Sést til grútarblautra arna í Kolgrafafirði Svavar Hávarðsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Tveir grútarblautir hafernir sáust nálægt Kolgrafafirði í gær. Um helgina sást til tveggja, ef ekki þriggja, hafarna sem var eins ástatt um. Nokkuð hefur sést af fugli af öðrum tegundum í Kolgrafafirði. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, segir að hafernirnir sem sáust í gær hafi verið flögrandi um við vestanverðan Grundarfjörð og í Hraunsfirði. Allir eiga þeir ernir sem hafa sést grútarblautir til þessa það sameiginlegt að vera rétt svo fleygir og því ómögulegt að ná þeim, að sögn Róberts. Hvort um sömu fuglana sé að ræða og sáust um helgina treystir Róbert sér ekki til að meta. „En það er svolítið langt á milli þeirra til þess." Hversu margir ernir séu þegar grútarblautir treystir Róbert sér ekki til að meta, en hann telur að bíða verði í nokkra daga áður en hægt verður að ná þessum tilteknu fuglum. Starfsmenn NV fara í könnunarleiðangur í dag, en unnið er eftir eftirlitsáætlun stjórnvalda þar sem gert er ráð fyrir að NV fari ekki sjaldnar en á fimm daga fresti til að fylgjast með fuglalífinu í Kolgrafafirði þar sem yfir 50 þúsund tonn af síld hafa drepist síðan í desember. Þúsundir tonna af grút eru á fjörum auk nýdauðrar síldar. Á meðan þetta ástand varir eru líkur á því að fugl fari í grútinn margfaldar á við það sem annars væri. Sést hefur til annarra tegunda fugla sem hafa lent í grútnum, til dæmis æðarfugl. En Róbert segir ljóst að starfsmenn NV muni einbeita sér að því að finna og bjarga haförnum sem hafa lent í grútnum. Slíkt ráðist einfaldlega af því hversu sjaldgæfur fuglinn er hér á landi og því hvað stofninn er viðkvæmur fyrir áföllum þess vegna. Róbert telur að í tíu kílómetra radíus í kringum Kolgrafafjörð séu ekki færri en 25 til 30 hafernir, sem sé verulegt áhyggjuefni. „Þeir voru tíu í botni Kolgrafafjarðar á laugardaginn. Þetta er það sem maður óttaðist, og maður nær þeim ekki fyrr en þeir eru orðnir aðframkomnir. Því er allt eins möguleiki á að þeir finnist dauðir," segir Róbert. Vitað er um 65 verpandi arnarpör hér á landi, en heildarfjöldi er ekki vitaður af nákvæmni. Þó má telja líklegt að stofninn telji nálægt 300 fugla í heildina. „Þess vegna verður að segjast að hver fugl sé mjög dýrmætur," segir Róbert. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Tveir grútarblautir hafernir sáust nálægt Kolgrafafirði í gær. Um helgina sást til tveggja, ef ekki þriggja, hafarna sem var eins ástatt um. Nokkuð hefur sést af fugli af öðrum tegundum í Kolgrafafirði. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, segir að hafernirnir sem sáust í gær hafi verið flögrandi um við vestanverðan Grundarfjörð og í Hraunsfirði. Allir eiga þeir ernir sem hafa sést grútarblautir til þessa það sameiginlegt að vera rétt svo fleygir og því ómögulegt að ná þeim, að sögn Róberts. Hvort um sömu fuglana sé að ræða og sáust um helgina treystir Róbert sér ekki til að meta. „En það er svolítið langt á milli þeirra til þess." Hversu margir ernir séu þegar grútarblautir treystir Róbert sér ekki til að meta, en hann telur að bíða verði í nokkra daga áður en hægt verður að ná þessum tilteknu fuglum. Starfsmenn NV fara í könnunarleiðangur í dag, en unnið er eftir eftirlitsáætlun stjórnvalda þar sem gert er ráð fyrir að NV fari ekki sjaldnar en á fimm daga fresti til að fylgjast með fuglalífinu í Kolgrafafirði þar sem yfir 50 þúsund tonn af síld hafa drepist síðan í desember. Þúsundir tonna af grút eru á fjörum auk nýdauðrar síldar. Á meðan þetta ástand varir eru líkur á því að fugl fari í grútinn margfaldar á við það sem annars væri. Sést hefur til annarra tegunda fugla sem hafa lent í grútnum, til dæmis æðarfugl. En Róbert segir ljóst að starfsmenn NV muni einbeita sér að því að finna og bjarga haförnum sem hafa lent í grútnum. Slíkt ráðist einfaldlega af því hversu sjaldgæfur fuglinn er hér á landi og því hvað stofninn er viðkvæmur fyrir áföllum þess vegna. Róbert telur að í tíu kílómetra radíus í kringum Kolgrafafjörð séu ekki færri en 25 til 30 hafernir, sem sé verulegt áhyggjuefni. „Þeir voru tíu í botni Kolgrafafjarðar á laugardaginn. Þetta er það sem maður óttaðist, og maður nær þeim ekki fyrr en þeir eru orðnir aðframkomnir. Því er allt eins möguleiki á að þeir finnist dauðir," segir Róbert. Vitað er um 65 verpandi arnarpör hér á landi, en heildarfjöldi er ekki vitaður af nákvæmni. Þó má telja líklegt að stofninn telji nálægt 300 fugla í heildina. „Þess vegna verður að segjast að hver fugl sé mjög dýrmætur," segir Róbert.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira