði verið komið fyrir í niðursuðudósum undan matvælum.

Mennirnir eru báðir pólskir og voru að koma hingað í fyrsta sinn. Þeir tengjast ekki að öðru leyti. Þeir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan málin komu upp og mun það renna út á miðvikudag. Þá verður farið fram á framlengingu þess.

Þriðji maðurinn var handtekinn vegna fyrra málsins í janúar en látinn laus að loknum yfirheyrslum. Málin eru enn í rannsókn. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×