Fleiri fréttir

Björgunarsveitarmenn í nautaati fyrir norðan

Fimm björgunarsveitarmenn á vélsleðum lentu í svæsnu nautaati í Steinstaðahverfi, skammt frá Varmahlíð í Skagafirði í fyrradag, en höfðu betur eftir þriggja klukkustunda viðureign.

Mótmæla lokun sjúkrahússins í Neskaupstað

Hollvinasamtök fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað mótmæla harðlega áformum um að loka sjúkrahúsinu í sex til átt vikur í sumar, enda sé það eina bráðasjúkrahúsið á Austurlandi.

Hitaveita lögð til Skagastrandar

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt samning við Rarik um lagningu hitaveitu í bæinn. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús tengist hitaveitunni haustið 2013 og að öll hús hafi möguleika á tengingu haustið 2014.

Hrottaleg líkamsárás í Árbæjarhverfi

Þrír karlmenn spörkuðu upp hurð að íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, ruddust þar inn og gengu í skrokk á húsráðanda.

Bóndi í Vigur segir bannið ógna búskap

„Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Jólatrén sótt í flestum sveitarfélögum

Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðustu ár. Hins vegar bjóða einhver íþróttafélög upp á að hirða jólatré fyrir borgarbúa gegn gjaldi. Þá hafa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafið samstarf um að hirða jólatré auk þess sem Íslenska gámafélagið sækir jólatré.

Skeljungur þagði um ósöluhæfan áburð

Skeljungi, jafnt sem Matvælastofnun, var ljóst á vormánuðum að áburður sem kominn var til landsins var ósöluhæfur. Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um selja áburðinn. Eins og bbl.is greindi frá í desember og fréttastofa Rúv á þriðjudag, var kadmíummagn í áburði sem Skeljungur flytur inn ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er.

Ættleidd börn í meiri hættu

Börnum sem eru ættleidd eftir átján mánaða aldur er hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda en öðrum börnum. Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar benda til þessa.

Telur að þyngja eigi refsinguna

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í skattahluta Baugsmálsins til Hæstaréttar. Hann krefst þyngri refsingar yfir ákærðu í þeim ákæruliðum þar sem sakfellt var, og þess að Hæstiréttur snúi dómi héraðsdóms í þeim ákæruliðum þar sem sýknað var.

Breytingar við ritstjórn Eiðfaxa

Trausti Þór Guðmundsson, ritstjóri Eiðfaxa, lét af því starfi um áramótin. Hann hefur ritstýrt blaðinu í fimm ár. Nú tekur ritnefnd við útgáfu blaðsins, en formaður hennar er Telma Tómasson fréttamaður og tamningamaður. Fjórir sitja með henni í ritnefnd en það eru þau:

Vann 38 milljónir í Víkingalottóinu

Einn Íslendingur var svo heppinn að hreppa hinn alíslenska bónusvinning í Víkingalottóinu þegar dregið var í kvöld. Sá hinn sami fær tæpar 38,6 milljónir í sinn hlut. Það voru hins vegar þrír Norðmenn og einn finni sem skiptu með sér 1. vinningi í Víkingalottóinu, en hver þeirra fær í sinn hlut 66 milljónir króna.

Mikill fengur í þátttöku Íslands í New York

Þrjú íslensk verk verða sýnd á kynningu á íslenskum sviðslistum í New York um næstu helgi. Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir kynningunni í samstarfi við hin Norðurlöndin.

Enn skerpt á aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga

Skipulagsbreyting hefur verið ákveðin hjá 365 miðlum. Breytingin felur í sér að þeir starfsmenn ritstjórnar Fréttablaðsins sem hafa haft með höndum skrif í kynningarblöð sem fylgt hafa blaðinu færast yfir til sölu- og þjónustusviðs 365 miðla.

Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir

Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum.

Framlög vegna dagforeldra hækka um 10%

Þeir sem eiga börn hjá dagforeldrum í Reykjavík geta glaðst því að framlag borgarinnar vegna barna sem dvelja hjá dagforeldrum hækkaði um 10% um nýliðin áramót. Þá hækkaði jafnframt systkinaafsláttur ef tvö eða fleiri systkini dvelja hjá dagforeldri. Framlag fyrir annað barn verður 75% hærra en með fyrsta barni og framlag með þriðja barni verður 100% hærra.

Segir hunda geta verið manndrápstól

Faðir fimm ára stúlku sem var bitin í andlit af hundi síðsumars telur ekki vit í öðru en að lóga hundi eftir að hafa bitið manneskju. Hann segir hunda geta verið manndrápsvélar og því sé rétt að skylda hundaeigendur til að sækja námskeið, rétt eins og þá sem sækja um byssuleyfi.

Hávær krafa um að flýta landsfundi

Nokkuð hávær krafa er um það innan Samfylkingarinnar um að flýta landsfundi flokksins og halda hann á fyrri hluta þessa árs. Flokkstjórnarmaður segir eðlilegt að forystan endurnýi umboð sitt. Litlar líkur eru á að landsfundurinn verði í vor að mati formanns framkvæmdastjórnar flokksins.

Telja öruggt að Ólafur Ragnar næði góðu kjöri á þing

Sérfræðingar í stjórnmálafræði telja nær öruggt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi ná góðum árangri í þingkosningum og ná nokkrum mönnum á þing færi svo að hann gæfi kost á sér. Ólafur er árinu yngri en sitjandi forsætisráðherra og í fullu fjöri á líkama og sál.

Kanínan var dauð þegar hún brann

Maður sem kveikti í kanínu og kanínukofa í Garðabæ, segir að kanínan hafi verið dauð þegar að hann kveikti í henni. Þetta er fullyrt á vef lögreglunnar. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að ungar stúlkur hefðu gengið fram á kanínuna og málið verið tilkynnt til lögreglu við litlar undirtektir.

Fjórtán prósent landsmanna reykja daglega

Um 14,3% landsmanna reyktu daglega að eigin sögn á síðasta ári. Um 4,6% sögðust reykja sjaldnar en daglega. Samtals reyktu því 18,9% fullorðinna daglega eða sjaldnar. Þetta eru niðurstöður sem koma fram í skýrslu sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Skýrslan byggir á fjórum könnunum sem gerðar voru á tímabilinu febrúar til nóvember í fyrra.

Vísir kannar vilja lesenda

Forsetakosningar fara fram í vor eins og alþjóð veit og nú þegar eru menn farnir að velta fyrir sér eftirmanni Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum, en í Nýársávarpi sínu sagðist hann ekki hyggja á endurkjör. Vísir hefur ákveðið að gefa lesendum sínum tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á nokkrum einstaklingum sem hafa á síðustu dögum verið nefndir til sögunnar.

Skoda stolið á nýársdag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Skoda Octavia með skráningarnúmerið YJ-634 en honum var stolið á Háteigsvegi í Reykjavík síðdegis á nýársdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is

Stefna á að mynda þúsund barna keðju í kringum Reykjavíkurtjörn

Barnaheill - Save the Children á Íslandi mun á laugardaginn ýta úr vör átakinu Heillakeðja barnanna 2012 sem verður í gangi allt árið og er ætlað að vekja athygli á málefnum og réttindum barna. Í tilefni af átakinu ætla samtökin að mynda keðju þúsund barna í kringum Reykjavíkurtjörn en börnin verða öll með neonljós og munu gera bylgju þegar hringnum hefur verið lokað.

Tekist á um sölu Perlunnar í borgarstjórn

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að hörð umræða hafi farið fram í gærkvöldi í borgarstjórn um sölu Perlunnar og hvernig að henni hafi verið staðið.

Ljósmyndabók ársins hjá Time magazine prentuð hjá Odda

Ein þeirra bóka sem var í hópi ljósmyndabóka ársins hjá Time magazine, er prentuð á Íslandi, nánar tiltekið hjá prentsmiðjunni Odda. Að sögn Arnars Árnasonar, markaðsstjóra Odda, hefur það færst mikið í aukana að Oddi sinni prentun fyrr Bandaríkjamarkað. Hann segir að veltan í slíkum verkefnum hafi tvöfaldast á milli áranna 2010 og 2011 sem sé spennandi þróun. "Oddi hefur prentað mikið af listaverka- og ljósmyndabókum og á meðal nýlegra verkefna var til dæmis stór sýningarskrá fyrir Guggenheim listasafnið, en við erum sérstaklega stolt af þessari ljósmyndabók" bætir Arnar við.

Gætið ykkar á grýlukertunum

íbúi í Þingholtunum hafði samband við lögregluna í morgun. Ástæðan var sú að hann hafði miklar áhyggjur af grýlukertum utan á húsi sínu.

