Fleiri fréttir

Snjóbræðslan brátt í gagnið

Snjóbræðslukerfi sem lagt var undir Klapparstíg í nýafstöðnum endurbótum á milli Laugavegar og Hverfisgötu verður tengt öðru hvoru megin við helgina.

Slökkviliðið kallað út 2.306 sinnum

Slökkvilið Akureyrar var kallað út 2.306 sinnum á nýliðnu ári. Það er um 8% fjölgun frá fyrra ári. 1.768 sinnum var liðið kallað út á sjúkrabílum á nýliðnu ári, en það er um 13% aukning frá fyrra ári.

Merki frá vita trufluðust

Svo virðist sem einhver hafi skotið úr riffli á Hólmsbergsvita við Helguvík fyrir skömmu. Að öllum líkindum var skotið á vitaljósið því merkjasendingar vitans trufluðust.

Tólf ára drengur töluvert brenndur eftir rokeldspýtur

Tólf ára drengur brenndist töluvert á hendi í gærkvöldi þegar heill stokkur af rokeldspýtum til að kveikja í flugeldum, fuðraði skyndilega upp í hendi hans við Þorláksgeisla í Reykjavík. Hann hlaut annars og þriðja stigs bruna og var fluttur á slysadeild.

Fimm skip komin á loðnumiðin norðaustur af landinu

Að minnsta kosti fimm loðnuskip eru haldin út til loðnuleitar og eru þau nú dreifð um svæði djúpt norðaustur af landinu. Ekki hafa enn borist fréttir af veiðum enn sem komið er, enda skipin ný komin á svæðið.

Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017

Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang.

Rafmagnslaust á Selfossi

Rafmagnslaust er á Selfossi þessa stundina. Vísir hefur ekki náð tali af Selfossveitum til þess að fá upplýsingar um ástæður rafmagnsleysis.

Grunaðir þjófar úrskurðaðir í farbann

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo pólska karlmenn í fjögurra vikna farbann, en þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi ásamt einum öðrum frá því 20. desember. Lögreglan fór ekki fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu en óskaði þess í stað tveir af þeim skyldu sæta farbanni.

Litháa vísað úr landi

Hæstiréttur staðfesti í dag ákvörðun innanríkisráðuneytisins um að litháískur karlmaður, búsettur hér á landi, skyldi framseldur til Litháen. Maðurinn er grunaður um að hafa dregið sér 865 evrur sem framkvæmdastjóri fyrirtækis og að hafa heimildarlaust tekið út af reikningi annars manns með bankakorti sem hann komst yfir. Slík brot sem maðurinn er grunaður um geta varðað allt að sex ára fangelsi hér á landi.

Segir Landspítalahugmyndina ekki tengjast fjármálum Kirkjunnar

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við þeirri hugmynd að Kirkjan hafi frumkvæði að söfnun fyrir tækjakaupum fyrir Landspítala Íslands. Þetta segir hún í tilefni orða Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarráðs í fréttum RÚV, að skrýtið væri að Kirkjan sem sækist eftir meira fé úr ríkissjóði vilji hrinda slíkri hugmynd í framkvæmd.

Kærir Skaupið meðal annars fyrir kynferðisbrot

Ástþór Magnússon hefur kært Pál Magnússon til lögreglu vegna síðasta áramótaskaups auk þess sem hann hefur kvartað til Fjölmiðlanefndar, meðal annars fyrir kynferðisbrot.

Meint brot lögreglumanna enn í rannsókn hjá Ríkissaksóknara

Rannsókn á máli tveggja fyrrverandi starfsmanna Sérstaks saksóknara, þeirra Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, stendur enn yfir. Hún er á lokastigi segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, sem fer með rannsókn málsins.

Hér dugar enginn "heimilskattaþvottur“

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir á bloggsíðu sinni að ástæðan fyrir löku gengi flokks hans í nýjum þjóðarpúlsi Gallups sé sú að forystumenn flokksins séu of hallir undir vegferð Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB.

Ísland heitasti og rómantískasti staðurinn á veturna

Hið heimsfræga tímarit Hello! segir að Ísland sé heitasti og rómantískasti áfangastaðurinn til að heimsækja á veturna. Í umfjöllun á vef tímaritsins segir að ef maður horfi út um glugga flugvélarinnar þegar maður lendir á Keflavíkurflugvelli sé auðséð hvers vegna mynd Tom Cruise, Oblivion, var tekin upp hér á landi í sumar. Þá segir að landslagið sé einstakt.

Ætla að skapa 210 störf í Hafnarfirði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu í dag samkomulag um framkvæmd átaksverkefnisins; Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verða alls til 210 störf og starfstengd vinnumarkaðsúrræði í bænum í tengslum við átakið.

Óvissustigi vegna snjóflóða aflýst

Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur aflýst óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum og Sunnanverðum Vestfjörðum.

Dómur um Icesave kveðinn upp 28. janúar

Dómurinn í Icesave málinu verður kveðinn upp þann 28. janúar næstkomandi í Luxemborg. Málflutningur fór fram í haust, en ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið stefndu Íslandi eftir ítrekaðar samningatilraunir.

Árborg fylgist grannt með uppblásna íþróttahúsinu

Formaður bæjarráðs Árborgar, Eyþór Arnalds, segir bæjaryfirvöld fylgjast grannt með uppblásna íþróttahúsinu í Hveragerði en bæjarráðið hefur verið skoðað það af alvöru að verða sér út um slíkt mannvirki samkvæmt frétt sunnlenska fréttavefsins dfs.is um málið.

Hefði mátt létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja meira

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir að það hefði mátt nýta svigrúm sem gafst með neyðarlögunum sem sett voru haustið 2008 til þess að létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja.

Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar

Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð.

Hættustigi aflýst á Ísafirði og í Önundarfirði

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóða sem sett var á í gær fyrir reiti 9 á Ísafirði og bæina Veðrará og Fremri-Breiðidal í Önundarfirði.

Of feitum börnum fækkar

Hlutfall sex ára barna yfir kjörþyngd er lægra nú en fyrir tíu árum. Offita barna almennt hefur ekki aukist. Meirihluti skólahjúkrunarfræðinga beitir sér þegar börn eru yfir kjörþyngd, samkvæmt nýrri rannsókn.

Alþingi hefur veitt 242 ríkisborgararétt

Tvisvar á ári veitir Alþingi einstaklingum undanþágu til ríkisborgararéttar. 39 fengu sitt í gegn fyrir jólafrí, en alls hafa 242 fengið ríkisborgararétt með þeim hætti á þessu kjörtímabili. Alþingismaður vill breyta þessu fyrirkomulagi.

Elduðu hátíðarmat á prímus í niðamyrkri

Íbúum Árneshrepps, einkum börnunum, var orðið býsna kalt eftir að hafa verið án rafmagns í þrjá og hálfan sólarhring. Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga segist varla muna eftir öðru eins í þrjá áratugi. Gamlar ljósavélar björguðu mörgum.

Rétt slapp úr stígvéli áður en stiginn át það

Móður tveggja ára stúlku tókst naumlega að losa dóttur sína úr stígvéli sem fest hafði í rúllustiga. Telpan hlaut minniháttar skrámur en haltrar eftir slysið. Vinnueftirlitið vottaði rúllustigann í nóvember, segir framkvæmdastjóri Fjarðar.

Metfjöldi túrista um áramótin

Fleiri erlendir ferðamenn dvöldust í Reykjavík um áramótin en áður hefur þekkst á þessum árstíma. Nánast öll hótel í borginni hafa verið full síðustu daga.

Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að eiga aðild að fjölda innbrota og þjófnaða úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri rennur út í dag.

Kvikmynd um WikiLeaks tekin upp hér

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum blaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða í Reykjavík og nágrenni.

Erill hjá lögreglunni í borginni í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt en um sexleytið var tilkynnt um að ölvaður maður væri að brjóta rúðu í íbúðarhúsnæði við Framnesveg.

Sjá næstu 50 fréttir