Innlent

Jesus og tólf aðrir fá ríkisborgararétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atkvæði um ríkisborgararéttinn verða greidd á Alþingi í vor.
Atkvæði um ríkisborgararéttinn verða greidd á Alþingi í vor.
Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að þrettán einstaklingar fái ríkisborgararétt fyrir vorið, en 36 umsóknir um ríkisborgararétt bárust. Frumvarpi allsherjar- og menntamálanefndar til laga um veitingu ríkisborgararéttar var dreift á Alþingi í gær.

Þeir sem munu fá ríkisborgararétt samkvæmt frumvarpinu, eru á aldrinum 28-94 ára og koma víða að. Þar á meðal eru Jesus Rodriguez Fernandez frá Spáni, Maksym Shklyarenko frá Rúmeníu og Zhyla Doshlaku frá Kósóvó. Þekktust þeirra sem fær ríkisborgararétt er hins vegar handknattleikskonan, Florentina Stanciu, sem getur vafalítið farið að spila handbolta með landsliðinu þegar hún fær ríkisborgararéttinn. 



Samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi munu eftirtaldir aðilar fá ríkisborgararétt:

1. Ali Hussein Aljazem, f. 1968 í Írak.

2. David Apia, f. 1981 í Líberíu.

3. Florentina Stanciu, f. 1982 í Rúmeníu.

4. Houda Seghaier, f. 1982 í Túnis.

5. Jesus Rodriguez Fernandez, f. 1976 á Spáni.

6. Khwanchira Khotsakha, f. 1971 í Taílandi.

7. Mahmoud Hassan, f. 1985 í Líbanon.

8. Maksym Shklyarenko, f. 1980 í Úkraínu.

9. Mehmed Feizulahu, f. 1938 í Kósóvó.

10. Nanthipha Shangraksa, f. 1953 í Taílandi.

11. Seher Özcan, f. 1984 í Tyrklandi.

12. Tafil Zogaj, f. 1919 í Kósóvó.

13. Xhyla Doshlaku, f. 1920 í Kósóvó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×