"Eins og þruma úr heiðskíru lofti" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2013 16:07 Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, segir fréttir af afsögn Benedikts páfa hafa komið á óvart. Óhætt er að segja að afsögn Benedikts páfa hafi komið fólki um allan heim að óvörum. Páfi hafði ekki látið af störfum í um sex hundruð ár þegar Benedikt sextándi tilkynnti að hann myndi láta af störfum undir lok mánaðarins. „Fréttin kemur í dag einnig til Íslands eins og þruma úr heiðskíru lofti," segir í tilkynningu frá Pétri Bürcher Reykjavíkurbiskup. Biskup vísar í yfirlýsingu páfans frá því fyrr í dag þar sem fram kemur hve erfitt sé fyrir páfa að sinna starfi til heilla fyrir kirkjuna. „Eftir að hafa hvað eftir annað skoðað samvisku sína frammi fyrir Guði, hafi hann tekið ákvörðun sína af algjörlega frjálsum vilja og kirkjunni til heilla," hefur biskup úr ræðu páfans til kardinálanna í Róm. Biskup og kaþólskir menn þakka hinum heilaga Föður fyrir þjónustu hans í embætti heilags Péturs, innta af hendi af sterkri trú öllum til fyrirmyndar. Þeir taka undir orð Benedikts XVI páfa sjálfs: „og nú, látum oss fela heilaga kirkju í umsjá æðsta prests vors, Drottins vors Jesú Krists, og ákalla heilaga Maríu, móður hans, svo að hún aðstoði kardínálana með móðurlegri umhyggju sinni við að kjósa nýjan páfa." Tengdar fréttir Nýr páfi valinn fyrir páska Búist er við því að nýr páfi verði kjörinn fyrir páska. Þessar upplýsingar hefur BBC fréttastofan frá Vatíkaninu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Benedikt sextándi tilkynnt að hann muni segja af sér, en hann ætlar að hætta í lok febrúar. Páskadagur er síðasti dagurinn í mars. 11. febrúar 2013 15:17 Benedikt sextándi segir af sér Benedikt sextándi páfi ætlar að segja af sér embætti. Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Hann ætlar að hætta þann 28. febrúar næstkomandi. 11. febrúar 2013 11:00 Strangar reglur um val á páfa Þegar Benedikt páfi lætur af störfum þann 28. febrúar þarf að huga að því að velja nýjan leiðtoga fyrir 1,2 milljarða kaþólikka um heim allan. 11. febrúar 2013 14:23 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, segir fréttir af afsögn Benedikts páfa hafa komið á óvart. Óhætt er að segja að afsögn Benedikts páfa hafi komið fólki um allan heim að óvörum. Páfi hafði ekki látið af störfum í um sex hundruð ár þegar Benedikt sextándi tilkynnti að hann myndi láta af störfum undir lok mánaðarins. „Fréttin kemur í dag einnig til Íslands eins og þruma úr heiðskíru lofti," segir í tilkynningu frá Pétri Bürcher Reykjavíkurbiskup. Biskup vísar í yfirlýsingu páfans frá því fyrr í dag þar sem fram kemur hve erfitt sé fyrir páfa að sinna starfi til heilla fyrir kirkjuna. „Eftir að hafa hvað eftir annað skoðað samvisku sína frammi fyrir Guði, hafi hann tekið ákvörðun sína af algjörlega frjálsum vilja og kirkjunni til heilla," hefur biskup úr ræðu páfans til kardinálanna í Róm. Biskup og kaþólskir menn þakka hinum heilaga Föður fyrir þjónustu hans í embætti heilags Péturs, innta af hendi af sterkri trú öllum til fyrirmyndar. Þeir taka undir orð Benedikts XVI páfa sjálfs: „og nú, látum oss fela heilaga kirkju í umsjá æðsta prests vors, Drottins vors Jesú Krists, og ákalla heilaga Maríu, móður hans, svo að hún aðstoði kardínálana með móðurlegri umhyggju sinni við að kjósa nýjan páfa."
Tengdar fréttir Nýr páfi valinn fyrir páska Búist er við því að nýr páfi verði kjörinn fyrir páska. Þessar upplýsingar hefur BBC fréttastofan frá Vatíkaninu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Benedikt sextándi tilkynnt að hann muni segja af sér, en hann ætlar að hætta í lok febrúar. Páskadagur er síðasti dagurinn í mars. 11. febrúar 2013 15:17 Benedikt sextándi segir af sér Benedikt sextándi páfi ætlar að segja af sér embætti. Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Hann ætlar að hætta þann 28. febrúar næstkomandi. 11. febrúar 2013 11:00 Strangar reglur um val á páfa Þegar Benedikt páfi lætur af störfum þann 28. febrúar þarf að huga að því að velja nýjan leiðtoga fyrir 1,2 milljarða kaþólikka um heim allan. 11. febrúar 2013 14:23 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Nýr páfi valinn fyrir páska Búist er við því að nýr páfi verði kjörinn fyrir páska. Þessar upplýsingar hefur BBC fréttastofan frá Vatíkaninu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Benedikt sextándi tilkynnt að hann muni segja af sér, en hann ætlar að hætta í lok febrúar. Páskadagur er síðasti dagurinn í mars. 11. febrúar 2013 15:17
Benedikt sextándi segir af sér Benedikt sextándi páfi ætlar að segja af sér embætti. Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Hann ætlar að hætta þann 28. febrúar næstkomandi. 11. febrúar 2013 11:00
Strangar reglur um val á páfa Þegar Benedikt páfi lætur af störfum þann 28. febrúar þarf að huga að því að velja nýjan leiðtoga fyrir 1,2 milljarða kaþólikka um heim allan. 11. febrúar 2013 14:23