Fleiri fréttir

Jesus og tólf aðrir fá ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að þrettán einstaklingar fái ríkisborgararétt fyrir vorið, en 36 umsóknir um ríkisborgararétt bárust. Frumvarpi allsherjar- og menntamálanefndar til laga um veitingu ríkisborgararéttar var dreift á Alþingi í gær.

Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu

Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir.

Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti

"Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein).

Fimmtungur á ónýtum dekkjum

Fimmtungur bíla sem kom á tjónaskoðunarstöð VÍS var á dekkjum sem voru of slitin til að hægt væri að aka á þeim. Dýpt mynstursins var innan við 1,6 millimetrar. 101 bíll kom í tjónaskoðunarstöð VÍS fyrstu átta vikur ársins. Þar af reyndust 13% á sumardekkjum, 28% á negldum dekkjum og 59% á vetrar- eða heilsársdekkjum.

Njósnabíll við Njarðvíkurhöfn

Bíll með falinni myndavél hefur undanfarna daga staðið við Njarðvíkurhöfn. Bíllinn er á vegum Fiskistofu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu til að fylgjast með löndun í höfninni.

Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka

Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.

Fær tæpar tvær milljónir í bætur vegna gæsluvarðhalds og farbanns

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í dag til þess að greiða konu rétt tæplega tvær milljónir króna í bætur vegna gæsluvarðhalds og farbanns sem konan þurfti að þola eftir að hún var handtekin ásamt annarri konu við komuna hingað til lands með Norrænu í júní árið 2010.

Vissu af viðvörun almannavarna þegar þeir óku að Landmannalaugum

"Hann vissi af veðurspá og vatnavöxtum, en það var ekkert af veðrinu þennan dag,“ segir Björn Hróarsson, eigandi ferðafyrirtækisins Extreme Iceland, en ökumaður fyrirtækisins komst í hann krappan í fyrradag þegar hann festi bíl sinn í straumharðri á nærri Landmannalaugum.

Brjóstaskorur bannaðar á unglingaballi

"Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu.

Ekki vitað hvað orsakaði truflun í lokaaðflugi

Eitt af þremur vökvaaflskerfum flugvélar Icelandair bilaði þegar flugvélin hóf lækkun á flugi inn til Keflavíkurflugvallar í gærkvöldi. Unnið var eftir gátlista þegar þetta atvik kom upp.

Russell Crowe ræddi Íslandsdvöl við Jay Leno

Íslandsvinurinn Russell Crowe varð upprifinn yfir fegurð Íslands þegar hann var hér við tökur á myndinni Noah í sumar. Hann segir þó að það hafi verið erfitt að búa hérna. Þetta sagði hann í samtali við spjallþáttastjórnandann Jay Leno þegar hann ræddi við hann í gærkvöld. "Ísland er erfiður staður að búa á. Þegar sumarið er gott, þýðir það að það hafa verið fleiri en 10 sólardagar. Og veðrið getur breyst í einni svipan,“ sagði Crowe.

Undrabarn varð yngsti stórmeistari heims

Kínverska skákundrið Wei Yi tryggði sér þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli eftir áttundu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu á mánudagskvöld. Wei Yi, sem er aðeins 13 ára gamall, er því yngsti stórmeistari heims í dag. Wei Yi varð jafnframt fjórði yngsti stórmeistari allra tíma, þegar næststigahæsti keppandi mótsins, stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave frá Frakklandi, gaf skák sína eftir mikla baráttu við undrabarnið.

Tíu þúsund kindahræ látin rotna á fjöllum

Talið er að hátt í tíu þúsund fjár hafi drepist í óveðrinu á Norðausturlandi í september. Engar áætlanir eru um að farga hræjunum. Bagalegt fyrir ferðaþjónustuna, segir heilbrigðisfulltrúi. Lítil hætta á smitsjúkdómum, segir dýralæknir hjá MAST.

Ólafur Ragnar hitti Hollande

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með Francois Hollande, forseta Frakklands í Elysée-höll í París í gær. Ræddu þeir meðal annars aukna samvinnu þjóða á norðurslóðum, nýtingu hreinnar orku, glímuna við fjármálakreppuna í Evrópu og reynslu Íslendinga á undanförnum árum.

Slæmar horfur í skíðabrekkum

Hlýindi og vatnsveður undanfarna daga hafa ekki farið vel með skíðafæri í nágrenni höfuðborgarinnar. Lokað hefur verið í brekkunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Gríðarlegt magn af snjó er sagt horfið úr brekkunum og margar lyftur dottnar út.

Sér umferðarljós fyrir hjól

Reykjavíkurborg hefur sett upp sérstök umferðarljós fyrir hjólafólk á sex stöðum á nýrri hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám. Fyrstu ljósin verða gangsett í dag en þau eru yfir Sæbrautina við Súðavog og eru umferðarstýrð.

Mokveiði við Vestmannaeyjar

"Þetta er bara kapphlaup við tímann núna. Það skiptir bara máli að ná sem mestu,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á loðnuskipinu Álsey VE 2. Álsey var á leið til Þórshafnar í gærkvöld eftir góða veiði undanfarna daga við Vestmannaeyjar. Alls voru ellefu loðnuskip að veiðum á svæðinu í gærkvöld.

Landspítalinn kærður vegna samskipta

Fyrirtækið Logaland ehf. hefur kært innkaupadeild Landspítalans (LSH) til Samkeppniseftirlitsins vegna vinnubragða í innkaupum á heilbrigðisvörum. Ástæðan er tölvupóstssamskipti LSH við fyrirtækið Hátækni, þar sem verð samkeppnisaðilans er borið saman við verð Hátækni og eru forsvarsmenn Hátækni beðnir um lækka verðið til að LSH kaupi af þeim.

Vatn að sjatna í ám á Suður og Vesturlandi

Nú er vatni farið að sjatna í flestum ám á Suður og Vesturlandi. Til dæmis efst í Hvítá á Suðurlandi, en það er enn mjög mikið rennsli neðan til í henni eða þar sem hún skiptir um nafn og heitir Ölfusá.

Reyndi að ná hassolíu við lögreglustöðina á Selfossi

Ung kona, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi, féllst á að lögregla leitaði að fíkniefnum í bíl hennar. En þegar komið var að lögreglustöðini tókst henni að kasta út skammti af hassolíu, án þess að lögregla tæki eftir.

Rannsókn hafin á biluninni í þotu Icelandair

Rannsóknanefnd flugslysa hefur þegar hafið rannsókn á því hvað olli bilun í vökvaknúnum stjórnbúnaði Icelandair þotu skömmu fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, sem olli því að neyðarástandi var lýst yfir á vellinum, samkvæmt nýrri flugslysaáætlun.

Kemur verst niður á þeim efnaminnstu

Þingmaður segir gjöld og skatta á innfluttar vörur koma verst niður á þeim efnaminnstu, sem ekki hafi efni á að ferðast til útlanda og njóta þess tollfrelsis sem það felur í sér. Lægri gjöld og skattar muni efla verslun og atvinnulíf hér á landi.

Kvikasilfri sagt stríð á hendur

Fulltrúar 140 ríkja skrifuðu í janúar síðastliðnum undir alþjóðlegan samning um að draga úr notkun kvikasilfurs, og þá jafnframt losun þess út í umhverfið. Samningurinn heitir eftir japönsku borginni Minamata, þar sem þúsundir manna urðu fyrir alvarlegri eitrun vegna losunar kvikasilfurs með frárennsli frá efnaverksmiðju.

Hleranir styggja verjendur

Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir.

Gefur borginni sextán styttur

Embætti skipulagsfulltrúa segir ekkert mæla gegn því að Reykjavíkurborg þiggi að gjöf sextán höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar í Grafarvogi.

Hagnaður hjá Íslandspósti

Íslandspóstur hagnaðist um tæpar 53 milljónir króna á síðasta ári. Til samanburðar tapaði félagið 144 milljónum árið 2011 en hagnaðist um 93 milljónir árið 2010.

Danir vilja færa Markarfljót

Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs.

Vélin lent heilu og höldnu

Boeing 757 farþegaþota á vegum Icelandair nauðlenti á Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í kvöld. Lendingin heppnaðist vel en vandræðin má rekja til bilunar í stjórnbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var neyðarástandi lýst yfir og var viðbúnaður mikill.

Tímabært að opna gjörgæslu á geðdeild Landspítalans

Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn.

Auknar fjárveitingar til RÚV - "Skattheimta á að vera gegnsæ“

"Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis.

Komast hvorki lönd né strönd

Tuttugu og tveir íbúar eru einangraðir í bæjunum í Auðsholtshverfinu í Hrunmannahreppi vegna flóðs í Hvítá. Þá hefur rennsli Ölfusár meira en fjórfaldast.

Stór hluti máltíða fer í ruslið

Fjörutíu prósent af sjúkrahúsmáltíðum á Landspítala enda í ruslinu. Huga þarf betur að næringu inniliggjandi sjúklinga. Vannæring lengi verið þekkt vandamál meðal skurðsjúklinga, bæði erlendis og hérlendis.

Svavar Halldórsson hættur á RÚV

Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, er hættur störfum. Starfsmönnum var tilkynnt þetta í tölvupósti í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í póstinum að Svavar hætti að eigin ósk. Svavar hefur vakið töluverða athygli fyrir fréttir sínar, sem að stórum hluta hafa fjallað um viðskipti og stjórnmál.

Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna

"Ég hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna mína," segir leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis

Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu.

Vill tryggja áframhald á starfi fyrir fötluð ungmenni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að fjárveitingar til að standa straum af kostnaði við rekstur frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu dugi einungis til 10. maí næstkomandi.

Íbúar fastir vegna flóða - liggur á að æfa fyrir Hjónaballið

"Fólk fer ekkert að heiman eins og staðan er núna," segir Steinar Halldórsson bóndi í Auðholtshverfi í Hrunamannahreppi, en flóð í Hvítá hafa lokað íbúa hverfisins algjörlega inni eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Steinar segir þó íbúa pollrólega enda vanir öðru eins. Flóðið nú er ekkert í samanburði við flóðin árið 2006 sem ollu töluverðu raski.

Hundrað stöðubrot á landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Um helgina, á meðan landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna stöðubrota, en á sama tíma var ónotuð bílstæði að finna annars staðar á svæðinu. Talsvert var lagt á grasbala og graseyjar og er grasið sumstaðar illa farið, að sögn lögreglunnar.

Verkefnastjórn skilar skýrslu um eflingu græns hagkerfis

Verkefnastjórn undir forystu forsætisráðuneytisins, hefur skilað skýrslu um forgangsröðun verkefna sem sem miða að því marki að efla grænt hagkerfi á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að 26 af 50 tillögum, sem fram koma í samþykktri þingsályktunartillögu, verði settar í forgang á þessu ári að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Sjá næstu 50 fréttir