Dæmi um að fólk bíði í ár eftir að dánarorsök sé kunn Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 10. desember 2012 12:07 Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í tæpt ár eftir að fá dánarorsök látinna ástvina staðfesta en enginn réttarmeinarfræðingur er starfandi á landinu. Yfirlæknir reiknar með að ástandið vari í rúmt ár til viðbótar eða þar til réttarmeinarfræðingur tekur til starfa í byrjun þarnæsta árs. Enginn réttarmeinafræðingur hefur verið starfandi á landinu svo árum skiptir. Ættingjar um fimmtíu einstaklinga bíða þess nú að fá niðurstöður um dánarorsök úr krufningu, þar á meðal er einn sem fréttablaðið ræðir við í dag en hann missti eiginkonu sína fyrir tíu mánuðum. Hann hefur ekki enn fengið að vita dánarorsökina og hvílir það þungt á honum. Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum, segir erlendan réttameinafræðing koma til landsins reglulega og sinna þeim verkefnum sem til falla. „En af því að hún er hér aðeins hluta af tímanum þá er minni tími aflögu til þess að vinna í raun pappírsvinnuna og klára skýrslurnar," segir Bjarni. „Við erum búin að ráða eða reikna með að fá til starfa annan réttarmeinafræðing sem mun væntanlega hefja störf hér í ársbyrjun 2014 þannig að þá held ég að þessi mál komist á rétt ról eftir þann tíma." En á hverju strandar þetta, ekki fjármagnsskorti? „Nei, það er í raun og veru bara skortur á réttarmeinafræðingum. Þetta er vandamál sem er í mörgum löndum, það hafa ekki nægilega margir farið í þessa grein og við höfum ekki haft Íslendinga á síðustu árum sem hafa farið í þetta. Þannig að það er í raun og veru vandamálið, það er skortur á sérfræðingum á þessu sviði. En veistu til þess að einhver Íslendingur sé í námi ákkúrat núna? Jú, það eru tveir Íslendingar sem hófu nám í réttarlæknisfræði í Svíþjóð síðastliðið haust en þetta er fimm ára nám þannig að ég get ekki reiknað með þeim fyrr en eftir þann tíma," segir Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í tæpt ár eftir að fá dánarorsök látinna ástvina staðfesta en enginn réttarmeinarfræðingur er starfandi á landinu. Yfirlæknir reiknar með að ástandið vari í rúmt ár til viðbótar eða þar til réttarmeinarfræðingur tekur til starfa í byrjun þarnæsta árs. Enginn réttarmeinafræðingur hefur verið starfandi á landinu svo árum skiptir. Ættingjar um fimmtíu einstaklinga bíða þess nú að fá niðurstöður um dánarorsök úr krufningu, þar á meðal er einn sem fréttablaðið ræðir við í dag en hann missti eiginkonu sína fyrir tíu mánuðum. Hann hefur ekki enn fengið að vita dánarorsökina og hvílir það þungt á honum. Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum, segir erlendan réttameinafræðing koma til landsins reglulega og sinna þeim verkefnum sem til falla. „En af því að hún er hér aðeins hluta af tímanum þá er minni tími aflögu til þess að vinna í raun pappírsvinnuna og klára skýrslurnar," segir Bjarni. „Við erum búin að ráða eða reikna með að fá til starfa annan réttarmeinafræðing sem mun væntanlega hefja störf hér í ársbyrjun 2014 þannig að þá held ég að þessi mál komist á rétt ról eftir þann tíma." En á hverju strandar þetta, ekki fjármagnsskorti? „Nei, það er í raun og veru bara skortur á réttarmeinafræðingum. Þetta er vandamál sem er í mörgum löndum, það hafa ekki nægilega margir farið í þessa grein og við höfum ekki haft Íslendinga á síðustu árum sem hafa farið í þetta. Þannig að það er í raun og veru vandamálið, það er skortur á sérfræðingum á þessu sviði. En veistu til þess að einhver Íslendingur sé í námi ákkúrat núna? Jú, það eru tveir Íslendingar sem hófu nám í réttarlæknisfræði í Svíþjóð síðastliðið haust en þetta er fimm ára nám þannig að ég get ekki reiknað með þeim fyrr en eftir þann tíma," segir Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent