Innlent

Fimmtungur á ónýtum dekkjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimmtungur bíla sem kom á tjónaskoðunarstöð VÍS var á dekkjum sem voru of slitin til að hægt væri að aka á þeim. Dýpt mynstursins var innan við 1,6 millimetrar. 101 bíll kom í tjónaskoðunarstöð VÍS fyrstu átta vikur ársins. Þar af reyndust 13% á sumardekkjum, 28% á negldum dekkjum og 59% á vetrar- eða heilsársdekkjum.

Í janúar bárust VÍS yfir 100 tilkynningar um aftanákeyrslur. Bil á milli bíla, háll vegur, slæmt skyggni, athygli ökumanns, hraði og ástand dekkja eru allt þættir sem hafa sitt að segja í aftanákeyrslum. Á hálum vegi og í slæmu skyggni skapast ytri aðstæður sem krefjast þess að ekið sé af enn meiri varfærni en ella. Hinir þættirnir, bil á milli bíla, athygli, hraði og ástand dekkja eru aftur á móti alfarið undir ökumönnum komnir. Með góðum dekkjum, réttum loftþrýstingi og reglulegri tjöruhreinsun eykst öryggi dekkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×