Innlent

Segir Landspítalahugmyndina ekki tengjast fjármálum Kirkjunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við þeirri hugmynd að Kirkjan hafi frumkvæði að söfnun fyrir tækjakaupum fyrir Landspítala Íslands. Þetta segir hún í tilefni orða Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarráðs í fréttum RÚV, að skrýtið væri að Kirkjan sem sækist eftir meira fé úr ríkissjóði vilji hrinda slíkri hugmynd í framkvæmd.

„Við höfum fengið mikil og góð viðbrögð við þessari hugmynd. Við eigum öll að geta sameinast um að vilja byggja tækjakost Landsspítalans upp. Þjóðkirkjan vill leggja sitt af mörkum með söfnuninni, sem miðar að því að virkja samtakamátt þjóðarinnar í þágu góðs málefnis" segir Agnes á fésbókarsíðu biskups.

Hún segir að málið tengist ekki fjármálum kirkjunnar. „Það er vissulega þess virði að ræða þau mál, en við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman," segir hún. „Kjarni málsins er söfnunin fyrir tækjakosti Landsspítalans og hana viljum við setja hana í forgrunn," segir Agnes enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×