Fleiri fréttir

Spennan í Kraganum

Á morgun kemur í ljós hverjir mun skipa efstu sæti lista Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hart verður barist í báðum flokkum, í Samfylkingunni takast Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir á um fyrsta sætið, og í Sjálfstæðisflokknum eru mörg ný andlit í pólitík að stíga fram á sjónarsviðið.

Ragnheiður Elín til fundar á NATO-þingi

NATO-þingið kemur saman til ársfundar í Prag núna um helgina. Þar verða tekin til umræðu málefni sem eru ofarlega á baugi innan Atlantshafsbandalagsins, t.d. aðgerðir NATO í Afganistan, ástandið í Norður-Afríku og Miðausturlöndum auk sjóræningja og viðbrögð NATO og alþjóðasamfélagsins við þeirri ógn.

Harðskeytt átök í boltanum á Suðurnesjum

Myndskeið frá Suðurnesjum, þar sem nokkrir piltar virðast hafa blandað saman bardaglist og knattspyrnu, fer víða þessa dagana. Myndbandið var meðal annars sent á hinn vinsæla knattspyrnuvef 101 Goals. Ritstjórn vefjarins segist hafa fengið myndbandið sent. Á því megi sjá mörg slagsmál sem virðist vera hluti af knattspyrnunni og leikmenn geri sér grein fyrir því fyrirfram. Sjón er sögu ríkari þannig að þú getur skoðað myndskeiðið hér.

Íslendingar taka þátt í risaverkefni

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kynnti í dag stærsta þróunarsamvinnuverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, 65 milljarða króna sjóð sem Alþjóðabankinn hyggst koma upp til jarðhitanýtingar í Afríku. Sjóðurinn verður nýttur til að gera hagkvæmniathuganir og tilraunaboranir. Samstarf Íslands og Alþjóðabankans er mesta átak til jarðhitanýtingar í þróunarríkjum frá upphafi og Ísland verður aðalráðgjafi bankans á því sviði.

Skildi kettlinga eftir í pappakassa á Reykjanesbraut

Ábyrgur borgari kom á lögreglustöðina í Keflavík nú í morgun með pappakassa sem í voru þessi systkini, en pappakassinn hafði verið skilinn eftir á Reykjanesbraut við Stapann. Þessir fallegu kettlingar, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, hafa báðir fengið hlý heimili.

Sérstakur starfshópur til að meta stöðu Eirar

Skipaður verður sérstakur starfshópur til að leggja mat á fjárhagsstöðu Eirar og tryggja áframhaldandi þjónustu og búseturétt íbúa. Þetta var niðurstaða fundar fjárlaganefndar Alþingis með framkvæmdastjóra félagsins í morgun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði af sér sem stjórnarformaður Eirar í gær.

Harmar niðurstöðu Hæstaréttar

Framkvæmdastjóri Sólheima harmar niðurstöðu Hæstaréttar í gær um að ríkinu hafi verið heimilt að skerða framlög til Sólheima í fjárlögum ársins 2009. Hann segir Sólheima hafa uppfyllt þjónustusamning sinn við ríkið þó hann hafi runnið út og talið að stjórnvöldum væri skylt að gera slíkt hið sama.

Ný útlán aukist verulega

Ný útlán til einstaklinga og fyrirtækja hafa aukist verulega síðast árið, segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í samtali við Frjálsa verslun. Viðtal við hana birtist í blaðinu 300 stærstu sem kom út í vikunni.

Óveður á Vestfjörðum

Óveður er nú orðið á Vestfjörðum með hvössum vindi og snjókomu og vara Vegagerðin og Veðurstofan fólk við að vera þar á ferð. Sumstaðar er þegar orðið ófært. Vindhraðinn er víða kominn uppundir 20 metra á sekúndu og sumsaðar þar yfir.

Þjófar stálu jólagjöf í Vogunum

Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í vikunni. Þegar lögreglan á Suðurnesjum mætti á vettvang kom í ljós að gluggi á suðurhlið hússins hafði verið spenntur upp og hinir óboðnu gestir komist inn um hann. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu, leikjatölvur, videóvél og mörg fleiri tæki. Þar á meðal var glænýr Ipod, sem ætlaður var til jólagjafar. Þá var lögreglu tilkynnt um innbrot í skrifstofuhúsnæði í umdæminu. Þaðan var stolið fartölvu, farsíma, gagnasnúru og eftirlitsmyndavél. Málin eru í rannsókn.

Vonskuveðri spáð í dag

Veðurstofan spáir stormi á vestan- og norðanverðu landinu þegar líður á daginn. Það verður vaxandi norðaustanátt , fyrst á Vestfjörðum og á annesjum Norðanlands, eða 18 til 25 metrum á sekúndu um hádegisbil.

Kannabisræktun blómstrar sem aldrei fyrr

Kannabisræktun virðist grassera sem aldrei fyrr. Þannig upprætti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fullkomna kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ í fyrradag og lagði hald á 40 kannabisplöntur og ræktunarbúnað. Þá fannst rúmlega kíló af kannabisefnum við húsleit í Hafnarfirð.

Sakhæfur en samt of veikur fyrir fangavist á Litla-Hrauni

Maður sem veitti föður sínum alvarlega áverka sem drógu hann til dauða er nú nauðungarvistaður á öryggisdeildinni á Kleppi. Hann var metinn sakhæfur af geðlæknum fyrr á árinu og dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar.

Kom heim frá Úganda með tumbu-lirfu í handleggnum

Karlmaður leitaði til læknis á Landspítalanum vegna sýkingar. Flugulirfa reyndist vera djúpt í handlegg hans. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um hættu á sýkingum sem þessum vegna tíðra ferðalaga landans.

Stjórnvöld bjóða markaðsátak

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í ræðu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær að aldrei hefði verið jafnbrýn þörf á sérstöku markaðsátaki fyrir sjávarafurðir frá Íslandi á mörkuðum erlendis. Hann lýsti yfir vilja sínum og atvinnuvegaráðherra til að standa að sameiginlegu átaki stjórnvalda og sjávarútvegsins og benti á samstarf ríkisstjórnar og ferðaþjónustu gegnum Inspired by Iceland sem fordæmi.

30 milljónir vegna PIP-púða

HeilbrigðismálMeirihluti fjárlaganefndar leggur til að Landspítalinn fái 30 milljónir króna aukalega á fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við að fjarlægja PIP-brjóstapúða.

Kanna ástand á jólaljósaseríum

Árlegt markaðseftirlitsátak Neytendastofu í samstarfi við Aðalskoðun á jólaljósaseríum stendur næstu daga og vikur.

Harpa í mál við ríkið með fulltingi ríkisins

Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld.

Mikil hætta skapaðist

Mikil hætta skapaðist þegar línubáturinn Steinunn HF 108 fékk á sig brotsjó norðvestur af Rit um klukkan hálf fimm í dag. Tveir togarar bjuggu til skjól fyrir bátinn og sigldu með honum til hafnar.

Nýjasta æðið: Fólk hreyfir sig utandyra eins og börn

Nýjasta æðið í heimi líkamsræktarinnar byggir á því að fólk hreyfi sig utandyra eins og börn. Hópurinn sem stundar þessa nýjung segir þetta það svalasta sem líkamsræktarheimurinn bjóði upp á um þessar mundir.

Yfirlýsing Vilhjálms: Ætla mér að vinna áfram að lausn þessa máls

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar og stjórnarformaður, hefur ákveðið að stíga til hliðar vegna skuldastöðu hjúkrunarheimilisins. Í yfirlýsingu segir hann að fulltrúaráðsfundur Eirar verði haldinn í nóvember þar sem gerður verður ítarleg grein fyrir stöðunni. Hann segir að vel yfirveguðu ráði sé það sitt mat, að framar öllu sé nú brýnt að byggja upp á ný traust bæði gagnvart lánadrottnum og skjólstæðingum. Hann ætlar áfram að vinna að lausn þessa máls.

Vilhjálmur segir af sér

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur sagt af sér sem stjórnarformaður Eirar. Þetta kom fram á stjórnarfundi Eirar í kvöld. Ekki er ljóst hver tekur við af Vilhjálmi en stjórnin hyggst senda frá sér yfirlýsingu síðar í kvöld.

Malbikið að koma til Drangsness

Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna.

Matnum haldið heitum í fjóraklukkutíma

Hádegismatur nemenda í tveimur grunnskólum í Kópavogi er eldaður í Reykjanesbæ og þegar þeir síðustu setjast að snæðingi hefur honum verið haldið heitum í um fjórar klukkustundir. Næringar- og matvælafræðingur segir fyrirkomulagið bjóða hættunni á matarsýkingu heim.

Tíu milljarðar í fjárfestingu og störf

Ríkisstjórnin ætlar að leggja tíu milljarða til að efla fjárfestingu og skapa störf á næsta ári. Verkefnin verða fjármögnuð meðal annars með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum, en þingmaður Sjálfstæðisflokks óttast að hér sé um innantóm loforð að ræða.

Fullkomin kannabisræktun í Garðabæ

Fimm húsleitir voru framkvæmdar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í aðgerðunum var meðal annars stöðvuð fullkomin kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ og lagt hald á 40 kannabisplöntur. Þá fannst rúmlega 1 kíló af marijúana í einbýlishúsi í Hafnarfirði og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu.

Netþrjótar ætluðu að svindla á lögreglumanni

"Nei, kannski ekki í þessu tilfelli en því miður eru sumir sem bíta á svona agn,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður hjá Greiningardeild Ríkislögreglustjóra, þegar hann spurður hvort að hann sé kannski ekki heppilegasti maðurinn til að reyna að svindla á.

Kynferðisbrotadómur ógiltur: Málsskjöl ekki túlkuð fyrir sakborning

Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Vesturlands að taka aftur til efnislegrar meðferðar mál sem dómurinn kvað upp yfir manni sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Maðurinn hlaut tveggja ára dóm í héraði fyrir brot sín. Við rannsókn málsins og fyrir dómi var fenginn túlkur til að túlka fyrir manninn.

Máttu skerða framlög til Sólheima

Alþingi var heimilt að skerða fjárframlög til Sólheima í fjárlögum fyrir árið 2009, jafnvel þótt búið hafi verið að gera þjónustusamning við stofnunina þar sem ráðuneytið skuldbatt sig til þess að tiltekin upphæð yrði veitt til starfseminnar með fjárlögum hvers árs. Þetta er niðurstaða sem Hæstiréttur Íslands komst að í dag, en hann sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí 2011.

Bókunum ætlað að þjálfa börn í einbeitingu og athygli

Bókaforlagið Setberg segir engar bækur hafnar yfir gagnrýni og segir það sína von að sú gagnrýni verði heiðarleg, réttmæt og sanngjörn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Setbergi þar sem tilurð bókanna Blá bókin mín og Bleika bókin mín, sem eru útlendar eru útskýrðar.

Ragna Sara forstöðumaður samfélagsábyrgðar

Nýr forstöðumaður samfélagsábyrgðar tekur til starfa við áramót en innleiðing á stefnu Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð verður sérstakt forgangsverkefni hjá fyrirtækinu árið 2013. Ragna Sara Jónsdóttir, sem gegnt hefur starfi yfirmanns samskiptasviðs Landsvirkjunar, verður forstöðumaður samfélagsábyrgðar.

Snekkjusmiður í Abu Dhabi laus allra mála

Íslenskur snekkjusmiður sem var sakaður um skjalafals í Abu Dhabi í Dubaí er laus allra mála, eftir því sem fram kemur í þarlendum fjölmiðlum. Hann sat í gæsluvarðhaldi um tímabil en var látinn laus gegn greiðslu 1,7 milljóna króna tryggingargjalds. Dómstóll í Dubai komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir í málinu gegn manninum. Maðurinn hefur alltaf neitað sök.

Tökulið Game of Thrones komið

Tökur á þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna vinsælu Game of Thrones eru að hefjast á Norðurlandi og munu fara þar fram næstu vikurnar, mestmegnis í kringum Mývatn. Game of Thrones er enn eitt stórverkefnið í kvikmyndageiranum sem unnið er að hér á landi á þessu ári.

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Hafnarvegi í gær hét Sigurgeir Ragnarsson.Hann var búsettur í sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði. Sigurgeir var 83 ára, fæddur árið 1929.

Fjögur handtekin vegna fíkniefnaaksturs

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum handtekið fjóra ökumenn, þrjár konur og einn karlmann, sem óku undir áhrifum fíkniefna. Þrjú þeirra höfðu áður verið svipt ökuréttindum.

Strákar til stjarnanna - stelpur til skúringa

"Ég ætlaði hugsanleg að kaupa svona bók, hugmyndin er góð,“ segir Soffía Gísladóttir listakona, sem varð var við heldur úreltar kynjamyndir þegar hún var að skoða barnabækurnar Bláa bókin mín og Bleika bókin mín.

Ofkældist á Esjunni

"Ég vissi að þyrla væri það eina sem gæti bjargað mér,“ segir íþróttakennarinn Bjarni Stefán Konráðsson sem örmagnaðist á fjöllum í maímánuði á síðasta ári og var mjög hætt kominn vegna ofkælingar. Hann náði að hringja í Neyðarlínuna en gat takmarkaðar upplýsingar gefið um staðsetningu sína.

Borgarbyggðardómurinn gildir líka um styttri lán

„Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður þau sjónarmið sem ég hef kynnt fjármálafyrirtækjunum að Borgarbyggðardómur hafi fordæmisgildi varðandi skemmri lán sem borgað var í nokkurn tíma," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, um dóm Landsbankans gegn fyrirtækinu Samvirkni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Bjöllukórinn í baráttu gegn einelti

Bjöllukórinn undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur kom fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag í tilefni af því að í dag er Baráttudagur gegn einelti. Rúmlega Níuþúsund og fimmhundruð Íslendingar hafa nú skrifað undir sáttmála gegn einelti.

Fótboltakonur unnu af alefli gegn einelti

Liðsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fá í dag viðurkenningu fyrir að hafa unnið af alefli gegn einelti í samfélaginu en hópurinn gaf nýverið út lag og myndband til stuðnings baráttunni. Baráttudagur gegn einelti er í dag og er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Hátíðardagskrá verður að þessu tilefni í Þjóðmenningarhúsinu og hefst hún með hljóðgjörningi og eru landsmenn hvattir til að þeyta bílflautur eða framkalla einhvers konar bjöllu- eða klukknahljóm frá klukkan eitt til sjö mínútur yfir eitt. Þar á eftir, allt til klukkan hálf fjögur verður fjallað um einelti frá öllum hliðum og verða sérstök hvatningarverðlaun veitt.

Sjá næstu 50 fréttir