Þarf að greiða 20 þúsund þökk sé einu símtali 11. febrúar 2013 14:14 Skipverjar komust í hann krappan í síðustu viku þegar brotstjór skall á þeim. Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði tvo ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Í báðum tilvikum var um að ræða ökumenn sem óku um götur Ísafjarðar. Annar ökumaðurinn stöðvaði ekki við stöðvunarskyldu og má hann því búast við sektum vegna tveggja umferðarlagabrota, eða alls kr. 20.000 auk tveggja punkta í ökuferilskrá. Dýrt símtal það. Þá var fékk fiskibátur á sig brotsjó í mynni Ísafjarðardjúps í síðustu viku. Rúður brotnuðu í stýrishúsi og siglingatæki hættu að virka. Þrír voru í áhöfn bátsins en þá sakaði ekki. Skipstjóra tókst að stýra bátnum heilu og höldnu til hafnar í Bolungarvík samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Tvær tilkynningar bárust lögreglunni í síðustu viku vegna eignaspjalla sem unnin voru á jafnmörgum bifreiðum. Önnur þeirra stóð mannlaus við Traðarland í Bolungarvík þann 8. febrúar síðastliðinn. Atvikið gæti hafa gerst aðfaranótt 9. janúar. Svo virðist sem grjóti hafi verið kastað í bifreiðina, sem er svört Mazda. Í hinu tilvikinu var um að ræða ljósgráa Chryslerbifreið sem stóð mannlaus á bryggjunni skammt frá Pollgötu á Ísafirði milli kl.02:00 og 03:00 aðfaranótt 10. febrúar sl. En svo virðist sem einhver hafi beyglað bifreiðina á tveimur stöðum. Þeir sem hafa einhverja vitneskju um þessi eignaspjöll eru hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma: 450 3730. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði tvo ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Í báðum tilvikum var um að ræða ökumenn sem óku um götur Ísafjarðar. Annar ökumaðurinn stöðvaði ekki við stöðvunarskyldu og má hann því búast við sektum vegna tveggja umferðarlagabrota, eða alls kr. 20.000 auk tveggja punkta í ökuferilskrá. Dýrt símtal það. Þá var fékk fiskibátur á sig brotsjó í mynni Ísafjarðardjúps í síðustu viku. Rúður brotnuðu í stýrishúsi og siglingatæki hættu að virka. Þrír voru í áhöfn bátsins en þá sakaði ekki. Skipstjóra tókst að stýra bátnum heilu og höldnu til hafnar í Bolungarvík samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Tvær tilkynningar bárust lögreglunni í síðustu viku vegna eignaspjalla sem unnin voru á jafnmörgum bifreiðum. Önnur þeirra stóð mannlaus við Traðarland í Bolungarvík þann 8. febrúar síðastliðinn. Atvikið gæti hafa gerst aðfaranótt 9. janúar. Svo virðist sem grjóti hafi verið kastað í bifreiðina, sem er svört Mazda. Í hinu tilvikinu var um að ræða ljósgráa Chryslerbifreið sem stóð mannlaus á bryggjunni skammt frá Pollgötu á Ísafirði milli kl.02:00 og 03:00 aðfaranótt 10. febrúar sl. En svo virðist sem einhver hafi beyglað bifreiðina á tveimur stöðum. Þeir sem hafa einhverja vitneskju um þessi eignaspjöll eru hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma: 450 3730.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira