Innlent

Umferðarljós á Hafnarfjarðarvegi óvirk í nótt

Umferðarljós.
Umferðarljós.
Í nótt er áætlað að ljúka breytingum á umferðarljósum á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Fjarðarhraun og Álftanesveg í Engidal.

Á meðan þessi vinna fer fram verða umferðarljósin óvirk, það er frá miðnætti til um kl. 5.30 í fyrramálið. Umferð verður heimiluð um gatnamótin en hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst á meðan.

Eftir breytinguna verða umferðaljósin fullbúin 4-fasa ljós, það er að allir umferðastraumar verða ljósastýrðir. Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum meðan á þessari vinnu stendur og beðnir að fylgja þeim merkingum sem uppi eru á vinnusvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×