Innlent

Sjómenn bíða betra veðurs til að komast á síldveiðar

Breiðfirskir smábátasjómenn bíða þess nú að veður skáni svo þeir komist út til síldveiða í reknet, eftir að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra bætti um helgina 300 tonnum við kvótann, sem var uppurinn.

Þessar veiðar hafa verið mikil búbót við Breiðafjörð, en síldin er unnin í Stykkishólmi og Ólafsvík, og skapar þar mörg störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×