Innlent

Russell Crowe ræddi Íslandsdvöl við Jay Leno

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Russell Crowe og Patti Smith á tónleikum á Íslandi.
Russell Crowe og Patti Smith á tónleikum á Íslandi.
Íslandsvinurinn Russell Crowe varð upprifinn yfir fegurð Íslands þegar hann var hér við tökur á myndinni Noah í sumar. Hann segir þó að það hafi verið erfitt að búa hérna. Þetta sagði hann í samtali við spjallþáttastjórnandann Jay Leno á NBC í sjónvarpsstöðinni þegar hann ræddi við hann í gærkvöld. „Ísland er erfiður staður að búa á. Þegar sumarið er gott, þýðir það að það hafa verið fleiri en 10 sólardagar. Og veðrið getur breyst í einni svipan," sagði Crowe.

Russell Crowe vakti, eins og flestir muna, mikla athygli þegar hann bjó hérna á landinu í sumar. Hann bjó í einbýlishúsi í Fossvogi og gaf sig nokkrum sinnum að nágrönnum sínum þar. Þá var hann reglulegur gestur í World Class í Laugum og í Hafnarfirði og hélt þrenna tónleika á menningarnótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×