Hefði mátt létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja meira Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2013 09:58 Kjartan Gunnarsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir að það hefði mátt nýta svigrúm sem gafst með neyðarlögunum sem sett voru haustið 2008 til þess að létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja. „Þetta svigrúm var vannýtt og ég skil ekki af hverju," segir Kjartan í samtali við áramótablað Viðskiptablaðsins. „Líklega er það af hræðslu eða einhverju misskildu drenglyndi. Allir þessir aðilar voru að tapa gífurlegum fjárhæðum og margfalt þeim sem nam eignum þeirra í íslensku bönkunum. Þær eignir eru varla sjáanlegar í því hafi afskrifta og skulda sem verið er að takast á við um heim allan." Hann veltir því fyrir sér hvort hægt hefði verið að fara í einhverskonar hreina skuldarniðurfellingu strax eftir hrun. „Án þess að fara út í smáatriði þá var það einmitt að nokkru gert hjá atvinnulífinu," segir Kjartan. „Það er ekkert víst að 20% leiðin hafi verið sú vitlausasta leiðin sem var lögð til á sínum tíma, ég ætla þó ekki að gerast dómari í því. En ég get þó fullyrt að óvenjulegir tímar krefjast óvenjulegra aðferða. Við þurfum að vera reiðubúin til þess að beita óvenjulegum aðferðum, eins og við reyndar gerðum. Neyðarlögin voru í raun mjög ruddaleg aðgerð. Þau voru ekki aðgerð sem var nákvæmlega eftir textabókum hagfræðinnar eða alþjóðasamfélagsins. Þau voru nauðvörn þjóðar sem lent hafði í bæði ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum aðstæðum. Menn urðu að grípa til aðgerða og finna leiðir sem tóku mið af þessu. Framkvæmanlegar og praktískar lausnir. Ég held að það hafi ekkert þurft að bæta erlendum áhættufjárfestum upp tjón þeirra á Íslandi," sagði Kjartan Gunnarsson í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Kjartan sat, sem kunnugt er, í bankaráði Landsbankans þegar bankinn féll haustið 2008. Hann, líkt og svo margir aðrir, hefur hlotið ámæli fyrir að hafa tengst fjármálakerfinu við hrunið haustið 2008, í það minnsta í almennri umræðu. Það liggur því beint við að spyrja Kjartan hvernig sú umræða horfir við honum. „Bankahrunið haustið 2008 er auðvitað mjög leiðinleg minning og hún fer ekki svo auðveldlega frá manni," segir Kjartan að ígrunduðu máli í samtali við Viðskiptablaðið. Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir að það hefði mátt nýta svigrúm sem gafst með neyðarlögunum sem sett voru haustið 2008 til þess að létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja. „Þetta svigrúm var vannýtt og ég skil ekki af hverju," segir Kjartan í samtali við áramótablað Viðskiptablaðsins. „Líklega er það af hræðslu eða einhverju misskildu drenglyndi. Allir þessir aðilar voru að tapa gífurlegum fjárhæðum og margfalt þeim sem nam eignum þeirra í íslensku bönkunum. Þær eignir eru varla sjáanlegar í því hafi afskrifta og skulda sem verið er að takast á við um heim allan." Hann veltir því fyrir sér hvort hægt hefði verið að fara í einhverskonar hreina skuldarniðurfellingu strax eftir hrun. „Án þess að fara út í smáatriði þá var það einmitt að nokkru gert hjá atvinnulífinu," segir Kjartan. „Það er ekkert víst að 20% leiðin hafi verið sú vitlausasta leiðin sem var lögð til á sínum tíma, ég ætla þó ekki að gerast dómari í því. En ég get þó fullyrt að óvenjulegir tímar krefjast óvenjulegra aðferða. Við þurfum að vera reiðubúin til þess að beita óvenjulegum aðferðum, eins og við reyndar gerðum. Neyðarlögin voru í raun mjög ruddaleg aðgerð. Þau voru ekki aðgerð sem var nákvæmlega eftir textabókum hagfræðinnar eða alþjóðasamfélagsins. Þau voru nauðvörn þjóðar sem lent hafði í bæði ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum aðstæðum. Menn urðu að grípa til aðgerða og finna leiðir sem tóku mið af þessu. Framkvæmanlegar og praktískar lausnir. Ég held að það hafi ekkert þurft að bæta erlendum áhættufjárfestum upp tjón þeirra á Íslandi," sagði Kjartan Gunnarsson í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Kjartan sat, sem kunnugt er, í bankaráði Landsbankans þegar bankinn féll haustið 2008. Hann, líkt og svo margir aðrir, hefur hlotið ámæli fyrir að hafa tengst fjármálakerfinu við hrunið haustið 2008, í það minnsta í almennri umræðu. Það liggur því beint við að spyrja Kjartan hvernig sú umræða horfir við honum. „Bankahrunið haustið 2008 er auðvitað mjög leiðinleg minning og hún fer ekki svo auðveldlega frá manni," segir Kjartan að ígrunduðu máli í samtali við Viðskiptablaðið.
Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira