Fleiri fréttir Hnúfubakar gera loðnusjómönnum erfitt fyrir Stórir hnúfubakar í tuga- eða jafnvel hundraðtali gera loðnusjómönnum erfitt fyrir við veiðarnar og virðast hátækni hvalafælur hafa lítil sem engin áhrif á þá. 11.12.2012 11:47 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar á morgun Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna verða tilkynntar í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi á morgun klukkan fimm. Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna en þau eiga uppruna sinn að rekja til Góugleðinnar, bókmenntahátíðar kvenna, sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2007 að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöfundasambands Íslands. 11.12.2012 11:39 Rasistamálið í Smáralind: Rannsókn enn í fullum gangi Rannsókn lögreglunnar á kynþáttaníðsmáli í Smáralind í síðustu viku er enn í fullum gangi, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Stefnt er að því að ljúka málinu innan skamms. 11.12.2012 10:07 Fengu góðar undirtektir í Jay Leno Of Monsters and Men flutti lagið Mountain Sound þegar hljómsveitin kom fram í hinum feykivinsæla þætti Jay Leno á NBC sjónvarpsstöðinni í gær. Góður rómur var gerður að þeim og hrósaði Leno þeim mikið eftir sönginn og hér má sjá atriðið þeirra. 11.12.2012 09:13 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11.12.2012 08:15 Vill efla Fornminjasjóð í næstu fjárlögum Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill að Fornminjasjóður verði efldur í næstu fjárlögum. Ljóst sé að góðum umsóknum um styrki er varða fornleifarannsóknir hafi verið hafnað á undanförnum misserum og tiltölulega lágar fjárhæðir verið samþykktar samanborið við árin fyrir hrun. 11.12.2012 08:00 Þroskaþjálfar óánægðir með kjör sín Þroskaþjálfar við Landspítalann bætast nú í hóp þeirra heilbrigðisstétta við spítalann, sem láta til sín heyra vegna launakjara sinna. 11.12.2012 07:05 Rektor segir spegla bæta andrúmsloftið Búið er að sækja um nýtt byggingarleyfi vegna glerveggs á austur- og vesturhlið Menntaskólans í Reykjavík. Rektor segir breytingarnar bæta aðstöðu í skólanum til muna. Leyfið var afturkallað í haust vegna óæskilegrar speglunar af veggnum. 11.12.2012 07:00 Saumuðu sár um borð í loðnuskipi djúpt undan Vestfjörðum Sjómaður skarst illa á fingri um borð í loðnuskipi djúpt norður af Vestfjörðum í nótt, fjarri allri læknisaðstoð. 11.12.2012 06:51 Herjólfur kominn til Vestmannaeyja Herjólfur kom til Vestmannaeyja seint í gærkvöldi, eftir að gert var við skemmdir sem urðu á skipinu í innsiglingunni í Landeyjahöfn í síðasta mánuði. 11.12.2012 06:49 Innbrot í íbúðarhús við Grettisgötu Brotist var inn í íbúðarhús við Grettisgötu á tólfta tímanum í gærkvöldi og þaðan stolið farsíma, fartölvu og fleiru. 11.12.2012 06:48 Hægt er að misnota nær allan reiðbúnað Hestamenn rífast um ágæti tannröspunar og notkun méla með tunguboga. Ný rannsókn bendir til að mélin meiði. Hestamenn segja frekari rannsókna þörf. Skýrsluhöfundur vonar að mál þokist í rétta átt. Taka þurfi á undirliggjandi vanda. 11.12.2012 05:30 Fótum kippt undan bónda í djúpum skít Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. 11.12.2012 05:30 Alltof miklar framkvæmdir „Meirihlutinn sýnir gríðarlega mikla framkvæmdagleði með því að fara í framkvæmdir upp á um 700 milljónir á næsta ári,“ bókaði fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt í bæjarstjórn Grindavíkur. Sagði hann árangri sem náðst hefði með aðhaldi og óeigingjörnu vinnuframlagi starfsmanna bæjarins sýnd lítil virðing og stefnt í hættu. 11.12.2012 05:00 Áttavilltur api öðlast heimsfrægð Viðskiptavinir IKEA í Kanada ráku upp stór augu í gær þegar agnarsmár api skaut óvænt upp kollinum í búðinni. Litli prímatinn, sem er af tegundinni rhesus macaque, var klæddur í glæsilega úlpu og gekk með bleiu. 