Eðlilegar aðstæður miðað við árstíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2013 10:33 Mynd/Óskar Pétur Friðriksson Myndband sem tekið var úr lofti af öldugangi við Landeyjahöfn í síðustu viku vakti töluverða athygli. Forsvarsmenn Siglingastofnunar segja um eðlilegar aðstæður að ræða miðað við árstíma. Ekki hefur verið siglt á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja síðan 9. desember. Síðan þá hefur Herjólfur siglt á milli Eyja og Þorlákshafnar eins og skipið gerði áður en Landeyjahöfn var tekin í gagnið í maí 2011. Upphaflega var gert ráð fyrir því að nýtt og minna skip en Herjólfur myndi flytja farþega á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Kaupum á nýju skipi hefur þó verið frestað um óákveðinn tíma en frestunin er ein afleiðing fjármálahrunsins haustið 2008. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, vakti upp þá spurningu hvort minna skip ætti erindi sem erfiði í aðstæðum líkt og þeim sem sjást á myndbandinu. Í svari frá Siglingastofnun segir að aðstæðurnar á myndbandinu séu eðlilegar miðað við árstíma. Ekki sé gert ráð fyrir siglingum í Landeyjahöfn ef ölduhæð fari yfir 3,5 metra. Ölduhæð í Landeyjahöfn var um fjórir metrar daginn sem myndbandið var tekið samkvæmt Eyjafréttum. Áætlað er að dýpkun í Landeyjahöfn muni hefjast í mars og muni vinda fram eftir því sem aðstæður leyfi. Því má reikna með að a.m.k. fjögurra mánaða hlé verði á siglingum í Landeyjahöfn í ár. Forsvarsmenn Siglingastofnunar segja Herjólf henta illa í aðstæðum í Landeyjahöfn, sérstaklega yfir veturinn. Sú spurning vaknar hversu oft megi reikna með því að fella þurfi niður ferðir á milli Eyja og Landeyjahafnar með tilkomu nýs og minna skips. „Farið hefur verið yfir öldugögn frá 2003 til desember 2012. Samkvæmt þeim þá má ætla að jafnaði 10 daga ári falli ferðir niður og í um 30 daga til viðbótar falli að a.m.k. 1 ferð eða fleiri niður." Því má gera ráð fyrir að röskun verði á siglingum minna skips um 40 daga á ári. Það er þó töluvert minni röskun en orðið hefur í vetur sem verður væntanlega ekki minni en 120 dagar. Þó kemur fram í svari Siglingastofnunar að minna skip gæti einnig siglt til Þorlákshafnar væru aðstæður í Landeyjahöfn erfiðar. Tengdar fréttir Öldurnar í Landeyjahöfn festar á filmu Herjólfur hefur ekki siglt frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja síðan 9. desember. Myndband, sem Guðmundur Alfreðsson áhugaflugmaður tók úr vél sinni í gær, sýnir aðstæður í Landeyjahöfn í gær. 5. febrúar 2013 18:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Myndband sem tekið var úr lofti af öldugangi við Landeyjahöfn í síðustu viku vakti töluverða athygli. Forsvarsmenn Siglingastofnunar segja um eðlilegar aðstæður að ræða miðað við árstíma. Ekki hefur verið siglt á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja síðan 9. desember. Síðan þá hefur Herjólfur siglt á milli Eyja og Þorlákshafnar eins og skipið gerði áður en Landeyjahöfn var tekin í gagnið í maí 2011. Upphaflega var gert ráð fyrir því að nýtt og minna skip en Herjólfur myndi flytja farþega á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Kaupum á nýju skipi hefur þó verið frestað um óákveðinn tíma en frestunin er ein afleiðing fjármálahrunsins haustið 2008. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, vakti upp þá spurningu hvort minna skip ætti erindi sem erfiði í aðstæðum líkt og þeim sem sjást á myndbandinu. Í svari frá Siglingastofnun segir að aðstæðurnar á myndbandinu séu eðlilegar miðað við árstíma. Ekki sé gert ráð fyrir siglingum í Landeyjahöfn ef ölduhæð fari yfir 3,5 metra. Ölduhæð í Landeyjahöfn var um fjórir metrar daginn sem myndbandið var tekið samkvæmt Eyjafréttum. Áætlað er að dýpkun í Landeyjahöfn muni hefjast í mars og muni vinda fram eftir því sem aðstæður leyfi. Því má reikna með að a.m.k. fjögurra mánaða hlé verði á siglingum í Landeyjahöfn í ár. Forsvarsmenn Siglingastofnunar segja Herjólf henta illa í aðstæðum í Landeyjahöfn, sérstaklega yfir veturinn. Sú spurning vaknar hversu oft megi reikna með því að fella þurfi niður ferðir á milli Eyja og Landeyjahafnar með tilkomu nýs og minna skips. „Farið hefur verið yfir öldugögn frá 2003 til desember 2012. Samkvæmt þeim þá má ætla að jafnaði 10 daga ári falli ferðir niður og í um 30 daga til viðbótar falli að a.m.k. 1 ferð eða fleiri niður." Því má gera ráð fyrir að röskun verði á siglingum minna skips um 40 daga á ári. Það er þó töluvert minni röskun en orðið hefur í vetur sem verður væntanlega ekki minni en 120 dagar. Þó kemur fram í svari Siglingastofnunar að minna skip gæti einnig siglt til Þorlákshafnar væru aðstæður í Landeyjahöfn erfiðar.
Tengdar fréttir Öldurnar í Landeyjahöfn festar á filmu Herjólfur hefur ekki siglt frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja síðan 9. desember. Myndband, sem Guðmundur Alfreðsson áhugaflugmaður tók úr vél sinni í gær, sýnir aðstæður í Landeyjahöfn í gær. 5. febrúar 2013 18:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Öldurnar í Landeyjahöfn festar á filmu Herjólfur hefur ekki siglt frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja síðan 9. desember. Myndband, sem Guðmundur Alfreðsson áhugaflugmaður tók úr vél sinni í gær, sýnir aðstæður í Landeyjahöfn í gær. 5. febrúar 2013 18:33