Innlent

Ökumaður undir áhrifum morfíns, rítalíns, amfetamíns og kannabis

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá ökumenn vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu.

Sýnatökur leiddu í ljós að tveir ökumannanna höfðu neytt margvíslegra fíkniefna. Annar þeirra viðurkenndi neyslu á morfíni, rítalíni, amfetamíni og kannabis. Hinn reyndist hafa neytt amfetamíns og ópíumblandaðra efna.

Sýnatökur staðfestu að þriðji ökumaðurinn hafði neytt kannabisefna.

Tveir ökumannanna eru rúmlega tvítugir en sá þriðji rúmlega fertugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×