Fleiri fréttir

Almannavarnir: Hugið að veðrinu

Almannavarnir hvetja íbúa á landinu, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi að veita athygli eftirfarandi veðurspá Veðurstofu Íslands:

Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði

Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands.

Hefði viljað meiri stuðning

Bjarni Benediktsson fékk tæplega 54 prósent greiddra atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hann segist hafa verið að vonast eftir meira afgerandi stuðningi.

Prófkjörin í gegnum tölfræði - Kristján með mestan stuðning

Það er hægt að lesa í prófkjör með ýmsum hætti og þannig má meðal annars skoða prófkjör helgarinnar í gegnum tölurnar. Þannig kemur í ljós að kjörsókn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi var 37% en á kjörskrá voru 5.693 flokksfélagar og stuðningsmenn Samfylkingarinnar - 2.129 greiddu atkvæði.

Aftur varað við stormi

Veðurstofan varar enn á ný við stormi en búist er við stormi (meira en 20 metrar á sekúndu) og vindhviðum yfir 40 m/s á landinu í nótt og á morgun. Búist er við mikilli úrkomu suðaustantil á landinu á morgun

Erilsöm nótt hjá lögreglu - ætlaði að henda sér í sjóinn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annarsvegar var ráðist á dyravörð í Keiluhöllinni, en um minniháttar atvik var að ræða. Svo var karlmaður sleginn hnefahöggi á Ingólfstorgi snemma í morgun. Ekki er vitað hver var þar að verki en sá sem varð fyrir högginu var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Ætlar að ná minnst fimm mönnum inn

"Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt, segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann bendir á að þetta sé sérstaklega mikill og góður stuðningur í ljósi þess að hann hafi verið á þingi og í ríkisstjórn á erfiðum tíma. Honum hafi verið treyst til þess að vinna að verkefnum sem enginn jafnaðarmaður vilji þurfa að vinna að, eins og niðurskurði í velferðarkerfinu.

Árni Páll í fyrsta sæti

Árni Páll Árnason varð í fyrsta sæti i prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum. Hann var með 1041 atkvæði í fyrsta sætið. Katrín Júlíusdóttir er í öðru sæti.

Enn beðið eftir tölum Samfylkingarinnar

Enn er beðið eftir tölum úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en til stóð að kynna þær klukkan sjö. Það gekk ekki eftir. Kosningin var rafræn en einnig var greitt atkvæði með gamla laginu, það er að segja að skrifa sín x niður á blað.

Bjarni með rétt tæp 60 prósent atkvæða

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er með rétt tæp 60 prósent greiddra atkvæða í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi, eftir að 1198 atkvæði hafa verið greidd.

Bjarni í fyrsta sætið - Vilhjálmur líklega á leið á þing

"Hvað varðar kjör mitt, þá má segja að það séu óvanalegir timar uppi. Það er óhefðbundið að það sé boðið gegn sitjandi þingmanni,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali við RÚV þegar fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp.

Sigmundur Ernir og Jónína falla líklega af þingi á næsta kjörtímabili

Tveir þingmenn Samfylkingarinnar eiga líklega ekki afturkvæmt á Alþingi næsta kjörtímabil en það eru Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir sem detta út í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi. Jónína Rós sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hún væri vonsvikin yfir árangrinum.

Faðir annarrar stúlkunnar í smyglmáli í miklu áfalli

Tvær íslenskar stúlkur sitja nú í fangelsi í Prag í Tékklandi en í fórum þeirra fannst mikið magn kókaíns. Þær hafa verið úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald. Þær voru að koma frá Brasilíu og var förinni heitið til Kaupmannahafnar.

Stúlkurnar í sjö mánaða langt gæsluvarðhald

Stúlkurnar tvær, sem voru handteknar í Tékklandi á dögunum með allt að átta kíló af kókaíni í fórum sínum, hafa verið úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald samkvæmt heimildum fréttastofu.

