Innlent

Ekki sama gjöf og brúðargjöf hjá tollinum

Greiða þarf toll af jólagjöfum að utan að verðmæti meira en 10.000 krónur en ekki af brúðargjöfum.Fréttablaðið/Anton
Greiða þarf toll af jólagjöfum að utan að verðmæti meira en 10.000 krónur en ekki af brúðargjöfum.Fréttablaðið/Anton
Brúðargjafir frá fólki búsettu erlendis eru tollfrjálsar en hámarksverðmæti annarra gjafa frá útlöndum sem ekki þarf að borga toll af er 10 þúsund krónur. Hámarkið hefur staðið í stað í ríflega fjögur ár.

Fréttablaðið greindi frá því 28. nóvember síðastliðinn að leyfilegt hámarksverðmæti varnings sem ferðamenn mættu taka með sér til landsins tollfrjálst hefði staðið í stað frá árinu 2008 þrátt fyrir að verðlag hefði hækkað um tæplega þriðjung síðan og gengisvísitala krónunnar veikst um ríflega þriðjung.

Það sama gildir um hámarksverðmæti gjafa frá fólki búsettu erlendis sem senda má til Íslands tollfrjálst. Hámarksverðmæti slíkra gjafa er 10 þúsund krónur og ber að greiða toll af verði gjafarinnar umfram 10 þúsund krónur.

Hefði hámarkið fylgt verðlagi væri það 13.528 krónur í dag og 13.048 krónur ef miðað væri við þróun gengisvísitölu krónunnar.

Athygli vekur þó að brúðargjafir eru undanþegnar frá tollum. Leyfilegt er að gefa brúðargjafir að verðmæti meira en 10.000 krónur án þess að greiddir séu tollar af gjöfunum, sé ekki lengra en hálft ár liðið frá viðkomandi brúðkaupi. Sá fyrirvari er þó í reglugerðinni um tollfríðindi að gjöfin þarf að vera "eðlileg og hæfileg" að mati tollstjóra.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×