Innlent

Árborg fylgist grannt með uppblásna íþróttahúsinu

Uppblásna íþróttahúsið hefur þótt hagnýt lausn á flóknu og dýru vandamáli.
Uppblásna íþróttahúsið hefur þótt hagnýt lausn á flóknu og dýru vandamáli.
Formaður bæjarráðs Árborgar, Eyþór Arnalds, segir bæjaryfirvöld fylgjast grannt með uppblásna íþróttahúsinu í Hveragerði en bæjarráðið hefur verið skoðað það af alvöru að verða sér út um slíkt mannvirki samkvæmt frétt sunnlenska fréttavefsins dfs.is um málið.

Þar kemur fram að bæjarráð hafi fjallað um málið frá ýmsum hliðum á síðasta fundi íþrótta- og tómstunanefndar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.

„Þetta hefur verið skoðað og til lengri tíma er horft til þess að byggja yfir við Engjaveg. Það hefur hins vegar ekki verið í forgangi hjá okkur en áherslan hefur verið að byggja upp útleikvanginn við Engjaveg," sagði Eyþór.

Hann bætir hinsvega við að ekki sé gert ráð fyrir fjármunum í uppblásið íþróttahús í fjárhagsáætlun Árborgar, „en við munum fylgjast náið með hvernig gengur í Hveragerði," bætti Eyþór við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×