Þokkaleg kosning hjá Samfylkingunni

Um átján hundruð Samfylkingarmenn hafa kosið í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í dag en kjörstöðum þar lokar klukkan fimm. Þá höfðu 700 tekið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem þykir þokkalega gott. Þess má geta að kosningin var rafræn auk þess sem hægt var að fara á kjörstaði til þess að kjósa.

Gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa meðal annars birst í sjónvarpi síðustu daga.

Snarpur skjálfti í Eyjafjarðaráli

Klukkan 12:12 í dag mældist jarðskjálfti af stærðinni 3,3 í Eyjafjarðarál, um 20 kílómetra NNA af Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni.

Gagnrýnir málþing harðlega

Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, gagnrýnir harðlega málþing um gerð nýrrar stjórnarskrár sem fram fór í gær. Hún segir ótrúlegt hvernig fræðimenn við Háskóla Íslands hafi leyft sér að snúa út úr í málinu.

Verið heima - það er ekkert ferðaveður

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í dag enda ekkert ferðaveður. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins fóru í nokkur útköll í gærkvöldi og í nótt, veðurofsinn er þó ekkert í líkingu við það sem landsmenn urðu vitni að í síðustu viku.

Kosið á lista í dag

Prófkjör fer í dag fram hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, hjá Samfylkingunni hófst rafrænt flokksval á miðnætti í gær og stendur til klukkan fimm en þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta kosið á hefðbundinn hátt í fimm bæjarfélögum kjördæmisins.

Ísbíll út af veginum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum á landinu í gærkvöldi og nótt vegna óveðursins sem farið hefur yfir landið.

Vegagerðin: Ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Holtavörðuheiði

Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og snjóþekja er á Vatnaleið en hálka á Fróðárheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einnig er ófært á Holtavörðuheiði og beðið mokstur vegna veðurs. Þæfingsfærð er á Bröttubrekku og skafrenningur.

Líkamsárás við þýska barinn

Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás við Þýska barinn í nótt. Þar var dyravörður sleginn í andlitið en atvikið er flokkað sem minniháttar atvik af hálfu lögreglu. Árásarmaðurinn var látinn laus eftir að lögreglan hafði rætt við hann.

Víða 15-23 metrar á sekúndu í dag

Klukkan sex í morgun var norðanátt, víða hvassviðri eða stormur, en hægari vindur á Suðaustur- og Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu.

Fréttaskýring: Fiskimið falin undir ísnum

Með hlýnun á norðurhveli hopar ísþekja Íshafsins hratt. Þar opnast aðgengi að hafsvæði sem gæti fóstrað stóra fiskstofna enda landgrunnið undir ísnum víðáttumikið. Ísland gæti í framtíðinni átt þar sóknarfæri.

Þingnefndarformaður telur brögð í tafli á Eir

Rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar kann að kalla á lögreglurannsókn, að mati Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann hefur verið skipaður í samráðshóp sem mun fylgjast náið með samningaviðræðum Eirar við kröfuhafa sína.

Skattar lækki til að örva efnahagslífið

Samtök atvinnulífsins kynntu í gær nýja skýrslu um skattamál. Telja samtökin að skattahækkanir síðustu ára hafi valdið efnahagslífinu skaða og leggja til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um sem nemur 2,5% af landsframleiðslu.

Android í skotlínunni

„Android er í sömu stöðu og Windows var í hér áður fyrr,“ segir Rik Ferguson, yfirmaður þróunar, rannsókna og samskipta hjá tölvuöryggisfyrirtækinu TrendMicro í Evrópu. Þessi staða geri stýrikerfið, sem er það vinsælasta í heimi fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og margvísleg önnur tæki, að helsta skotmarki tölvuglæpamanna.

Ábyrg fyrirtæki njóta ávinnings

Landsvirkjun hefur ráðið Rögnu Söru Jónsdóttur í starf forstöðumanns samfélagsábyrgðar. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu en Landsvirkjun er í hópi fyrstu fyrirtækjanna hér á landi til að búa til stefnu um samfélagslega ábyrgð.

Margir vildu afbrigðilegt kynlíf

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar.

Sjá næstu 50 fréttir