10.12.2012 23:13 Fékk bráðaofnæmi við tökur á nýju myndbandi Söngkonan Þórunn Antonía sendi í dag frá sér myndband við lagið Electrify My Heartbeat sem er að finna á nýrri hljómplötu hennar, Star Crossed. 10.12.2012 21:31 Kröfðust jöfnunar kynjahlutfalla Um fjörutíu vaskar stúlkur frá Vífilsskóla í Garðabæ sóttu íþróttafréttamenn fréttastofunnar heim í dag og báðu þá um að leggja sig fram við að jafna hlutföll kynjanna í umfjöllun sinni. Þeir lofa bótum en hópurinn áætlar að hafa aftur samband ef hann sér ekki árangur. 10.12.2012 20:04 Þriðjungur Drangsnesinga að missa vinnuna Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast nú upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, 10.12.2012 19:49 Ríkið heggur ekki á hnútinn Allar hugmyndir um björgun hjúkrunarheimilsins Eirar, sem fela í sér að ríkið leggi til peninga, hafa verið slegnar út af borðinni. Búist er við átökum á fulltrúaráðsfundi sem haldinn verður á föstudag. 10.12.2012 19:49 Dómari byrsti sig við saksóknara Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í Vafningsmáli sérstaks saksóknara, brýndi raustina verulega í samtali við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson í andsvararæðu þess síðarnefnda undir lok málflutnings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.12.2012 17:46 Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg "Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga,“ sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. 10.12.2012 17:07 Höndin fór í færibandið Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Vísi í Grindavík lenti með hægri höndina í færibandi á laugardag. Fiskur hafði safnast upp við enda færibandsins og ætlaði starfsmaðurinn að ýta honum frá með þeim afleiðingum að hönd viðkomandi klemmdist milli pappaspjalds og rennu á bandinu. Í fyrstu var talið að starfsmaðurinn hefði handarbrotnað og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar kom í ljós að höndin var óbrotin en mikið marin. 10.12.2012 16:53 Öll salerni á skemmtistöðum fá Neyðarmóttöku-límmiða Velferðarráðherra veitti í dag gjöfum til Neyðarmóttöku vegna nauðganga viðtöku við athöfn í húsnæði Landlæknis á Barónstíg. Gjafirnar eru meðal annars nýr og endurhannaður bæklingur um sálrænar afleiðingar kynferðisofbeldis, sem hefði skort á Neyðarmóttökunni í mörg ár. 10.12.2012 16:22 Ákæran gegn Magnúsi stendur Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að máli gegn Magnúsi Guðmundssyni í al-Thani málinu skuli vísað frá. Ákæran gegn honum verður því tekin til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10.12.2012 15:27 Verjandi segir Lárusi hafa gengið gott eitt til Ekkert vitni í Vafningsmálinu hefur borið um að Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason hafi haft nokkuð með það að gera að lána Milestone tíu milljarða föstudaginn 8. febrúar 2008. Því er útilokað að telja sannað að þeir hafi gerst sekir um umboðssvik með þeirri lánveitingu. Þetta sagði Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, í tveggja og hálfrar klukkustundar ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur sem hann lauk fyrir stundu. 10.12.2012 15:13 Lést í bílslysi Eldri kona, sem varð fyrir strætisvagni á Nýbýlavegi í Kópavogi á föstudagsmorgun, er látin. Konan var flutt á slysadeild eftir slysið og þaðan á gjörgæsludeild, þar sem hún lést. Slysið varð um níuleytið á föstudagsmorgunn en strætisvagninum var ekið austur Nýbýlaveg. 10.12.2012 14:47 Óalgengt að konur séu lagðar inn með morgunógleði "Við hérna á Landspítalanum sjáum svona sjúklinga reglulega,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir um morgunógleði ófrískra kvenna. Eins og öll heimsbyggðin hefur séð var Katrín, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, lögð inn á spítala í síðustu viku með morgunógleði, en hún er barnshafandi. 