Innlent

Söngelskir Vestlendingar hafna verðtryggðum jólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin Grasasnar frá Borgarbyggð og sönghópurinn Stúkurnar frá Akranesi fluttu á dögunum saman nýtt jólalag, Lagið ber titilinn „Við viljum ekki hafa Verðtryggð jól".

Steinar Berg segir að allir aðstandendur lagsins og myndbandsins séu frá Vesturlandi og vilji með þessu verki sínu lýsa yfir samstöðu með Verkalýðsfélagi Akraness svo og Hagsmunasamtökum heimilanna sem tekið hafi forystu og stefnt stjórnvöldum á grundvelli þess að lög um verðtryggingu séu ólögleg.

Flytjendur líti svo á verðtygging sé mannréttindabrot sem skapi óbærilega stöðu fyrir fjölskyldufólk og heimili í landinu. Með framlagi sínu vilja þeir leggja sitt littla lóð á vogaskálarnar í von um að vekja fólk til umhugsnunar og aðgerða gegn þessu séríslenska óréttlæti.

Friðþjófur Helgason hefur gert myndband við lagið og það er að finna á Youtube.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×