Innlent

Brjóstaskorur bannaðar á unglingaballi

Boði Logason skrifa
Frá Samfésballi í Laugardalshöll.
Frá Samfésballi í Laugardalshöll. Mynd/365

"Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu.

Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum.

Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún.

Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta."

Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga."

Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð.

Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla.

Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.

Nánar á heimasíðu Samfés.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.