10.12.2012 13:51 Tveir menn eltu blaðbera Tveir menn á dökkleitri bifreið eltu blaðburðarkonu, sem var að störfum í Keflavík snemma á laugardagsmorgun. Að sögn lögreglu varð konan skelfingu lostin, tók til fótanna og bankaði upp á í næsta húsi, þar sem hún dvaldi þar til lögregla kom. Húsráðendur þar kváðust einnig hafa séð bifreiðina lóna inn götuna. Lögreglan rannsakar málið og biður þá sem kunna að geta gefið upplýsingar um það að hafa samband í síma 420-1800. 10.12.2012 13:47 Dæmi um að fólk bíði í ár eftir að dánarorsök sé kunn Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í tæpt ár eftir að fá dánarorsök látinna ástvina staðfesta en enginn réttarmeinarfræðingur er starfandi á landinu. Yfirlæknir reiknar með að ástandið vari í rúmt ár til viðbótar eða þar til réttarmeinarfræðingur tekur til starfa í byrjun þarnæsta árs. 10.12.2012 12:07 Grunnskólakennarar hjá ríkissáttasemjara Annar fundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna eftir að deiluaðilar fóru til ríkissáttasemjara var haldinn í morgun. 10.12.2012 12:03 Býst við fleiri uppsögnum um næstu mánaðamót Laun hjúkrunarfræðinga hafa skerst það mikið á síðustu árum að þeir hafa í raun unnið launalaust í eitt af síðustu fimm árum. Þetta fullyrðir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og jafnframt að búast megi við fleiri uppsögnum um næstu mánaðarmót ef ekkert verði gert. 10.12.2012 11:51 Vill fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi Welding Saksóknarinn í svonefndu Vafningsmáli fer fram á fimm og hálfs ár fangelsisdóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fimm ára dóm yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Saksóknarinn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lauk rétt í þessu rúmlega tveggja klukkustunda langri málflutningsræðu sinni. 10.12.2012 11:35 Söngelskir Vestlendingar hafna verðtryggðum jólum Hljómsveitin Grasasnar frá Borgarbyggð og sönghópurinn Stúkurnar frá Akranesi fluttu á dögunum saman nýtt jólalag, Lagið ber titilinn "Við viljum ekki hafa Verðtryggð jól". 10.12.2012 11:15 Ökumaður undir áhrifum morfíns, rítalíns, amfetamíns og kannabis Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá ökumenn vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu. 10.12.2012 10:56 Rannsókninni lýkur ekki á þessu ári - beðið eftir gögnum frá sérfræðingum Ekki er líklegt að rannsókn lögreglunnar á Selfossi á andláti fanga á Litla Hrauni í vor ljúki á þessu ári. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru grunaðir um að hafa veitt manninum áverka sem hafi dregið hann til dauða en þeir voru um tíma í einangrun vegna málsins. 10.12.2012 10:36 Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10.12.2012 10:19 Of Monsters and Men mæta aftur til Jay Leno í kvöld Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men munu koma fram í Tonight Show, spjallþætti Jay Leno, í kvöld. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem hljómsveitin kemur fram í þættinum, sem er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Leikarinn Matt Damon verður gestur þáttarins, að sögn heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar NBC.com. Ekki er ljóst hvort að sveitin muni einungis taka lagið eða verða til viðtals. 10.12.2012 09:26 Löng málflutningstörn hafin Málflutningur er hafinn í Héraðsdómi Reykjavíkur á lokadegi réttarhaldanna í Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Það er saksóknarinn Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sem flytur mál sitt í upphafi. Áætlað er að það gæti tekið um tvær klukkustundir. 10.12.2012 09:23 Sjúkraþjálfarar óánægðir með kaup og kjör Sjúkraþjálfarar á Landsspítalanum hafa undanfarin ár starfað við stöðugt meira álag, krappari kjör og lélegri aðstæður vegna langvarandi niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, segir í ályktun stéttarfélags sjúkraþjálfara. 10.12.2012 09:09 Ekki sama gjöf og brúðargjöf hjá tollinum Brúðargjafir frá fólki búsettu erlendis eru tollfrjálsar en hámarksverðmæti annarra gjafa frá útlöndum sem ekki þarf að borga toll af er 10 þúsund krónur. Hámarkið hefur staðið í stað í ríflega fjögur ár. 10.12.2012 07:00 Umferðin um hringveginn minnaði verulega í nóvember Umferðin um hringveginn reyndist heilum 6,4 prósentum minni í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt talningu Vegargerðarinnar á 16 stöðum við veginn. 10.12.2012 06:39 Sjómenn bíða betra veðurs til að komast á síldveiðar Breiðfirskir smábátasjómenn bíða þess nú að veður skáni svo þeir komist út til síldveiða í reknet, eftir að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra bætti um helgina 300 tonnum við kvótann, sem var uppurinn. 10.12.2012 06:35 Roskinn maður slasaðist við fall Roskinn karlmaður féll aftur fyrir sig á gatnamótum Frakkastígs og Laugavegar um klukkan ellelfu í gærkvöldi, og skarst á höfði. Hann var fluttur á slysadeild. 10.12.2012 06:28 Dánarorsök ókunn tæpu ári eftir andlát Dæmi er um að aðstandendur þurfi að bíða í rúmlega tíu mánuði eftir að fá niðurstöður um dánarorsök eftir krufningu hjá Landspítalanum. Enn á eftir að rannsaka dánarorsök um 50 einstaklinga sem létust á árinu. 10.12.2012 06:00 Gagnrýnir lögregluna Lýður Guðmundsson gerir ?alvarlegar athugasemdir við rannsóknaraðferðir lögreglu? í máli gegn honum og Bjarnfreði H. Ólafssyni lögmanni. Í greinargerð verjanda Lýðs, Gests Jónssonar, eru rannsóknaraðferðir lögreglunnar sagðar í ósamræmi við grundvallarreglur sakamálalaga og að lögregla hafi brotið gegn hlutlægnis- og meðalhófsreglum. 10.12.2012 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hnúfubakar gera loðnusjómönnum erfitt fyrir Stórir hnúfubakar í tuga- eða jafnvel hundraðtali gera loðnusjómönnum erfitt fyrir við veiðarnar og virðast hátækni hvalafælur hafa lítil sem engin áhrif á þá. 11.12.2012 11:47
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar á morgun Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna verða tilkynntar í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi á morgun klukkan fimm. Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna en þau eiga uppruna sinn að rekja til Góugleðinnar, bókmenntahátíðar kvenna, sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2007 að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöfundasambands Íslands. 11.12.2012 11:39
Rasistamálið í Smáralind: Rannsókn enn í fullum gangi Rannsókn lögreglunnar á kynþáttaníðsmáli í Smáralind í síðustu viku er enn í fullum gangi, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Stefnt er að því að ljúka málinu innan skamms. 11.12.2012 10:07
Fengu góðar undirtektir í Jay Leno Of Monsters and Men flutti lagið Mountain Sound þegar hljómsveitin kom fram í hinum feykivinsæla þætti Jay Leno á NBC sjónvarpsstöðinni í gær. Góður rómur var gerður að þeim og hrósaði Leno þeim mikið eftir sönginn og hér má sjá atriðið þeirra. 11.12.2012 09:13
Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11.12.2012 08:15
Vill efla Fornminjasjóð í næstu fjárlögum Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill að Fornminjasjóður verði efldur í næstu fjárlögum. Ljóst sé að góðum umsóknum um styrki er varða fornleifarannsóknir hafi verið hafnað á undanförnum misserum og tiltölulega lágar fjárhæðir verið samþykktar samanborið við árin fyrir hrun. 11.12.2012 08:00
Þroskaþjálfar óánægðir með kjör sín Þroskaþjálfar við Landspítalann bætast nú í hóp þeirra heilbrigðisstétta við spítalann, sem láta til sín heyra vegna launakjara sinna. 11.12.2012 07:05
Rektor segir spegla bæta andrúmsloftið Búið er að sækja um nýtt byggingarleyfi vegna glerveggs á austur- og vesturhlið Menntaskólans í Reykjavík. Rektor segir breytingarnar bæta aðstöðu í skólanum til muna. Leyfið var afturkallað í haust vegna óæskilegrar speglunar af veggnum. 11.12.2012 07:00
Saumuðu sár um borð í loðnuskipi djúpt undan Vestfjörðum Sjómaður skarst illa á fingri um borð í loðnuskipi djúpt norður af Vestfjörðum í nótt, fjarri allri læknisaðstoð. 11.12.2012 06:51
Herjólfur kominn til Vestmannaeyja Herjólfur kom til Vestmannaeyja seint í gærkvöldi, eftir að gert var við skemmdir sem urðu á skipinu í innsiglingunni í Landeyjahöfn í síðasta mánuði. 11.12.2012 06:49
Innbrot í íbúðarhús við Grettisgötu Brotist var inn í íbúðarhús við Grettisgötu á tólfta tímanum í gærkvöldi og þaðan stolið farsíma, fartölvu og fleiru. 11.12.2012 06:48
Hægt er að misnota nær allan reiðbúnað Hestamenn rífast um ágæti tannröspunar og notkun méla með tunguboga. Ný rannsókn bendir til að mélin meiði. Hestamenn segja frekari rannsókna þörf. Skýrsluhöfundur vonar að mál þokist í rétta átt. Taka þurfi á undirliggjandi vanda. 11.12.2012 05:30
Fótum kippt undan bónda í djúpum skít Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. 11.12.2012 05:30
Alltof miklar framkvæmdir „Meirihlutinn sýnir gríðarlega mikla framkvæmdagleði með því að fara í framkvæmdir upp á um 700 milljónir á næsta ári,“ bókaði fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt í bæjarstjórn Grindavíkur. Sagði hann árangri sem náðst hefði með aðhaldi og óeigingjörnu vinnuframlagi starfsmanna bæjarins sýnd lítil virðing og stefnt í hættu. 11.12.2012 05:00
Áttavilltur api öðlast heimsfrægð Viðskiptavinir IKEA í Kanada ráku upp stór augu í gær þegar agnarsmár api skaut óvænt upp kollinum í búðinni. Litli prímatinn, sem er af tegundinni rhesus macaque, var klæddur í glæsilega úlpu og gekk með bleiu. 10.12.2012 23:13
Fékk bráðaofnæmi við tökur á nýju myndbandi Söngkonan Þórunn Antonía sendi í dag frá sér myndband við lagið Electrify My Heartbeat sem er að finna á nýrri hljómplötu hennar, Star Crossed. 10.12.2012 21:31
Kröfðust jöfnunar kynjahlutfalla Um fjörutíu vaskar stúlkur frá Vífilsskóla í Garðabæ sóttu íþróttafréttamenn fréttastofunnar heim í dag og báðu þá um að leggja sig fram við að jafna hlutföll kynjanna í umfjöllun sinni. Þeir lofa bótum en hópurinn áætlar að hafa aftur samband ef hann sér ekki árangur. 10.12.2012 20:04
Þriðjungur Drangsnesinga að missa vinnuna Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast nú upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, 10.12.2012 19:49
Ríkið heggur ekki á hnútinn Allar hugmyndir um björgun hjúkrunarheimilsins Eirar, sem fela í sér að ríkið leggi til peninga, hafa verið slegnar út af borðinni. Búist er við átökum á fulltrúaráðsfundi sem haldinn verður á föstudag. 10.12.2012 19:49
Dómari byrsti sig við saksóknara Skúli Magnússon, einn þriggja dómara í Vafningsmáli sérstaks saksóknara, brýndi raustina verulega í samtali við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson í andsvararæðu þess síðarnefnda undir lok málflutnings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.12.2012 17:46
Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg "Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga,“ sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. 10.12.2012 17:07
Höndin fór í færibandið Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Vísi í Grindavík lenti með hægri höndina í færibandi á laugardag. Fiskur hafði safnast upp við enda færibandsins og ætlaði starfsmaðurinn að ýta honum frá með þeim afleiðingum að hönd viðkomandi klemmdist milli pappaspjalds og rennu á bandinu. Í fyrstu var talið að starfsmaðurinn hefði handarbrotnað og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar kom í ljós að höndin var óbrotin en mikið marin. 10.12.2012 16:53
Öll salerni á skemmtistöðum fá Neyðarmóttöku-límmiða Velferðarráðherra veitti í dag gjöfum til Neyðarmóttöku vegna nauðganga viðtöku við athöfn í húsnæði Landlæknis á Barónstíg. Gjafirnar eru meðal annars nýr og endurhannaður bæklingur um sálrænar afleiðingar kynferðisofbeldis, sem hefði skort á Neyðarmóttökunni í mörg ár. 10.12.2012 16:22
Ákæran gegn Magnúsi stendur Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að máli gegn Magnúsi Guðmundssyni í al-Thani málinu skuli vísað frá. Ákæran gegn honum verður því tekin til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10.12.2012 15:27
Verjandi segir Lárusi hafa gengið gott eitt til Ekkert vitni í Vafningsmálinu hefur borið um að Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason hafi haft nokkuð með það að gera að lána Milestone tíu milljarða föstudaginn 8. febrúar 2008. Því er útilokað að telja sannað að þeir hafi gerst sekir um umboðssvik með þeirri lánveitingu. Þetta sagði Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, í tveggja og hálfrar klukkustundar ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur sem hann lauk fyrir stundu. 10.12.2012 15:13
Lést í bílslysi Eldri kona, sem varð fyrir strætisvagni á Nýbýlavegi í Kópavogi á föstudagsmorgun, er látin. Konan var flutt á slysadeild eftir slysið og þaðan á gjörgæsludeild, þar sem hún lést. Slysið varð um níuleytið á föstudagsmorgunn en strætisvagninum var ekið austur Nýbýlaveg. 10.12.2012 14:47
Óalgengt að konur séu lagðar inn með morgunógleði "Við hérna á Landspítalanum sjáum svona sjúklinga reglulega,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir um morgunógleði ófrískra kvenna. Eins og öll heimsbyggðin hefur séð var Katrín, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, lögð inn á spítala í síðustu viku með morgunógleði, en hún er barnshafandi. 10.12.2012 13:51
Tveir menn eltu blaðbera Tveir menn á dökkleitri bifreið eltu blaðburðarkonu, sem var að störfum í Keflavík snemma á laugardagsmorgun. Að sögn lögreglu varð konan skelfingu lostin, tók til fótanna og bankaði upp á í næsta húsi, þar sem hún dvaldi þar til lögregla kom. Húsráðendur þar kváðust einnig hafa séð bifreiðina lóna inn götuna. Lögreglan rannsakar málið og biður þá sem kunna að geta gefið upplýsingar um það að hafa samband í síma 420-1800. 10.12.2012 13:47
Dæmi um að fólk bíði í ár eftir að dánarorsök sé kunn Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í tæpt ár eftir að fá dánarorsök látinna ástvina staðfesta en enginn réttarmeinarfræðingur er starfandi á landinu. Yfirlæknir reiknar með að ástandið vari í rúmt ár til viðbótar eða þar til réttarmeinarfræðingur tekur til starfa í byrjun þarnæsta árs. 10.12.2012 12:07
Grunnskólakennarar hjá ríkissáttasemjara Annar fundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna eftir að deiluaðilar fóru til ríkissáttasemjara var haldinn í morgun. 10.12.2012 12:03
Býst við fleiri uppsögnum um næstu mánaðamót Laun hjúkrunarfræðinga hafa skerst það mikið á síðustu árum að þeir hafa í raun unnið launalaust í eitt af síðustu fimm árum. Þetta fullyrðir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og jafnframt að búast megi við fleiri uppsögnum um næstu mánaðarmót ef ekkert verði gert. 10.12.2012 11:51
Vill fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi Welding Saksóknarinn í svonefndu Vafningsmáli fer fram á fimm og hálfs ár fangelsisdóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fimm ára dóm yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Saksóknarinn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lauk rétt í þessu rúmlega tveggja klukkustunda langri málflutningsræðu sinni. 10.12.2012 11:35
