Innlent

Búist við vitlausu veðri þegar líður á daginn

Veður fer versnandi um og eftir miðjan daginn í dag og verður ástandið verst á vestanverðu landinu. Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi og allt að 20 til 25 metrum á sekúndu og þá er búist við því að það taki að frysta á fjallvegum.

„Á veginum austur fyrir fjall verða þannig dimm él eða snjókoma frá um kl. 14 til 15 og fram undir kvöld," segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er búist við miklu hvassviðri á Reykjanesbrautinni með krapa og slydduéljum.

„Á Holtavörðuheiði verður í þessari vindátt oft afar blint í hríðarveðri og þar einkum frá um kl. 17 til 21 í kvöld, að veður tekur að ganga niður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×