Fleiri fréttir Fjórir viðriðnir fíkniefnasmyglið Fjórir hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamálsins sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þrír hafi verið úrskurðaðir í varðhald til 30. apríl en sá fjórði til 23. apríl. Mennirnir voru allir handteknir á sunnudagsmorgun. Einn var tekinn í flugstöð Leifs Eiríkssonar og tveir þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar. Sá fjórði var síðan handtekinn heima hjá sér en hann er búsettur hérlendis. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar og höfðu þremenningarnir komið hingað til lands frá Póllandi. 17.4.2012 11:51 Hélt að verið væri að steikja flatkökur Eldur kom upp í lítilli íbúð á Selfossi klukkan rúmlega tíu í morgun. Íbúðin er inn af bílskúr en eldurinn kom upp í svefnherberginu. Slökkvilið telur að kviknað hafi í út frá rafmagni en það gekk vel að slökkva eldinn. Það var póstburðarkona sem tilkynnti um eldinn, en hún fann sérkennilega lykt koma frá bílskúrnum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að konan hafi haldið í fyrstu að verið væri að steikja flatkökur en lét slökkvilið engu að síður vita. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. 17.4.2012 11:23 Í einangrun eftir að kókaín fannst í sjampóbrúsa Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var tekinn með tæplega 190 grömm af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í byrjun þessa mánaðar. 17.4.2012 11:05 Herjólfur siglir seinni ferð dagsins til Þorlákshafnar Herjólfur siglir til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum í dag. 17.4.2012 12:48 Mál hundaníðings þingfest í dag Mál gegn tæplega þrítugum karlmanni sem sakaður er um að hafa drepið hundinn Kol, verður þingfest í Héraðsdómi Vestfjarðar eftir hádegið. Maðurinn, sem titlar sig sem tónlistarmaður, er ákærður fyrir að hafa bundið fram- og afturfætur hundsins við tvö bíldekk í desember síðastliðnum og því næst kastað hundinum ofan af vegbrú í botni Dýrafjarðar. Hundshræið fannst 8. desember í Hundshræið í Þingeyrarhöfn. 17.4.2012 10:21 Vilja að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu Kínverjar njóta stuðnings Svía til þess að verða áheyrnafulltrúar í Norðurskautsráðinu, en þeir sækjast nú eftir meiri áhrifum á svæðinu. Þetta kemur fram í frétt AP fréttastofunnar af blaðamannafundi sem Song Tao aðstoðar utanríkisráðherra Kína hélt í gær í tilefni af heimsókn forsætisráðherrans Wen Jiabao til Íslands, Svíþjóðar, Þýskalands og Póllands. Ekki er minnst á hvort Íslendingar styðji það að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar en búast má við því að það verði rætt á fundum Jiabao með íslenskum ráðamönnum. 17.4.2012 10:09 Teknir með töluvert magn af amfetamíni Þrír karlmenn voru handteknir á Reykjanesbrautinni á sunnudagsmorgun með töluvert magn af amfetamíni fórum sínum. Mennirnir höfðu stuttu áður komið með flugvél frá Varsjá í Póllandi. 17.4.2012 09:49 Stefnt á siglingu Herjólfs til Landeyjahafnar í dag Stefnt er á siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar í dag, þriðjudag, en brottför hefur verið frestað. 17.4.2012 07:42 Oftaka vatn í Vatnsendakrika Orkustofnun hefur bent Kópavogsbæ á að sveitarfélagið taki nú meira neysluvatn úr Vatnskrika en því er heimilt. 17.4.2012 07:30 Njóta kyrrðarinnar í Skálholti Allir þrettán biskupar sænsku kirkjunnar, ásamt Anders Wejryd erkibiskupi, komu til landsins í gær. Þeir dvelja í Skálholti frá deginum í dag til föstudags og njóta kyrrðar og uppbyggingar undir handleiðslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands. 17.4.2012 07:30 Öflugasta tölva Íslands vígð Ofurtölva sem er samstarfsverkefni fjögurra norrænna rannsóknastofnana var vígð í gagnaveri Advania í gær. Gæti eflt upplýsingatæknigeirann hér á landi og verið fyrsta skrefið í átt að frekara samstarfi. 17.4.2012 07:30 Áskorun um ný göng undir Oddsskarð Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ætlar að safna áskorunum bæjarbúa til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir við ný sjö kílómetra göng undir Oddsskarð nú þegar. 17.4.2012 07:21 Leitað að tveimur mönnum sem rændu bakarí Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar en að tveimur ungum karlmönnum, sem vopnaðir hafanboltakylfum rændu peningum úr bakaríi í Hafnarfirði í gær. 17.4.2012 07:14 Fjögur skip á leið til landsins með kolmunnafarma Fjögur íslensk fjölveiðiskip eru nú á leið til landsins með kolmunnafarma eftir veiðar suður af Færeyjum og eitt til viðbótar ætlar að landa í Færeyjum. 17.4.2012 07:00 Laxnessaðdáandi frá Japan fær styrk Fjórir fengu í gær styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við athöfn í Háskóla Íslands (HÍ). Japanski athafnamaðurinn Toshiozo Watanabe stofnaði sjóðinn árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja fræðileg tengsl Íslands og Japan. 17.4.2012 07:00 Gervigras sem kostaði tugmilljónir er gallað Skipta þarf út nýlegu gervigrasi í íþróttahöllunum í Reykjanesbæ og Grindavík. Grasið losnar af gólfmottunum. Framleiðandinn viðurkennir galla og verið er að semja um ný gólf. Þau kostuðu yfir 40 milljónir er þau voru keypt fyrir hrun. 17.4.2012 07:00 Hannar glugga fyrir Elísabetu drottningu Leifur Breiðfjörð listamaður var valinn úr hópi fjörutíu listamanna til að gera glugga í dómkirkju í London. Glugginn er tileinkaður Elísabetu drottningu og verður vígður á sextíu ára valdaafmælinu. 17.4.2012 07:00 Tókst að endurlífga rússneskan ferðamann á síðustu stundu Sjúkraflutningamönnum á sjúkrabíl tókst á síðustu stundu að endurlífga rússneskan ferðamann, sem missti meðvitund í alvarlegu krampakasti, þegar hann var ásamt konu sinni á ferð um sunnanvert Snæfellsnes í gær. 17.4.2012 06:35 Fjögurra milljarða fjárfesting Samskip hafa fest kaup á flutningaskipunum Arnarfelli og Helgarfelli fyrir tæpa fjóra milljarða króna. 17.4.2012 06:30 Fimm milljarðar afskrifaðir Fyrrum eigendur Prentsmiðjunnar Odda eignuðust fyrirtækið nýverið eftir að hafa keypt það á 500 milljónir króna. Áður en Oddi var seldur höfðu Arion banki og Landsbankinn afskrifað um fimm milljarða króna af skuldum móðurfélags Odda, eignarhaldsfélagsins Kvosar ehf. Um er að ræða Þorgeir Baldursson, sem var stærsti einstaki eigandi Kvosar fyrir fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, og aðila tengda honum. DV greindi frá málinu í gær. 17.4.2012 06:30 Rændu verslun vopnaðir hafnaboltakylfum Vopnað rán var framið í Bakaríi við Melabraut í Hafnarfirði í dag. Þá ruddust tveir menn inn í verslunina vopnaðir hafnaboltakylfum og ógnuðu starfsfólki. 16.4.2012 22:18 Vill hjálpa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli Á hverju ári greinast 220 karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Í hverri viku deyr einn karlmaður af völdum sjúkdómsins. 16.4.2012 21:15 "Ég mæli með því að fólk fái næringarráðgjöf hjá foreldrum sínum" Fjöldi fólks hefur keypt sér sérstakt tilboð í blóðskoðun hjá fyrirtæki sem segist skoða blóð undir öflugri smásjá sem tengd er við tölvu. Sérfræðingur í blóðmeinafræði segir að ekki þurfi mikla skynsemi til þess að sjá að það sem þarna sé á ferð standist enga skoðun. 16.4.2012 20:45 Þingeyingar bíða enn eftir stórframkvæmdunum Forystumenn Þingeyinga kalla eftir því að stjórnvöld sýni meiri festu í að koma stóriðjuframkvæmdum í gang. Formaður bæjarráðs Norðurþings segir skort á svörum frá ríkisstjórn tefja viðræður um kísilver. 16.4.2012 20:15 Sautján ára ökuníðingur skapaði mikla hættu Sautján ára piltur var staðinn að ofsaakstri á Þingvallavegi um kvöldmatarleytið á laugardag. Bíll hans mældist á 164 kílómetra hraða. 16.4.2012 20:13 Segir stjórnvöld sýna ættleiðingum lítinn áhuga Kona sem hefur beðið eftir að fá að ættleiða barn í tvö ár segist úrkulna vonar þar sem íslensk yfirvöld líti á málaflokkinn sem afgangsstærð. Hún segist sjálf þekkja til Íslendingar sem hafa misst af tækifærinu til að ættleiða vegna tregðu kerfisins. 16.4.2012 19:00 Sæbraut opin á ný Sæbraut hefur nú verið opnuð á ný en henni var lokað til suðurs frá Holtavegi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ástæða lokunarinnar umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:30 Tvö prósent af vegafé fer til höfuðborgarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um samgöngumálin. Hann gagnrýnir stefnu ríkis og borgar í umferðaröryggismálum. 16.4.2012 17:26 Lýst eftir Erlu Díönu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Erlu Díönu Jóhannsdóttur, sem er fædd 3.ágúst 1997. Erla er 14 ára, grannvaxin um 160 cm á hæð, dökkhærð. Hún er með rauðar gerfi hárstrípur. Erla hefur ekki komið heim til sín síðan á laugardag. 16.4.2012 15:59 Birgitta hittir Dalai Lama Birgitta Jónsdóttir mun hitta leiðtoga Tíbets, Dalai Lama, í næstu viku að sögn Þórs Saari sem sagði í óundirbúnum fyrirspurnum í dag að Hreyfingin undirbyggi að leggja fram þingsályktunartillögu á morgun eða hinn þar sem málefni Tíbets verða í forgrunni. 16.4.2012 15:52 Steingrímur J, Sigfússon: Ekki fara á taugum Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að þátttaka ESB í málshöfðun ESA gegn Íslandi, gefi ekki tilefni til þess að slíta viðræðum við Evrópusambandið. „Það er óþarfi að fara á taugum," bætti hann við þegar hann svaraði fyrirspurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem innti ráðherrann svara um pólitísk áhrif ákvörðunar sambandsins. 16.4.2012 15:37 Eftirlíking af byssu úr Star Wars gerð upptæk í tollinum "Þetta var nákvæm eftirlíking og það hafa greinilega einhverjir rauðir fánar farið á loft hjá þeim í tollinum,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, starfsmaður í versluninni Nexus á Hverfisgötu. Tollverðir gerðu nákvæma eftirlíkingu af byssu upptæka þegar hún kom með sendingu til landsins á dögunum. Eftirlíkingin þótti of lík alvöru byssu. 16.4.2012 15:24 Jóna Lovísa: Vegið að fitness-íþróttinni "Mér finnst vegið að íþróttinni í þessari grein,“ segir Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og afrekskona í vaxtarækt og fitness. Hún hefur meðal annars sigrað bikar- og Íslandsmót í vaxtarrækt og fitness kvenna auk þess sem hún hefur notið velgengni á erlendum mótum. 16.4.2012 15:02 Stakk logandi pappír inn um bréfalúgu Logandi pappír var stungið inn um bréfalúgu í heimahúsi á Akranesi nú um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Húsráðendur urðu varir við reyk og slökktu eldinn sem var kominn í gólfteppi og mottu auk þess sem útidyrahurðin sviðnaði. Talsverður reykur var í íbúðinni og var slökkvilið kallað á vettvang til að reykræsta. Málið er í rannsókn. 16.4.2012 14:14 325 þúsund nöfn í málaskrá lögreglunnar Alls eru 325 þúsund nöfn einstaklinga skráð í málaskrá ríkislögreglustjóra sem annars kerfisbundna skráningu upplýsingar um lögreglumálefni. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurnum Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. 16.4.2012 13:53 Þjófóttar konur tóku börnin með í leiðangur Þrjár konur voru handteknar skömmu eftir hádegi á föstudag vegna gruns um þjófnað í versluninni Ozone við Austurveg á Selfossi. Konurnar höfðu verið á ferð í versluninni daginn áður og þá stolið fatnaði fyrir á annaðhundrað þúsund krónur að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi. 16.4.2012 11:30 Brenndi sig á sjóðandi heitum jarðvegi Kona rann til á aurblautum stíg í Grænadal, norðan við Hveragerði, og sökk ofan í svörðinn en þar undir reyndist jarðvegurinn sjóðandi heitur. 16.4.2012 11:22 Konur í fitness: Svefntruflanir og röskun á tíðarhring "Það kom manni kannski mest á óvart þessi andlegi þáttur sem stelpurnar þurftu að takast á við eftir á,“ segir Sigurður Kristján Nikulásson sem ásamt skólafélaga sínum, Sigurði Heiðari Höskuldssyni, könnuðu líkamleg og andleg áhrif undirbúnings og þátttöku kvenna í Íslandsmótinu í Fitness árið 2011. 16.4.2012 10:44 Krefjast Norðfjarðarganga án tafar Íbúar Fjarðabyggðar hafa hert baráttu sína fyrir Norðfjarðargöngum og í dag og næstu daga verður gengið í hvert hús í þessu stærsta sveitarfélagi Austurlands til að safna áskorunum til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir nú þegar. 16.4.2012 00:00 Sæbraut lokuð eftir umferðarslys Sæbraut hefur verið lokað til suðurs frá Holtavegi í óákveðin tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ástæðan umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:10 Bjóst við afsökunarbeiðni frá Alistair Darling "Þetta var einstaklega erfið ákvörðun, sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagið Ólafur Ragnar Grímsson forseti í ítarlegu viðtali við Buisness Insider þegar hann lýsti því hversu erfitt það hefði verið að hafna fyrri lögunum um Icesave. Hann segir í viðtalinu að hann hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi frá Evrópu um að samþykkja lögin sem og eigin þjóð. 16.4.2012 13:29 Vél Iceland Express þurfti að lenda á Stansted Flugvél Iceland Express sem lenda átti á Gatwick flugvelli í Lundúnum 12:10 að íslenskum tíma varð að lenda á Stansted flugvelli vegna nauðlendingar Virgin vélarinnar sem varð til þess að flugvellinum hefur verið lokað. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að níutíu og níu farþegar séu um borð í flugvél Iceland Express sem bíður nú færis á að komast á Gatwick. 16.4.2012 13:25 Stefna á að lækka útsvarið á Seltjarnarnesinu Með samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsmanna Seltjarnarnesbæjar varð reksturinn árið 2011 mun betri en árið á undan að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Þar segir að reikningar bæjarins fyrir nýliðið ár gera ráð fyrir afgangi upp á 93 m.kr. en sambærileg tala fyrir árið 2010 var 1 m.kr. 16.4.2012 11:41 Laugardalslaug lokuð næstu daga Laugardalslaug er lokuð í dag og næstu tvo daga vegna endurbóta. Laugin opnar á ný á sumardaginn fyrsta, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 16.4.2012 11:27 Konan sem lenti í köfunarslysinu við góða heilsu Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum í síðustu viku, er nú við góða heilsu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Konna, sem er kanadísk, fipaðist við köfun og sökk til botns í gjánni, og endaði á um 14 metra dýpi. 16.4.2012 11:14 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórir viðriðnir fíkniefnasmyglið Fjórir hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamálsins sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þrír hafi verið úrskurðaðir í varðhald til 30. apríl en sá fjórði til 23. apríl. Mennirnir voru allir handteknir á sunnudagsmorgun. Einn var tekinn í flugstöð Leifs Eiríkssonar og tveir þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar. Sá fjórði var síðan handtekinn heima hjá sér en hann er búsettur hérlendis. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar og höfðu þremenningarnir komið hingað til lands frá Póllandi. 17.4.2012 11:51
Hélt að verið væri að steikja flatkökur Eldur kom upp í lítilli íbúð á Selfossi klukkan rúmlega tíu í morgun. Íbúðin er inn af bílskúr en eldurinn kom upp í svefnherberginu. Slökkvilið telur að kviknað hafi í út frá rafmagni en það gekk vel að slökkva eldinn. Það var póstburðarkona sem tilkynnti um eldinn, en hún fann sérkennilega lykt koma frá bílskúrnum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að konan hafi haldið í fyrstu að verið væri að steikja flatkökur en lét slökkvilið engu að síður vita. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. 17.4.2012 11:23
Í einangrun eftir að kókaín fannst í sjampóbrúsa Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var tekinn með tæplega 190 grömm af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í byrjun þessa mánaðar. 17.4.2012 11:05
Herjólfur siglir seinni ferð dagsins til Þorlákshafnar Herjólfur siglir til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum í dag. 17.4.2012 12:48
Mál hundaníðings þingfest í dag Mál gegn tæplega þrítugum karlmanni sem sakaður er um að hafa drepið hundinn Kol, verður þingfest í Héraðsdómi Vestfjarðar eftir hádegið. Maðurinn, sem titlar sig sem tónlistarmaður, er ákærður fyrir að hafa bundið fram- og afturfætur hundsins við tvö bíldekk í desember síðastliðnum og því næst kastað hundinum ofan af vegbrú í botni Dýrafjarðar. Hundshræið fannst 8. desember í Hundshræið í Þingeyrarhöfn. 17.4.2012 10:21
Vilja að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu Kínverjar njóta stuðnings Svía til þess að verða áheyrnafulltrúar í Norðurskautsráðinu, en þeir sækjast nú eftir meiri áhrifum á svæðinu. Þetta kemur fram í frétt AP fréttastofunnar af blaðamannafundi sem Song Tao aðstoðar utanríkisráðherra Kína hélt í gær í tilefni af heimsókn forsætisráðherrans Wen Jiabao til Íslands, Svíþjóðar, Þýskalands og Póllands. Ekki er minnst á hvort Íslendingar styðji það að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar en búast má við því að það verði rætt á fundum Jiabao með íslenskum ráðamönnum. 17.4.2012 10:09
Teknir með töluvert magn af amfetamíni Þrír karlmenn voru handteknir á Reykjanesbrautinni á sunnudagsmorgun með töluvert magn af amfetamíni fórum sínum. Mennirnir höfðu stuttu áður komið með flugvél frá Varsjá í Póllandi. 17.4.2012 09:49
Stefnt á siglingu Herjólfs til Landeyjahafnar í dag Stefnt er á siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar í dag, þriðjudag, en brottför hefur verið frestað. 17.4.2012 07:42
Oftaka vatn í Vatnsendakrika Orkustofnun hefur bent Kópavogsbæ á að sveitarfélagið taki nú meira neysluvatn úr Vatnskrika en því er heimilt. 17.4.2012 07:30
Njóta kyrrðarinnar í Skálholti Allir þrettán biskupar sænsku kirkjunnar, ásamt Anders Wejryd erkibiskupi, komu til landsins í gær. Þeir dvelja í Skálholti frá deginum í dag til föstudags og njóta kyrrðar og uppbyggingar undir handleiðslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands. 17.4.2012 07:30
Öflugasta tölva Íslands vígð Ofurtölva sem er samstarfsverkefni fjögurra norrænna rannsóknastofnana var vígð í gagnaveri Advania í gær. Gæti eflt upplýsingatæknigeirann hér á landi og verið fyrsta skrefið í átt að frekara samstarfi. 17.4.2012 07:30
Áskorun um ný göng undir Oddsskarð Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ætlar að safna áskorunum bæjarbúa til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir við ný sjö kílómetra göng undir Oddsskarð nú þegar. 17.4.2012 07:21
Leitað að tveimur mönnum sem rændu bakarí Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar en að tveimur ungum karlmönnum, sem vopnaðir hafanboltakylfum rændu peningum úr bakaríi í Hafnarfirði í gær. 17.4.2012 07:14
Fjögur skip á leið til landsins með kolmunnafarma Fjögur íslensk fjölveiðiskip eru nú á leið til landsins með kolmunnafarma eftir veiðar suður af Færeyjum og eitt til viðbótar ætlar að landa í Færeyjum. 17.4.2012 07:00
Laxnessaðdáandi frá Japan fær styrk Fjórir fengu í gær styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við athöfn í Háskóla Íslands (HÍ). Japanski athafnamaðurinn Toshiozo Watanabe stofnaði sjóðinn árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja fræðileg tengsl Íslands og Japan. 17.4.2012 07:00
Gervigras sem kostaði tugmilljónir er gallað Skipta þarf út nýlegu gervigrasi í íþróttahöllunum í Reykjanesbæ og Grindavík. Grasið losnar af gólfmottunum. Framleiðandinn viðurkennir galla og verið er að semja um ný gólf. Þau kostuðu yfir 40 milljónir er þau voru keypt fyrir hrun. 17.4.2012 07:00
Hannar glugga fyrir Elísabetu drottningu Leifur Breiðfjörð listamaður var valinn úr hópi fjörutíu listamanna til að gera glugga í dómkirkju í London. Glugginn er tileinkaður Elísabetu drottningu og verður vígður á sextíu ára valdaafmælinu. 17.4.2012 07:00
Tókst að endurlífga rússneskan ferðamann á síðustu stundu Sjúkraflutningamönnum á sjúkrabíl tókst á síðustu stundu að endurlífga rússneskan ferðamann, sem missti meðvitund í alvarlegu krampakasti, þegar hann var ásamt konu sinni á ferð um sunnanvert Snæfellsnes í gær. 17.4.2012 06:35
Fjögurra milljarða fjárfesting Samskip hafa fest kaup á flutningaskipunum Arnarfelli og Helgarfelli fyrir tæpa fjóra milljarða króna. 17.4.2012 06:30
Fimm milljarðar afskrifaðir Fyrrum eigendur Prentsmiðjunnar Odda eignuðust fyrirtækið nýverið eftir að hafa keypt það á 500 milljónir króna. Áður en Oddi var seldur höfðu Arion banki og Landsbankinn afskrifað um fimm milljarða króna af skuldum móðurfélags Odda, eignarhaldsfélagsins Kvosar ehf. Um er að ræða Þorgeir Baldursson, sem var stærsti einstaki eigandi Kvosar fyrir fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, og aðila tengda honum. DV greindi frá málinu í gær. 17.4.2012 06:30
Rændu verslun vopnaðir hafnaboltakylfum Vopnað rán var framið í Bakaríi við Melabraut í Hafnarfirði í dag. Þá ruddust tveir menn inn í verslunina vopnaðir hafnaboltakylfum og ógnuðu starfsfólki. 16.4.2012 22:18
Vill hjálpa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli Á hverju ári greinast 220 karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Í hverri viku deyr einn karlmaður af völdum sjúkdómsins. 16.4.2012 21:15
"Ég mæli með því að fólk fái næringarráðgjöf hjá foreldrum sínum" Fjöldi fólks hefur keypt sér sérstakt tilboð í blóðskoðun hjá fyrirtæki sem segist skoða blóð undir öflugri smásjá sem tengd er við tölvu. Sérfræðingur í blóðmeinafræði segir að ekki þurfi mikla skynsemi til þess að sjá að það sem þarna sé á ferð standist enga skoðun. 16.4.2012 20:45
Þingeyingar bíða enn eftir stórframkvæmdunum Forystumenn Þingeyinga kalla eftir því að stjórnvöld sýni meiri festu í að koma stóriðjuframkvæmdum í gang. Formaður bæjarráðs Norðurþings segir skort á svörum frá ríkisstjórn tefja viðræður um kísilver. 16.4.2012 20:15
Sautján ára ökuníðingur skapaði mikla hættu Sautján ára piltur var staðinn að ofsaakstri á Þingvallavegi um kvöldmatarleytið á laugardag. Bíll hans mældist á 164 kílómetra hraða. 16.4.2012 20:13
Segir stjórnvöld sýna ættleiðingum lítinn áhuga Kona sem hefur beðið eftir að fá að ættleiða barn í tvö ár segist úrkulna vonar þar sem íslensk yfirvöld líti á málaflokkinn sem afgangsstærð. Hún segist sjálf þekkja til Íslendingar sem hafa misst af tækifærinu til að ættleiða vegna tregðu kerfisins. 16.4.2012 19:00
Sæbraut opin á ný Sæbraut hefur nú verið opnuð á ný en henni var lokað til suðurs frá Holtavegi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ástæða lokunarinnar umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:30
Tvö prósent af vegafé fer til höfuðborgarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um samgöngumálin. Hann gagnrýnir stefnu ríkis og borgar í umferðaröryggismálum. 16.4.2012 17:26
Lýst eftir Erlu Díönu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Erlu Díönu Jóhannsdóttur, sem er fædd 3.ágúst 1997. Erla er 14 ára, grannvaxin um 160 cm á hæð, dökkhærð. Hún er með rauðar gerfi hárstrípur. Erla hefur ekki komið heim til sín síðan á laugardag. 16.4.2012 15:59
Birgitta hittir Dalai Lama Birgitta Jónsdóttir mun hitta leiðtoga Tíbets, Dalai Lama, í næstu viku að sögn Þórs Saari sem sagði í óundirbúnum fyrirspurnum í dag að Hreyfingin undirbyggi að leggja fram þingsályktunartillögu á morgun eða hinn þar sem málefni Tíbets verða í forgrunni. 16.4.2012 15:52
Steingrímur J, Sigfússon: Ekki fara á taugum Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að þátttaka ESB í málshöfðun ESA gegn Íslandi, gefi ekki tilefni til þess að slíta viðræðum við Evrópusambandið. „Það er óþarfi að fara á taugum," bætti hann við þegar hann svaraði fyrirspurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem innti ráðherrann svara um pólitísk áhrif ákvörðunar sambandsins. 16.4.2012 15:37
Eftirlíking af byssu úr Star Wars gerð upptæk í tollinum "Þetta var nákvæm eftirlíking og það hafa greinilega einhverjir rauðir fánar farið á loft hjá þeim í tollinum,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, starfsmaður í versluninni Nexus á Hverfisgötu. Tollverðir gerðu nákvæma eftirlíkingu af byssu upptæka þegar hún kom með sendingu til landsins á dögunum. Eftirlíkingin þótti of lík alvöru byssu. 16.4.2012 15:24
Jóna Lovísa: Vegið að fitness-íþróttinni "Mér finnst vegið að íþróttinni í þessari grein,“ segir Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og afrekskona í vaxtarækt og fitness. Hún hefur meðal annars sigrað bikar- og Íslandsmót í vaxtarrækt og fitness kvenna auk þess sem hún hefur notið velgengni á erlendum mótum. 16.4.2012 15:02
Stakk logandi pappír inn um bréfalúgu Logandi pappír var stungið inn um bréfalúgu í heimahúsi á Akranesi nú um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Húsráðendur urðu varir við reyk og slökktu eldinn sem var kominn í gólfteppi og mottu auk þess sem útidyrahurðin sviðnaði. Talsverður reykur var í íbúðinni og var slökkvilið kallað á vettvang til að reykræsta. Málið er í rannsókn. 16.4.2012 14:14
325 þúsund nöfn í málaskrá lögreglunnar Alls eru 325 þúsund nöfn einstaklinga skráð í málaskrá ríkislögreglustjóra sem annars kerfisbundna skráningu upplýsingar um lögreglumálefni. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurnum Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. 16.4.2012 13:53
Þjófóttar konur tóku börnin með í leiðangur Þrjár konur voru handteknar skömmu eftir hádegi á föstudag vegna gruns um þjófnað í versluninni Ozone við Austurveg á Selfossi. Konurnar höfðu verið á ferð í versluninni daginn áður og þá stolið fatnaði fyrir á annaðhundrað þúsund krónur að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi. 16.4.2012 11:30
Brenndi sig á sjóðandi heitum jarðvegi Kona rann til á aurblautum stíg í Grænadal, norðan við Hveragerði, og sökk ofan í svörðinn en þar undir reyndist jarðvegurinn sjóðandi heitur. 16.4.2012 11:22
Konur í fitness: Svefntruflanir og röskun á tíðarhring "Það kom manni kannski mest á óvart þessi andlegi þáttur sem stelpurnar þurftu að takast á við eftir á,“ segir Sigurður Kristján Nikulásson sem ásamt skólafélaga sínum, Sigurði Heiðari Höskuldssyni, könnuðu líkamleg og andleg áhrif undirbúnings og þátttöku kvenna í Íslandsmótinu í Fitness árið 2011. 16.4.2012 10:44
Krefjast Norðfjarðarganga án tafar Íbúar Fjarðabyggðar hafa hert baráttu sína fyrir Norðfjarðargöngum og í dag og næstu daga verður gengið í hvert hús í þessu stærsta sveitarfélagi Austurlands til að safna áskorunum til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir nú þegar. 16.4.2012 00:00
Sæbraut lokuð eftir umferðarslys Sæbraut hefur verið lokað til suðurs frá Holtavegi í óákveðin tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ástæðan umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:10
Bjóst við afsökunarbeiðni frá Alistair Darling "Þetta var einstaklega erfið ákvörðun, sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagið Ólafur Ragnar Grímsson forseti í ítarlegu viðtali við Buisness Insider þegar hann lýsti því hversu erfitt það hefði verið að hafna fyrri lögunum um Icesave. Hann segir í viðtalinu að hann hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi frá Evrópu um að samþykkja lögin sem og eigin þjóð. 16.4.2012 13:29
Vél Iceland Express þurfti að lenda á Stansted Flugvél Iceland Express sem lenda átti á Gatwick flugvelli í Lundúnum 12:10 að íslenskum tíma varð að lenda á Stansted flugvelli vegna nauðlendingar Virgin vélarinnar sem varð til þess að flugvellinum hefur verið lokað. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að níutíu og níu farþegar séu um borð í flugvél Iceland Express sem bíður nú færis á að komast á Gatwick. 16.4.2012 13:25
Stefna á að lækka útsvarið á Seltjarnarnesinu Með samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsmanna Seltjarnarnesbæjar varð reksturinn árið 2011 mun betri en árið á undan að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Þar segir að reikningar bæjarins fyrir nýliðið ár gera ráð fyrir afgangi upp á 93 m.kr. en sambærileg tala fyrir árið 2010 var 1 m.kr. 16.4.2012 11:41
Laugardalslaug lokuð næstu daga Laugardalslaug er lokuð í dag og næstu tvo daga vegna endurbóta. Laugin opnar á ný á sumardaginn fyrsta, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 16.4.2012 11:27
Konan sem lenti í köfunarslysinu við góða heilsu Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum í síðustu viku, er nú við góða heilsu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Konna, sem er kanadísk, fipaðist við köfun og sökk til botns í gjánni, og endaði á um 14 metra dýpi. 16.4.2012 11:14
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent