Innlent

Rændu verslun vopnaðir hafnaboltakylfum

Vopnað rán var framið í Bakaríi við Melabraut í Hafnarfirði í dag.
Vopnað rán var framið í Bakaríi við Melabraut í Hafnarfirði í dag.
Vopnað rán var framið í Bakaríi við Melabraut í Hafnarfirði í dag. Þá ruddust tveir menn inn í verslunina vopnaðir hafnaboltakylfum og ógnuðu starfsfólki.

Mennirnir höfðu peninga úr afgreiðslukassa á brott með sér og er þeirra nú leitað. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði huldu mennirnir andlit sín. Starfsfólk verslunarinnar gat þó gefið lýsingu á mönnunum.

Rannsókn á málinu stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×