„Við ætlum að lækka skatta“ 11. febrúar 2013 18:20 Bjarni gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og segir of langt hafa verið gengið í skattahækkunum. Mynd/Anton „Það skiptir svo miklu máli að fá ný störf. Ekki bara fyrir hagsæld heimilanna heldur líka fyrir ríkissjóð," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bjarni gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði of langt hafa verið gengið í skattahækkunum. „Þessi ríkisstjórn hefur gengið allt of langt í að hækka skatta, álögur og gjöld, bæði á fyrirtæki og almenning. Þá segir Bjarni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið kolröng. „Bæði hafa menn verið að verja háum fjárhæðum í verkefni sem hafa ekki verið til þess fallin að auka hagsæld hér í þessu þjóðfélagi, og síðan hafa menn líka verið að þvælast fyrir málum sem virka í þá átt." Bjarni segir mikilvægast að skapa ný störf og segir fimm þúsund ný störf geta bætt stöðu ríkissjóðs um tuttugu milljarða. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum allt þetta kjörtímabil verið að hamra á mikilvægi þess að hérna yrði hagvöxtur, kæmu ný störf, fjárfestingar, menn létu af árásum á sjávarútveginn, væru með skynsama orkunýtingarstefnu og væru ekki að þvælast fyrir ferðaþjónustunni í landinu." Bjarni segir nauðsynlegt að koma til móts við þarfir heimilanna í gegnum skattkerfið og að bæta verði stöðu fyrirtækjanna í landinu svo hægt sé að gera betur við launamenn. „Og já, við ætlum að lækka skatta. Við trúum því að það sé ein af aðgerðunum sem þarf að grípa til til þess að auka umsvif og örva hagkerfið." Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Það skiptir svo miklu máli að fá ný störf. Ekki bara fyrir hagsæld heimilanna heldur líka fyrir ríkissjóð," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bjarni gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði of langt hafa verið gengið í skattahækkunum. „Þessi ríkisstjórn hefur gengið allt of langt í að hækka skatta, álögur og gjöld, bæði á fyrirtæki og almenning. Þá segir Bjarni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið kolröng. „Bæði hafa menn verið að verja háum fjárhæðum í verkefni sem hafa ekki verið til þess fallin að auka hagsæld hér í þessu þjóðfélagi, og síðan hafa menn líka verið að þvælast fyrir málum sem virka í þá átt." Bjarni segir mikilvægast að skapa ný störf og segir fimm þúsund ný störf geta bætt stöðu ríkissjóðs um tuttugu milljarða. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum allt þetta kjörtímabil verið að hamra á mikilvægi þess að hérna yrði hagvöxtur, kæmu ný störf, fjárfestingar, menn létu af árásum á sjávarútveginn, væru með skynsama orkunýtingarstefnu og væru ekki að þvælast fyrir ferðaþjónustunni í landinu." Bjarni segir nauðsynlegt að koma til móts við þarfir heimilanna í gegnum skattkerfið og að bæta verði stöðu fyrirtækjanna í landinu svo hægt sé að gera betur við launamenn. „Og já, við ætlum að lækka skatta. Við trúum því að það sé ein af aðgerðunum sem þarf að grípa til til þess að auka umsvif og örva hagkerfið."
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira