Ætla að skapa 210 störf í Hafnarfirði 3. janúar 2013 13:59 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu í dag samkomulag um framkvæmd átaksverkefnisins; Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verða alls til 210 störf og starfstengd vinnumarkaðsúrræði í bænum í tengslum við átakið. Í Hafnarfirði leggur bæjarfélagið til 63 störf og starfstengd vinnumarkaðsúrræði, almenni vinnumarkaðurinn 126 og ríkið 21. Í samkomulaginu er meðal annars kveðið á um ráðgjöf til atvinnuleitenda meðan á þátttöku þeirra í vinnumarkaðsúrræðum átaksverkefnisins stendur. Ein af forsendum samkomulagsins er að samstarf um þjónustu við ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem nýtur fjárhagsaðstoðar hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins verði efld. Þegar hafa verið undirritaðir samningar um sambærileg átaksverkefni í Reykjavík og á Akureyri. Gert er ráð fyrir að á landsvísu muni þjóðarátakið Vinna og virkni tryggja um 3.700 atvinnuleitendum tilboð um starfstengd vinnumarkaðsúrræði á þessu ári og byggist framkvæmdin á sameiginlegri viljayfirlýsingu velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, aðila vinnumarkaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnunar, VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Starfs vinnumiðlunar og ráðgjafar. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur 2,7 milljarða króna til átaksins sem miðar að því að öllum atvinnuleitendum sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu 1. september síðastliðnum til loka næsta árs, verði boðin vinna eða starfsendurhæfing árið 2013. Almenni vinnumarkaðurinn mun leggja til stærstan hluta þeirra starfa sem átakið felur í sér, eða 60%, sveitarfélögin 30% og ríkið 10%. Framlag Atvinnuleysistryggingasjóðs nýtist að mestu sem mótframlag til launa í sex mánuði fyrir þau störf sem til verða með átaksverkefninu en hluta fjárins verður varið til einstaklinga sem þurfa á atvinnutengdri endurhæfingu að halda. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu í dag samkomulag um framkvæmd átaksverkefnisins; Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verða alls til 210 störf og starfstengd vinnumarkaðsúrræði í bænum í tengslum við átakið. Í Hafnarfirði leggur bæjarfélagið til 63 störf og starfstengd vinnumarkaðsúrræði, almenni vinnumarkaðurinn 126 og ríkið 21. Í samkomulaginu er meðal annars kveðið á um ráðgjöf til atvinnuleitenda meðan á þátttöku þeirra í vinnumarkaðsúrræðum átaksverkefnisins stendur. Ein af forsendum samkomulagsins er að samstarf um þjónustu við ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem nýtur fjárhagsaðstoðar hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins verði efld. Þegar hafa verið undirritaðir samningar um sambærileg átaksverkefni í Reykjavík og á Akureyri. Gert er ráð fyrir að á landsvísu muni þjóðarátakið Vinna og virkni tryggja um 3.700 atvinnuleitendum tilboð um starfstengd vinnumarkaðsúrræði á þessu ári og byggist framkvæmdin á sameiginlegri viljayfirlýsingu velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, aðila vinnumarkaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnunar, VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Starfs vinnumiðlunar og ráðgjafar. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur 2,7 milljarða króna til átaksins sem miðar að því að öllum atvinnuleitendum sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu 1. september síðastliðnum til loka næsta árs, verði boðin vinna eða starfsendurhæfing árið 2013. Almenni vinnumarkaðurinn mun leggja til stærstan hluta þeirra starfa sem átakið felur í sér, eða 60%, sveitarfélögin 30% og ríkið 10%. Framlag Atvinnuleysistryggingasjóðs nýtist að mestu sem mótframlag til launa í sex mánuði fyrir þau störf sem til verða með átaksverkefninu en hluta fjárins verður varið til einstaklinga sem þurfa á atvinnutengdri endurhæfingu að halda.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira