Innlent

Stúlka varð fyrir líkamsárás í Ármúla

Stúlka varð fyrir líkamsárás í Ármúla eftir hádegi í dag. Hópur stúlkna mun hafa ráðist á hana með nokkuð harkalegum hætti að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla veit hverjar stúlkurnar sem að árásinni stóðu voru og ætlar sú sem fyrir henni varð að kæra verknaðinn. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort stúlkan hafi slasast í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×