Söngelskir Vestlendingar hafna verðtryggðum jólum Hljómsveitin Grasasnar frá Borgarbyggð og sönghópurinn Stúkurnar frá Akranesi fluttu á dögunum saman nýtt jólalag, Lagið ber titilinn "Við viljum ekki hafa Verðtryggð jól". 10.12.2012 11:15
Ökumaður undir áhrifum morfíns, rítalíns, amfetamíns og kannabis Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá ökumenn vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu. 10.12.2012 10:56
Rannsókninni lýkur ekki á þessu ári - beðið eftir gögnum frá sérfræðingum Ekki er líklegt að rannsókn lögreglunnar á Selfossi á andláti fanga á Litla Hrauni í vor ljúki á þessu ári. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru grunaðir um að hafa veitt manninum áverka sem hafi dregið hann til dauða en þeir voru um tíma í einangrun vegna málsins. 10.12.2012 10:36
Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10.12.2012 10:19
Of Monsters and Men mæta aftur til Jay Leno í kvöld Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men munu koma fram í Tonight Show, spjallþætti Jay Leno, í kvöld. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem hljómsveitin kemur fram í þættinum, sem er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Leikarinn Matt Damon verður gestur þáttarins, að sögn heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar NBC.com. Ekki er ljóst hvort að sveitin muni einungis taka lagið eða verða til viðtals. 10.12.2012 09:26
Löng málflutningstörn hafin Málflutningur er hafinn í Héraðsdómi Reykjavíkur á lokadegi réttarhaldanna í Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Það er saksóknarinn Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sem flytur mál sitt í upphafi. Áætlað er að það gæti tekið um tvær klukkustundir. 10.12.2012 09:23
Sjúkraþjálfarar óánægðir með kaup og kjör Sjúkraþjálfarar á Landsspítalanum hafa undanfarin ár starfað við stöðugt meira álag, krappari kjör og lélegri aðstæður vegna langvarandi niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, segir í ályktun stéttarfélags sjúkraþjálfara. 10.12.2012 09:09
Ekki sama gjöf og brúðargjöf hjá tollinum Brúðargjafir frá fólki búsettu erlendis eru tollfrjálsar en hámarksverðmæti annarra gjafa frá útlöndum sem ekki þarf að borga toll af er 10 þúsund krónur. Hámarkið hefur staðið í stað í ríflega fjögur ár. 10.12.2012 07:00
Umferðin um hringveginn minnaði verulega í nóvember Umferðin um hringveginn reyndist heilum 6,4 prósentum minni í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt talningu Vegargerðarinnar á 16 stöðum við veginn. 10.12.2012 06:39
Sjómenn bíða betra veðurs til að komast á síldveiðar Breiðfirskir smábátasjómenn bíða þess nú að veður skáni svo þeir komist út til síldveiða í reknet, eftir að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra bætti um helgina 300 tonnum við kvótann, sem var uppurinn. 10.12.2012 06:35
Roskinn maður slasaðist við fall Roskinn karlmaður féll aftur fyrir sig á gatnamótum Frakkastígs og Laugavegar um klukkan ellelfu í gærkvöldi, og skarst á höfði. Hann var fluttur á slysadeild. 10.12.2012 06:28
Dánarorsök ókunn tæpu ári eftir andlát Dæmi er um að aðstandendur þurfi að bíða í rúmlega tíu mánuði eftir að fá niðurstöður um dánarorsök eftir krufningu hjá Landspítalanum. Enn á eftir að rannsaka dánarorsök um 50 einstaklinga sem létust á árinu. 10.12.2012 06:00
Gagnrýnir lögregluna Lýður Guðmundsson gerir ?alvarlegar athugasemdir við rannsóknaraðferðir lögreglu? í máli gegn honum og Bjarnfreði H. Ólafssyni lögmanni. Í greinargerð verjanda Lýðs, Gests Jónssonar, eru rannsóknaraðferðir lögreglunnar sagðar í ósamræmi við grundvallarreglur sakamálalaga og að lögregla hafi brotið gegn hlutlægnis- og meðalhófsreglum. 10.12.2012 06:00