Hægt að treysta því að umsóknir verði metnar faglega í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir formaður bæjarráðs Kópavogs segir að umsækjendur um lóðir í bænum geti framvegis treyst því að umsóknirnar verði metnar faglega og málefnalega. Þetta segir Guðríður í tengslum við dóm sem féll í Hæstarétti fyrir áramótin sem var á þá leið að bærinn hafi mismunað umsækjendum um byggingarétt á Kópavogstúni árið 2005. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld hafi útilokað umsækjendur sem sóttu málið frá því að koma til álita við úthlutun á tveimur lóðum sem sótt var um.

Lýst eftir vitnum að innbroti

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um innbrot og þjófnað í sumarbústað við Sogsbakka í fyrrdag. Bústaðurinn stendur á milli Ljósafossvirkjunnar og Steingrímsstöðvar í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Hefur þú séð Dag Loga?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Degi Loga Ingimarssyni, 16 ára, sem hvarf frá heimili sínu í Reykjavík þann 30. desember síðastliðinn.

Akurnesingar hætta við meiðyrðamál gegn Páli Baldvini

Akraneskaupstaður hefur fallið frá meiðyrðamáli á hendur Páli Baldvini Baldvinssyni, gagnrýnanda á Fréttatímanum. Hann fór hörðum orðum um fyrsta bindið af Sögu Akraness í ritdómi sínum sem birtist í blaðinu í júlí á síðasta ári.

Sprunga í rúðu þyrlu landhelgisgæslunnar vegna kulda

Við flugtak TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærmorgun kom sprunga í framrúðu þyrlunnar. Ákveðið var að snúa þyrlunni til flugvallar og skoða skemmdirnar samkvæmt upplýsingum á vef Landhelgisgæslunnar.

Lögreglan vill lífsýni úr skyldmenni Rögnu Estherar

Rannsóknarlögreglumaður sem starfar hjá rannsóknarlögreglunni í Portland Oregon í Bandaríkjunum, segir að þeir þurfi lífsýni úr skyldmenni Rögnu Estherar Sigurðardóttur. Þetta kemur fram í viðtali blaðsins Oregonlive við rannsóknarlögregluna Carol Thompson sem tilheyrir rannsóknardeild sem sérhæfir sig í óleystum morðmálum.

Brunnin kanína í Garðabæjarhrauni

"Við sáum bara að það var búið að brenna kanínuna og inni í kassanum var allt brunnið,“ segir Helga Berglind Tómasdóttir, ellefu ára, sem var úti að ganga ásamt frænku sinni, Söru Hlín Bjarnadóttur, tólf ára, í hrauninu við Garðabæ í gærdag.

Innbrot í sumarbústað í Grímsnesi

Lögreglunni á Selfossi barst í gær tilkynning um innbrot í sumarbústað i Grímsnesi, þaðan sem meðal annarra hluta var stolið sjónvarpstæki, fartölvu og áfengi.

Fimm ungmenni gripin við hassreykingar

Lögreglan stöðvaði bíl með fimm ungmennum um borð í vesturbæ Reykjavíkur í nótt, og er fólkið grunað um hassreykingar. Þeirra á meðal bílstjórinn.

Vill ekki borga dýrt og lélegt malbik

Athafnamaðurinn Jón Ólafsson, eigandi vatnsverksmiðjunnar Icelandic Water Holdings í Ölfusi, sér ekki ástæðu fyrir fyrirtækið að taka þátt í malbikunarkostnaði bæjarfélagsins heim að verksmiðjunni. Bæjarstjórnin hyggst óska eftir að fyrirtækið taki þátt í kostnaðinum.

Hlunnindi höfð af bændum

„Lagabreytingin, sem að líkum verður aldrei dregin til baka, mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landeigendur sem nýta hlunnindarétt sinn í dag. Réttindi verða með þessu færð frá landeigendum til ráðherra. Hlunnindanýting verður líklega háð undanþágu, öfugt við það sem er í dag,“ segir Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðgjafi Bændasamtaka Íslands (BÍ).

Friðlýsing Skerjafjarðar er ósamþykkt

Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hefur ekki fjallað nægjanlega um friðlýsingu Skerjafjarðar innan sveitarfélagsins, að mati Kristins Dags Gissurarsonar, fulltrúa Framsóknarflokksins í nefndinni. Hann telur formann umhverfis- og samgöngunefndar bæjarins, Margréti Júlíu Rafnsdóttur, hafa fullyrt of mikið um málið, en hún sagði í Fréttablaðinu á mánudag að friðlýsingin gengi í gegn í janúar.

Sjá næstu 50 fréttir